Tveir látnir eftir skotárás í pálínuboði eldri borgara Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júní 2022 14:34 Tveir létust og einn særðist í árásinni. AP Photo/Butch Dill Minnst tveir eru látnir og einn alvarlega særður eftir að karlmaður skaut fólk á færi í pálínuboði í úthverfakirkju í Alabama í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Maðurinn hefur verið handtekinn og færður til yfirheyrslu. Viðbragðsaðilar fengu tilkynningu um klukkan 18:20 að staðartíma í gærkvöldi vegna árásarmannsins í Saint Stephen's Episcopal kirkjunni í Birmingham úthverfinu í Vestavia Hills. Grunaður árásarmaður var handtekinn stuttu síðar og sá sem særðist færður á spítala til læknisaðstoðar. Lögregla vildi hvorki nafngreina fórnarlömbin né árásarmanninn og vildi heldur ekki greina nánar frá atburðum kvöldsins. Lögreglumenn frá ýmsum alríkisstofnunum voru mættir á vettvang.AP Photo/Butch Dill Samkvæmt tilkynningu frá kirkjunni var pálínuboðið sérstaklega fyrir eldri borgara og fór fram inni í kirkjunni. Prestur kirkjunnar, Séra John Burruss, skrifaði þetta á Facebook-síðu kirkjunnar þar sem hann tók fram að hann væri sjálfur staddur í Grikklandi í pílagrímagöngu með safnaðarmeðlimum en væri að reyna að komast aftur heim til Alabama eins fljótt og hann gæti. Aðeins einn mánuður er liðinn síðan skotárás var síðast gerð á kirkju í Bandaríkjunum en í þeirri árás lést einn og fimm særðust. Sú árás var gerð á taívanska kirkju í Suður-Kaliforníu. Samkvæmt frétt AP um málið var mikill viðbúnaður á vettvangi í Vestaviu Hills í allt gærkvöld og langt fram á nótt. Búið var að girða vettvanginn af með gulu lögregluteipi. Bandaríska alríkislögreglan FBI, Alríkislögreglumenn á vegum dómsmálaráðuneytisins og fulltrúar frá Áfengis-, skotvopna-, tóbaks- og sprengiefnalögreglu Bandaríkjanna voru á staðnum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Komust að samkomulagi um herta byssulöggjöf Hópur öldungadeildarþingmanna úr báðum flokkum Bandaríkjaþings hafa komist að samkomulagi um drög að nýju frumvarpi varðandi byssueign. Enn á eftir að skrifa frumvarpið en líklegt þykir að stuðningur sé við samkomulagið í öldungadeildinni. 12. júní 2022 15:52 Kennari í Uvalde segir lögreglumenn „raggeitur“ Lögreglumenn sem biðu í klukkustund áður en þeir létu loks til skarar skríða á meðan byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara í bænum Uvalde í Texas eru „raggeitur“, að sögn kennara sem særðist í árásinni. Hann segist aldrei geta fyrirgefið lögreglunni. 8. júní 2022 12:30 Telja sig nær því en áður að ná saman um viðbrögð við skotárásum Þverpólitískur hópur öldungadeildarþingmanna á Bandaríkjaþingi sem vinnur að tillögum til að bregðast við mannskæðum skotárásum síðustu vikna telur sig nú hafa meiri meðbyr en eftir fyrri slíka harmleiki. Hugmyndirnar sem eru til umræðu gagna mun skemur en Joe Biden forseti kallaði eftir á dögunum. 