Fær ekki líftryggingu eftir að hafa leitað sér hjálpar vegna þunglyndis Árni Sæberg skrifar 21. júní 2022 16:46 TM og VÍS neituðu Stefáni um líftryggingu einfaldlega vegna þess að hann er þunglyndur. Aðsend/Vísir Stefán Árnason hefur fengið synjun á umsókn um líftryggingu frá tveimur vátryggingafélögum. Þau hafa synjað umsóknum hans af þeim ástæðum einum að hann sé þunglyndur og hafi leitað sér hjálpar vegna þess. „TM líftryggingar hf. hefur haft umsókn þína um líf- og sjúkdómatryggingu til skoðunar. Það er niðurstaða áhættumats félagsins að það verður því miður að synja henni vegna nýlegra geðrænna vandamála,“ „Vegna þunglyndis er VÍS því miður ekki reiðubúið að samþykkja tryggingarnar að svo stöddu, og hafnar því tryggingunum á grundvelli 82.gr. vátryggingalaga nr. 30/2004,“ Þetta eru svörin sem Stefáni hafa borist eftir að hafa sótt um líftryggingar hjá TM og VÍS, en hann vakti athygli á málinu í innsendri skoðanagrein hér á Vísi. Í samtali við Vísi segist Stefán líftryggður en að hann vilji nú bæta við trygginguna til að endurspegla betur núverandi stöðu hans hvað varðar tekjur hans og skuldbindingar. Hann segist hafa sett sig í samband við tryggingafélögin og reynt að bjóðast til að greiða hærri iðgjöld fyrir líftryggingu eða samþykkja að settur verði fyrirvari í vátryggingarsamning svo hann gildi ekki um atvik tengdum andlegum veikindum. „Ég hef bara ekki fengið frekari útlistun á þessari neitun,“ segir hann. Enn furðulegra að Sjúkratryggingar taki ekki þátt í sálfræðikostnaði „En svo er stærra mál í þessu að það sé ekki búið að setja þennan málaflokk inn í sjúkratryggingarnar,“ segir Stefán í samtali við Vísi. Árið 2020 var frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um breytingu á lögum um sjúkratryggingar, á þá leið að sjúkratryggingar taki til nauðsynlegrar sálfræðimeðferðar, samþykkt og tóku nýju lögin gildi árið 2021. Enn bólar ekkert á þátttöku Sjúkratrygginga Íslands í kostnaði fólks vegna sálfræðiþjónustu. „Það var skrifað undir eitthvað árið 2021 en við erum komin ansi langt frá þeim tíma,“ segir Stefán. „Nú þurfum við sem þjóð, ráðamenn, mæður, feður, systur, bræður, frænkur, frændur, vinir og nágrannar að snúa bökum saman, taka utan um hvert annað og tryggja aðgengi að öflugri geðheilbrigðisþjónustu þar sem kostnaður við sálfræðiþjónustu og biðtími er ekki steinn í vegi í átt að bata,“ segir Stefán í greininni. Þá segir hann einnig að einkarekin tryggingafélög mættu endurskoða sína gróðastarfsemi og sýna af sér smá vott af mannleika og taka þátt í verkefninu með okkur. Tryggingar Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
„TM líftryggingar hf. hefur haft umsókn þína um líf- og sjúkdómatryggingu til skoðunar. Það er niðurstaða áhættumats félagsins að það verður því miður að synja henni vegna nýlegra geðrænna vandamála,“ „Vegna þunglyndis er VÍS því miður ekki reiðubúið að samþykkja tryggingarnar að svo stöddu, og hafnar því tryggingunum á grundvelli 82.gr. vátryggingalaga nr. 30/2004,“ Þetta eru svörin sem Stefáni hafa borist eftir að hafa sótt um líftryggingar hjá TM og VÍS, en hann vakti athygli á málinu í innsendri skoðanagrein hér á Vísi. Í samtali við Vísi segist Stefán líftryggður en að hann vilji nú bæta við trygginguna til að endurspegla betur núverandi stöðu hans hvað varðar tekjur hans og skuldbindingar. Hann segist hafa sett sig í samband við tryggingafélögin og reynt að bjóðast til að greiða hærri iðgjöld fyrir líftryggingu eða samþykkja að settur verði fyrirvari í vátryggingarsamning svo hann gildi ekki um atvik tengdum andlegum veikindum. „Ég hef bara ekki fengið frekari útlistun á þessari neitun,“ segir hann. Enn furðulegra að Sjúkratryggingar taki ekki þátt í sálfræðikostnaði „En svo er stærra mál í þessu að það sé ekki búið að setja þennan málaflokk inn í sjúkratryggingarnar,“ segir Stefán í samtali við Vísi. Árið 2020 var frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um breytingu á lögum um sjúkratryggingar, á þá leið að sjúkratryggingar taki til nauðsynlegrar sálfræðimeðferðar, samþykkt og tóku nýju lögin gildi árið 2021. Enn bólar ekkert á þátttöku Sjúkratrygginga Íslands í kostnaði fólks vegna sálfræðiþjónustu. „Það var skrifað undir eitthvað árið 2021 en við erum komin ansi langt frá þeim tíma,“ segir Stefán. „Nú þurfum við sem þjóð, ráðamenn, mæður, feður, systur, bræður, frænkur, frændur, vinir og nágrannar að snúa bökum saman, taka utan um hvert annað og tryggja aðgengi að öflugri geðheilbrigðisþjónustu þar sem kostnaður við sálfræðiþjónustu og biðtími er ekki steinn í vegi í átt að bata,“ segir Stefán í greininni. Þá segir hann einnig að einkarekin tryggingafélög mættu endurskoða sína gróðastarfsemi og sýna af sér smá vott af mannleika og taka þátt í verkefninu með okkur.
Tryggingar Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira