Tveir látnir eftir skotárás í pálínuboði eldri borgara Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júní 2022 14:34 Tveir létust og einn særðist í árásinni. AP Photo/Butch Dill Minnst tveir eru látnir og einn alvarlega særður eftir að karlmaður skaut fólk á færi í pálínuboði í úthverfakirkju í Alabama í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Maðurinn hefur verið handtekinn og færður til yfirheyrslu. Viðbragðsaðilar fengu tilkynningu um klukkan 18:20 að staðartíma í gærkvöldi vegna árásarmannsins í Saint Stephen's Episcopal kirkjunni í Birmingham úthverfinu í Vestavia Hills. Grunaður árásarmaður var handtekinn stuttu síðar og sá sem særðist færður á spítala til læknisaðstoðar. Lögregla vildi hvorki nafngreina fórnarlömbin né árásarmanninn og vildi heldur ekki greina nánar frá atburðum kvöldsins. Lögreglumenn frá ýmsum alríkisstofnunum voru mættir á vettvang.AP Photo/Butch Dill Samkvæmt tilkynningu frá kirkjunni var pálínuboðið sérstaklega fyrir eldri borgara og fór fram inni í kirkjunni. Prestur kirkjunnar, Séra John Burruss, skrifaði þetta á Facebook-síðu kirkjunnar þar sem hann tók fram að hann væri sjálfur staddur í Grikklandi í pílagrímagöngu með safnaðarmeðlimum en væri að reyna að komast aftur heim til Alabama eins fljótt og hann gæti. Aðeins einn mánuður er liðinn síðan skotárás var síðast gerð á kirkju í Bandaríkjunum en í þeirri árás lést einn og fimm særðust. Sú árás var gerð á taívanska kirkju í Suður-Kaliforníu. Samkvæmt frétt AP um málið var mikill viðbúnaður á vettvangi í Vestaviu Hills í allt gærkvöld og langt fram á nótt. Búið var að girða vettvanginn af með gulu lögregluteipi. Bandaríska alríkislögreglan FBI, Alríkislögreglumenn á vegum dómsmálaráðuneytisins og fulltrúar frá Áfengis-, skotvopna-, tóbaks- og sprengiefnalögreglu Bandaríkjanna voru á staðnum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Komust að samkomulagi um herta byssulöggjöf Hópur öldungadeildarþingmanna úr báðum flokkum Bandaríkjaþings hafa komist að samkomulagi um drög að nýju frumvarpi varðandi byssueign. Enn á eftir að skrifa frumvarpið en líklegt þykir að stuðningur sé við samkomulagið í öldungadeildinni. 12. júní 2022 15:52 Kennari í Uvalde segir lögreglumenn „raggeitur“ Lögreglumenn sem biðu í klukkustund áður en þeir létu loks til skarar skríða á meðan byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara í bænum Uvalde í Texas eru „raggeitur“, að sögn kennara sem særðist í árásinni. Hann segist aldrei geta fyrirgefið lögreglunni. 8. júní 2022 12:30 Telja sig nær því en áður að ná saman um viðbrögð við skotárásum Þverpólitískur hópur öldungadeildarþingmanna á Bandaríkjaþingi sem vinnur að tillögum til að bregðast við mannskæðum skotárásum síðustu vikna telur sig nú hafa meiri meðbyr en eftir fyrri slíka harmleiki. Hugmyndirnar sem eru til umræðu gagna mun skemur en Joe Biden forseti kallaði eftir á dögunum. 