Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024 Atli Ísleifsson og Magnús Jochum Pálsson skrifa 6. júní 2022 15:10 Frá blaðamannafundinum í Elliðaárdalnum í dag. Vísir/Vésteinn Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár. Þetta kom fram á blaðamannafundi við stöðvarstjórahúsið í Elliðaárdal klukkan 15 í dag þar sem nýr meirihluti var kynntur. Það voru oddvitar flokkanna, Dagur B. Eggertsson, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Einar Þorsteinsson sem kynntu samstarfssáttmálann sem flokkarnir hafa gert með sér fyrir komandi kjörtímabil. Þórdís Lóa verður forseti borgarstjórnar, Dóra Björt mun fara fyrir stækkuðu umhverfis- og skipulagsráði og Einar mun leiða borgarráð til að byrja með en tekur svo við borgarstjórastólnum í byrjun árs 2024. Dagur mun áfram gegna embætti borgarstjóra til ársloka 2023 og mun þá taka við sem formaður borgarráðs. Áframhaldandi velferð og aukin uppbygging í húsnæðismálum Um meirihlutann sagði Einar að hann hafi verið eini raunhæfi möguleikinn. Hér hafi verið fjórir ólíkir flokkar með ólíkar stefnur í mörgum málum en þó með sameiginlega sýn í mörgum öðrum málum. Kosningabaráttan hafi hins vegar leitt í ljós kröfu um breytingar í húsnæðismálum, samgöngumálum og ýmsum velferðarmálum. „Og ég held að það sé óhætt að segja að við náðum mjög vel saman utan um þessi mál í okkar viðræðum. Og er þakklátur fyrir það að við vorum öll lausnamiðuð, samstarfsfús og mjög einbeitt í því að ná saman texta sem tryggir áframhaldandi vegferð í borginni, velferð og aukna uppbyggingu í húsnæðismálum.“ Það sé meirihlutasáttmálinn, sem telur 33 síður, en á fyrstu síðum hans er farið yfir fyrstu breytingarnar sem á að ráðast í. Einar Þorsteinsson fær borgarstjórastólinn í 30 mánuðiVísir/Ragnar Áhersla á lofstlagsmál og græna þróun Dóra Björt tók til máls á eftir Einari. Hún sagði að áherslur Píratar endurspegluðust vel í loftslagsmálunum sem væru leiðarljós í meirihlutasáttmálanum. Hún sagði það birtast í því að umhverfismál væru tekin aftur inn í skipulagsmálin með sameiginlegu ráði umhverfis- og skipulagsmála. Hún mun sjálf fara fyrir því. Þórdís Lóa var þriðja í röðinni og talaði um að í sáttmálanum ætti sérstaklega að taka utan um atvinnu- og nýsköpunarmál, tryggja uppbyggingu atvinnumála og fyrirtækja í borginni. Þá væri verið að taka sérstaklega vel utan um loftslagsmálin og græna þróun. Dagur borgarstjóri til ársloka 2023 og þá taki Einar við Dagur borgarstjóri tók síðastur til máls. Hann sagði ótrúlega góðan anda hafa verið í viðræðum um nýjan meirihluta og þetta væri meirihlutasamstarf um að þróa borgina áfram og í græna átt. Hér væri sameiginlega verið að svara kalli um að fara í mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar, ekki síst í húsnæðismálum en einnig í samgöngumálum með uppbyggingu Borgarlínu og Sundabrautar. Fulltrúar meirihlutans ánægðir að fundi loknum. Meirihlutinn hafi ekki bara unnið að sáttmálanum í meirihlutaviðræðunum heldur líka skipt með sér verkum. Dóra Björt muni fara fyrir stækkuðu skipulagsráði sem verði að umhverfis- og skipulagsráði. Þá verði Þórdís Lóa forseti borgarstjórnar og þangað inn fari atvinnumál. Til að byrja með verði Einar formaður borgarráðs en verði borgarstjóri í upphafi árs 2024. Dagur sjálfur verður þá áfram í borgarstjórastólnum fyrstu átján mánuðina og mun að því loknu taka við stöðu formanns borgarráðs. Tengd skjöl Meirihlutasáttmáli_6PDF8.3MBSækja skjal