Tveir dagar í EM: „Elti upp þjófa sem stálu takkaskónum okkar á Spáni árið 2006“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2022 11:00 Sif Atladóttir með aðdáendum á EM 2017 í Hollandi. Hún er nú mætt með íslenska landsliðinu á EM í Englandi. Getty/Charlotte Wilson Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins en Ísland hefur leik þann 10. júlí. Næst á dagskrá er varnarjaxlinn og reynsluboltinn Sif Atladóttir. Sif Atladóttur þarf vart að kynna fyrir nokkru mannsbarni enda verið hluti af íslenska landsliðinu í fleiri ár en hún vill eflaust viðurkenna. Alls hefur hún leikið 89 A-landsleiki en sá fyrsti kom árið 2007. Þá hefur Sif verið hluti af íslenska hópnum á öllum fjórum stórmótunum sem liðið hefur farið á. Sif, sem í dag spilar í Bestu deildinni með Selfossi, en hún hefur leikið með fimm liðum hér á landi. Hún hóf ferilinn með FH en fór þaðan í KR, Þrótt Reykjavík og Val áður en hún hélt til FC Saarbrücken í Þýskalandi árið 2010. Þar stoppaði hún stutt en ári síðar samdi hún við Kristianstad í Svíþjóð. Þar var hún í áratug og var sannkallaður máttarstólpi og á stóran þátt í þeirri uppbyggingu sem þar hefur átt sér stað. Sif leikur oftast í stöðu miðvarðar en leysir stöðu hægri bakvarðar með landsliðinu. Hún er hörð í horn að taka, gefur ekkert eftir og er þekkt fyrir sín þrumu innköst. Þá er vert að taka fram að Sif er dóttir Atla Eðvaldssonar heitins en hann lék á sínum tíma 70 A-landsleiki ásamt því að þjálfa liðið eftir að skórnir fóru upp á hillu. Fyrsti meistaraflokksleikur? 2000 fyrir FH Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Blanda af fólki. Þú lærir af öllum sem þú vinnur með ásamt því að ræða fótbolta við aðra. En segi Bjössi, Beta og fjölskyldan eru kannski þau stærstu. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Sissy that walk með RuPaul og Both með Todrick Hall. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já, Bjössi (eiginmaður), krakkarnir, mamma og Hafsteinn bónuspabbi, tengda fjölskyldan og fleiri. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Er með BS í Lýðheilsufræðum frá 2018, og er í Master í Sport Science. Er í starfi hjá Leikmannasamtökum Íslands (LSÍ) núna. Í hvernig skóm spilarðu? Puma Future. Uppáhalds lið í enska? Arsenal. Uppáhalds tölvuleikur? Súper Mario. Uppáhalds matur? Korean Taco ala Bjössi. Fyndnust í landsliðinu? Sveindís og Cecilía. Gáfuðust í landsliðinu? Elísa, Elín Metta og Sandra skipta þessu á milli sín. Óstundvísust í landsliðinu? Þær eru allar frekar on time. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Svíþjóð. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Rölta um svæðið sem við erum á. Chilla inn á herbergjum og spjalla. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur: Ekki hugmynd. Átrúnaðargoð í æsku? Pabbi og Egill bróðir Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Ég elti upp þjófa sem stálu takkaskónum okkar á Spáni árið 2006 þegar við í Þrótti vorum í æfingaferð Fótbolti EM 2020 í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Sjá meira
Sif Atladóttur þarf vart að kynna fyrir nokkru mannsbarni enda verið hluti af íslenska landsliðinu í fleiri ár en hún vill eflaust viðurkenna. Alls hefur hún leikið 89 A-landsleiki en sá fyrsti kom árið 2007. Þá hefur Sif verið hluti af íslenska hópnum á öllum fjórum stórmótunum sem liðið hefur farið á. Sif, sem í dag spilar í Bestu deildinni með Selfossi, en hún hefur leikið með fimm liðum hér á landi. Hún hóf ferilinn með FH en fór þaðan í KR, Þrótt Reykjavík og Val áður en hún hélt til FC Saarbrücken í Þýskalandi árið 2010. Þar stoppaði hún stutt en ári síðar samdi hún við Kristianstad í Svíþjóð. Þar var hún í áratug og var sannkallaður máttarstólpi og á stóran þátt í þeirri uppbyggingu sem þar hefur átt sér stað. Sif leikur oftast í stöðu miðvarðar en leysir stöðu hægri bakvarðar með landsliðinu. Hún er hörð í horn að taka, gefur ekkert eftir og er þekkt fyrir sín þrumu innköst. Þá er vert að taka fram að Sif er dóttir Atla Eðvaldssonar heitins en hann lék á sínum tíma 70 A-landsleiki ásamt því að þjálfa liðið eftir að skórnir fóru upp á hillu. Fyrsti meistaraflokksleikur? 2000 fyrir FH Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Blanda af fólki. Þú lærir af öllum sem þú vinnur með ásamt því að ræða fótbolta við aðra. En segi Bjössi, Beta og fjölskyldan eru kannski þau stærstu. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Sissy that walk með RuPaul og Both með Todrick Hall. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já, Bjössi (eiginmaður), krakkarnir, mamma og Hafsteinn bónuspabbi, tengda fjölskyldan og fleiri. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Er með BS í Lýðheilsufræðum frá 2018, og er í Master í Sport Science. Er í starfi hjá Leikmannasamtökum Íslands (LSÍ) núna. Í hvernig skóm spilarðu? Puma Future. Uppáhalds lið í enska? Arsenal. Uppáhalds tölvuleikur? Súper Mario. Uppáhalds matur? Korean Taco ala Bjössi. Fyndnust í landsliðinu? Sveindís og Cecilía. Gáfuðust í landsliðinu? Elísa, Elín Metta og Sandra skipta þessu á milli sín. Óstundvísust í landsliðinu? Þær eru allar frekar on time. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Svíþjóð. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Rölta um svæðið sem við erum á. Chilla inn á herbergjum og spjalla. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur: Ekki hugmynd. Átrúnaðargoð í æsku? Pabbi og Egill bróðir Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Ég elti upp þjófa sem stálu takkaskónum okkar á Spáni árið 2006 þegar við í Þrótti vorum í æfingaferð
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Sjá meira