6. júní 2022 12:16 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Viðbragðsaðilar fengu tilkynningu um klukkan 18:20 að staðartíma í gærkvöldi vegna árásarmannsins í Saint Stephen's Episcopal kirkjunni í Birmingham úthverfinu í Vestavia Hills. Grunaður árásarmaður var handtekinn stuttu síðar og sá sem særðist færður á spítala til læknisaðstoðar. Lögregla vildi hvorki nafngreina fórnarlömbin né árásarmanninn og vildi heldur ekki greina nánar frá atburðum kvöldsins. Lögreglumenn frá ýmsum alríkisstofnunum voru mættir á vettvang.AP Photo/Butch Dill Samkvæmt tilkynningu frá kirkjunni var pálínuboðið sérstaklega fyrir eldri borgara og fór fram inni í kirkjunni. Prestur kirkjunnar, Séra John Burruss, skrifaði þetta á Facebook-síðu kirkjunnar þar sem hann tók fram að hann væri sjálfur staddur í Grikklandi í pílagrímagöngu með safnaðarmeðlimum en væri að reyna að komast aftur heim til Alabama eins fljótt og hann gæti. Aðeins einn mánuður er liðinn síðan skotárás var síðast gerð á kirkju í Bandaríkjunum en í þeirri árás lést einn og fimm særðust. Sú árás var gerð á taívanska kirkju í Suður-Kaliforníu. Samkvæmt frétt AP um málið var mikill viðbúnaður á vettvangi í Vestaviu Hills í allt gærkvöld og langt fram á nótt. Búið var að girða vettvanginn af með gulu lögregluteipi. Bandaríska alríkislögreglan FBI, Alríkislögreglumenn á vegum dómsmálaráðuneytisins og fulltrúar frá Áfengis-, skotvopna-, tóbaks- og sprengiefnalögreglu Bandaríkjanna voru á staðnum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Komust að samkomulagi um herta byssulöggjöf Hópur öldungadeildarþingmanna úr báðum flokkum Bandaríkjaþings hafa komist að samkomulagi um drög að nýju frumvarpi varðandi byssueign. Enn á eftir að skrifa frumvarpið en líklegt þykir að stuðningur sé við samkomulagið í öldungadeildinni. 12. júní 2022 15:52 Kennari í Uvalde segir lögreglumenn „raggeitur“ Lögreglumenn sem biðu í klukkustund áður en þeir létu loks til skarar skríða á meðan byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara í bænum Uvalde í Texas eru „raggeitur“, að sögn kennara sem særðist í árásinni. Hann segist aldrei geta fyrirgefið lögreglunni. 8. júní 2022 12:30 Telja sig nær því en áður að ná saman um viðbrögð við skotárásum Þverpólitískur hópur öldungadeildarþingmanna á Bandaríkjaþingi sem vinnur að tillögum til að bregðast við mannskæðum skotárásum síðustu vikna telur sig nú hafa meiri meðbyr en eftir fyrri slíka harmleiki. Hugmyndirnar sem eru til umræðu gagna mun skemur en Joe Biden forseti kallaði eftir á dögunum. 6. júní 2022 12:16 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Komust að samkomulagi um herta byssulöggjöf Hópur öldungadeildarþingmanna úr báðum flokkum Bandaríkjaþings hafa komist að samkomulagi um drög að nýju frumvarpi varðandi byssueign. Enn á eftir að skrifa frumvarpið en líklegt þykir að stuðningur sé við samkomulagið í öldungadeildinni. 12. júní 2022 15:52
Kennari í Uvalde segir lögreglumenn „raggeitur“ Lögreglumenn sem biðu í klukkustund áður en þeir létu loks til skarar skríða á meðan byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara í bænum Uvalde í Texas eru „raggeitur“, að sögn kennara sem særðist í árásinni. Hann segist aldrei geta fyrirgefið lögreglunni. 8. júní 2022 12:30
Telja sig nær því en áður að ná saman um viðbrögð við skotárásum Þverpólitískur hópur öldungadeildarþingmanna á Bandaríkjaþingi sem vinnur að tillögum til að bregðast við mannskæðum skotárásum síðustu vikna telur sig nú hafa meiri meðbyr en eftir fyrri slíka harmleiki. Hugmyndirnar sem eru til umræðu gagna mun skemur en Joe Biden forseti kallaði eftir á dögunum. 6. júní 2022 12:16