Borgarstjórn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Píratar Reykjavík Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Þetta kom fram á blaðamannafundi við stöðvarstjórahúsið í Elliðaárdal klukkan 15 í dag þar sem nýr meirihluti var kynntur. Það voru oddvitar flokkanna, Dagur B. Eggertsson, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Einar Þorsteinsson sem kynntu samstarfssáttmálann sem flokkarnir hafa gert með sér fyrir komandi kjörtímabil. Þórdís Lóa verður forseti borgarstjórnar, Dóra Björt mun fara fyrir stækkuðu umhverfis- og skipulagsráði og Einar mun leiða borgarráð til að byrja með en tekur svo við borgarstjórastólnum í byrjun árs 2024. Dagur mun áfram gegna embætti borgarstjóra til ársloka 2023 og mun þá taka við sem formaður borgarráðs. Áframhaldandi velferð og aukin uppbygging í húsnæðismálum Um meirihlutann sagði Einar að hann hafi verið eini raunhæfi möguleikinn. Hér hafi verið fjórir ólíkir flokkar með ólíkar stefnur í mörgum málum en þó með sameiginlega sýn í mörgum öðrum málum. Kosningabaráttan hafi hins vegar leitt í ljós kröfu um breytingar í húsnæðismálum, samgöngumálum og ýmsum velferðarmálum. „Og ég held að það sé óhætt að segja að við náðum mjög vel saman utan um þessi mál í okkar viðræðum. Og er þakklátur fyrir það að við vorum öll lausnamiðuð, samstarfsfús og mjög einbeitt í því að ná saman texta sem tryggir áframhaldandi vegferð í borginni, velferð og aukna uppbyggingu í húsnæðismálum.“ Það sé meirihlutasáttmálinn, sem telur 33 síður, en á fyrstu síðum hans er farið yfir fyrstu breytingarnar sem á að ráðast í. Einar Þorsteinsson fær borgarstjórastólinn í 30 mánuðiVísir/Ragnar Áhersla á lofstlagsmál og græna þróun Dóra Björt tók til máls á eftir Einari. Hún sagði að áherslur Píratar endurspegluðust vel í loftslagsmálunum sem væru leiðarljós í meirihlutasáttmálanum. Hún sagði það birtast í því að umhverfismál væru tekin aftur inn í skipulagsmálin með sameiginlegu ráði umhverfis- og skipulagsmála. Hún mun sjálf fara fyrir því. Þórdís Lóa var þriðja í röðinni og talaði um að í sáttmálanum ætti sérstaklega að taka utan um atvinnu- og nýsköpunarmál, tryggja uppbyggingu atvinnumála og fyrirtækja í borginni. Þá væri verið að taka sérstaklega vel utan um loftslagsmálin og græna þróun. Dagur borgarstjóri til ársloka 2023 og þá taki Einar við Dagur borgarstjóri tók síðastur til máls. Hann sagði ótrúlega góðan anda hafa verið í viðræðum um nýjan meirihluta og þetta væri meirihlutasamstarf um að þróa borgina áfram og í græna átt. Hér væri sameiginlega verið að svara kalli um að fara í mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar, ekki síst í húsnæðismálum en einnig í samgöngumálum með uppbyggingu Borgarlínu og Sundabrautar. Fulltrúar meirihlutans ánægðir að fundi loknum. Meirihlutinn hafi ekki bara unnið að sáttmálanum í meirihlutaviðræðunum heldur líka skipt með sér verkum. Dóra Björt muni fara fyrir stækkuðu skipulagsráði sem verði að umhverfis- og skipulagsráði. Þá verði Þórdís Lóa forseti borgarstjórnar og þangað inn fari atvinnumál. Til að byrja með verði Einar formaður borgarráðs en verði borgarstjóri í upphafi árs 2024. Dagur sjálfur verður þá áfram í borgarstjórastólnum fyrstu átján mánuðina og mun að því loknu taka við stöðu formanns borgarráðs. Tengd skjöl Meirihlutasáttmáli_6PDF8.3MBSækja skjal
Borgarstjórn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Píratar Reykjavík Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira