Ræða við vitni sem sá skjöl brennd í Hvíta húsinu Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2022 14:11 Cassidy Hutchinson starfaði í Hvíta húsi Trump. Hún segist hafa séð Mark Meadows, skrifstofustjóra, brenna skjöl. AP/J. Scott Applewhite Þingnefnd sem rannsakar á árás á bandaríska þinghúsið boðaði óvænt til opins fundar í dag. Starfsmaður Hvíta hússins sem sá skrifstofustjóra þess brenna skjöl á meðan Donald Trump og félagar reyndu að snúa úrslitum forsetakosninganna við er sagður ætla að bera vitna á fundinum. Ekki stóð til að nefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið 6. janúar í fyrra hittist aftur fyrr en eftir þjóðhátíðardaginn 4. júlí. Skyndilega var þó boðað til opins fundar sem fer fram síðar í dag en ekkert kom fram um hvert tilefnið væri annað en að nýjar upplýsingar hefðu komið fram. AP-fréttastofan segir að á fundinum beri Cassidy Hutchinson, hátt settur ráðgjafi í Hvíta húsi Trump, vitni. Hún hafi sagt nefndinni í viðtali á bak við luktar dyr að hún hefði séð Mark Meadows, skrifstofustjóra Hvíta hússins, brenna skjöl eftir að hann fundaði með Scott Perry, fulltrúadeildarþingmanni repúblikana frá Pennsylvaníu. Perry þessi var einn nokkura þingmanna repúblikana sem tóku þátt í tilraunum Trump og ráðgjafa hans til að snúa við úrslitum forsetakosninganna. Hutchinson er sögð hafa afhent nefndinni ýmis konar gögn og gefið nokkrar skýrlur á bak við luktar dyr. Hún sagðist hafa setið nokkra fundi í Hvíta húsi um hvernig hægt væri að hnekkja úrslitum kosninganna sem Trump tapaði, þar á meðal með nokkrum þingmönnum Repúblikanaflokksins. Ekki er ljóst hvað nefndin vill ræða við Hutchinson í dag eða hvers vegna svo mikil leynd hefur verið í kringum fundarboðið. Heimildarmenn Washington Post segja að leyndin sé að hluta til vegna trúverðugra hótana í garð vitnisins. Önnur vitni, þar á meðal ráðherrar og embættismenn í stjórn Trump, hafa dregið upp mynd af því hvernig forsetinn og ráðgjafar hans brugguðu ráð um að snúa við úrslitum kosninganna svo að hann gæti setið áfram í embætti. Vildu þeir að repúblikanar í einstökum ríkjum samþykktu falska kjörmenn fyrir ríkin í stað þeirra réttkjörnu með vísan til stoðlausra samsæriskenninga um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað Trump endurkjör. Mike Pence, varaforseti Trump, átti svo að hafna því að staðfesta kosningaúrslitin á fundi beggja deild þingsins 6. janúar, í ljósi þess að sum ríki hefðu sent fleiri en einn lista af kjörmönnum. Þannig yrði Trump tryggð áframhaldandi seta á forsetastóli jafnvel þó að kjósendur hefðu hafnað honum. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Lögðu hald á síma kosningalögmanns Trump Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar FBI lögðu hald á farsíma lögmanns Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta í síðustu viku. Lögmaðurinn var framarlega í flokki þeirra sem héldu á lofti stoðlausum samsæriskenningum um kosningasvik og reyndi að fá repúblikana til að koma í veg fyrir að Joe Biden yrði forseti. 28. júní 2022 10:24 Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Sjá meira
Ekki stóð til að nefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið 6. janúar í fyrra hittist aftur fyrr en eftir þjóðhátíðardaginn 4. júlí. Skyndilega var þó boðað til opins fundar sem fer fram síðar í dag en ekkert kom fram um hvert tilefnið væri annað en að nýjar upplýsingar hefðu komið fram. AP-fréttastofan segir að á fundinum beri Cassidy Hutchinson, hátt settur ráðgjafi í Hvíta húsi Trump, vitni. Hún hafi sagt nefndinni í viðtali á bak við luktar dyr að hún hefði séð Mark Meadows, skrifstofustjóra Hvíta hússins, brenna skjöl eftir að hann fundaði með Scott Perry, fulltrúadeildarþingmanni repúblikana frá Pennsylvaníu. Perry þessi var einn nokkura þingmanna repúblikana sem tóku þátt í tilraunum Trump og ráðgjafa hans til að snúa við úrslitum forsetakosninganna. Hutchinson er sögð hafa afhent nefndinni ýmis konar gögn og gefið nokkrar skýrlur á bak við luktar dyr. Hún sagðist hafa setið nokkra fundi í Hvíta húsi um hvernig hægt væri að hnekkja úrslitum kosninganna sem Trump tapaði, þar á meðal með nokkrum þingmönnum Repúblikanaflokksins. Ekki er ljóst hvað nefndin vill ræða við Hutchinson í dag eða hvers vegna svo mikil leynd hefur verið í kringum fundarboðið. Heimildarmenn Washington Post segja að leyndin sé að hluta til vegna trúverðugra hótana í garð vitnisins. Önnur vitni, þar á meðal ráðherrar og embættismenn í stjórn Trump, hafa dregið upp mynd af því hvernig forsetinn og ráðgjafar hans brugguðu ráð um að snúa við úrslitum kosninganna svo að hann gæti setið áfram í embætti. Vildu þeir að repúblikanar í einstökum ríkjum samþykktu falska kjörmenn fyrir ríkin í stað þeirra réttkjörnu með vísan til stoðlausra samsæriskenninga um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað Trump endurkjör. Mike Pence, varaforseti Trump, átti svo að hafna því að staðfesta kosningaúrslitin á fundi beggja deild þingsins 6. janúar, í ljósi þess að sum ríki hefðu sent fleiri en einn lista af kjörmönnum. Þannig yrði Trump tryggð áframhaldandi seta á forsetastóli jafnvel þó að kjósendur hefðu hafnað honum.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Lögðu hald á síma kosningalögmanns Trump Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar FBI lögðu hald á farsíma lögmanns Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta í síðustu viku. Lögmaðurinn var framarlega í flokki þeirra sem héldu á lofti stoðlausum samsæriskenningum um kosningasvik og reyndi að fá repúblikana til að koma í veg fyrir að Joe Biden yrði forseti. 28. júní 2022 10:24 Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Sjá meira
Lögðu hald á síma kosningalögmanns Trump Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar FBI lögðu hald á farsíma lögmanns Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta í síðustu viku. Lögmaðurinn var framarlega í flokki þeirra sem héldu á lofti stoðlausum samsæriskenningum um kosningasvik og reyndi að fá repúblikana til að koma í veg fyrir að Joe Biden yrði forseti. 28. júní 2022 10:24
Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20