6. júní 2022 12:16 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Viðbragðsaðilar fengu tilkynningu um klukkan 18:20 að staðartíma í gærkvöldi vegna árásarmannsins í Saint Stephen's Episcopal kirkjunni í Birmingham úthverfinu í Vestavia Hills. Grunaður árásarmaður var handtekinn stuttu síðar og sá sem særðist færður á spítala til læknisaðstoðar. Lögregla vildi hvorki nafngreina fórnarlömbin né árásarmanninn og vildi heldur ekki greina nánar frá atburðum kvöldsins. Lögreglumenn frá ýmsum alríkisstofnunum voru mættir á vettvang.AP Photo/Butch Dill Samkvæmt tilkynningu frá kirkjunni var pálínuboðið sérstaklega fyrir eldri borgara og fór fram inni í kirkjunni. Prestur kirkjunnar, Séra John Burruss, skrifaði þetta á Facebook-síðu kirkjunnar þar sem hann tók fram að hann væri sjálfur staddur í Grikklandi í pílagrímagöngu með safnaðarmeðlimum en væri að reyna að komast aftur heim til Alabama eins fljótt og hann gæti. Aðeins einn mánuður er liðinn síðan skotárás var síðast gerð á kirkju í Bandaríkjunum en í þeirri árás lést einn og fimm særðust. Sú árás var gerð á taívanska kirkju í Suður-Kaliforníu. Samkvæmt frétt AP um málið var mikill viðbúnaður á vettvangi í Vestaviu Hills í allt gærkvöld og langt fram á nótt. Búið var að girða vettvanginn af með gulu lögregluteipi. Bandaríska alríkislögreglan FBI, Alríkislögreglumenn á vegum dómsmálaráðuneytisins og fulltrúar frá Áfengis-, skotvopna-, tóbaks- og sprengiefnalögreglu Bandaríkjanna voru á staðnum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Komust að samkomulagi um herta byssulöggjöf Hópur öldungadeildarþingmanna úr báðum flokkum Bandaríkjaþings hafa komist að samkomulagi um drög að nýju frumvarpi varðandi byssueign. Enn á eftir að skrifa frumvarpið en líklegt þykir að stuðningur sé við samkomulagið í öldungadeildinni. 12. júní 2022 15:52 Kennari í Uvalde segir lögreglumenn „raggeitur“ Lögreglumenn sem biðu í klukkustund áður en þeir létu loks til skarar skríða á meðan byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara í bænum Uvalde í Texas eru „raggeitur“, að sögn kennara sem særðist í árásinni. Hann segist aldrei geta fyrirgefið lögreglunni. 8. júní 2022 12:30 Telja sig nær því en áður að ná saman um viðbrögð við skotárásum Þverpólitískur hópur öldungadeildarþingmanna á Bandaríkjaþingi sem vinnur að tillögum til að bregðast við mannskæðum skotárásum síðustu vikna telur sig nú hafa meiri meðbyr en eftir fyrri slíka harmleiki. Hugmyndirnar sem eru til umræðu gagna mun skemur en Joe Biden forseti kallaði eftir á dögunum. 6. júní 2022 12:16 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Komust að samkomulagi um herta byssulöggjöf Hópur öldungadeildarþingmanna úr báðum flokkum Bandaríkjaþings hafa komist að samkomulagi um drög að nýju frumvarpi varðandi byssueign. Enn á eftir að skrifa frumvarpið en líklegt þykir að stuðningur sé við samkomulagið í öldungadeildinni. 12. júní 2022 15:52
Kennari í Uvalde segir lögreglumenn „raggeitur“ Lögreglumenn sem biðu í klukkustund áður en þeir létu loks til skarar skríða á meðan byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara í bænum Uvalde í Texas eru „raggeitur“, að sögn kennara sem særðist í árásinni. Hann segist aldrei geta fyrirgefið lögreglunni. 8. júní 2022 12:30
Telja sig nær því en áður að ná saman um viðbrögð við skotárásum Þverpólitískur hópur öldungadeildarþingmanna á Bandaríkjaþingi sem vinnur að tillögum til að bregðast við mannskæðum skotárásum síðustu vikna telur sig nú hafa meiri meðbyr en eftir fyrri slíka harmleiki. Hugmyndirnar sem eru til umræðu gagna mun skemur en Joe Biden forseti kallaði eftir á dögunum. 6. júní 2022 12:16