Tár féllu á síðasta borgarstjórnarfundi en Vigdís sér ekki eftir neinu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. maí 2022 20:11 Öll eiga þessi fjögur það sameiginlegt að verða mun minna inni í Ráðhúsinu næstu fjögur árin en þau hafa verið síðustu fjögur ár. vísir Síðasti borgarstjórnarfundur kjörtímabilsins sem er að líða fór fram í dag. Og síðasti fundur í borgarstjórn þýðir auðvitað síðasti dagurinn í vinnunni fyrir þá borgarfulltrúa sem voru ekki kosnir inn í síðustu kosningum. Þetta getur verið tilfinningaþrungin stund eins og sást á Diljá Ámundadóttur, varaborgarfulltrúa Viðreisnar, sem felldi tár í síðustu ræðu sinni í borgarstjórn. Við litum við á síðasta fund kjörtímabilsins og ræddum sérstaklega við fráfarandi borgarfulltrúa sem munu ýmist halda áfram í pólitíkinni af hliðarlínunni eða sjá ekki fyrir sér að taka nokkurn tíma aftur þátt í pólitíkinni. Gengur frjáls út í sumarið á meðan aðrir sitja fastir á fundum Þannig er til dæmis með Vigdísi Hauksdóttur, sem var oddviti Miðflokksins á kjörtímabilinu. Hún sér fyrir sér að sínum pólitíska ferli sé lokið: „Því reikna ég nú frekar með get ég sagt þér. Ég er búin að vera 12 ár í almannaþjónustu sem kjörinn fulltrúi. Og það er bara nokkuð langur tími í lífi manns,“ segir Vigdís. Vigdís Hauksdóttir kveður borgarpólitíkina sátt með bros á vör.vísir/egill Vigdís segist nokkuð fegin að losna úr borgarpólitíkinni. Hún hafi séð það fyrir að Dagur B. Eggertsson, núverandi borgarstjóri, næði með einhverjum leiðum að mynda næsta meirihluta þrátt fyrir að síðustu tveir meirihlutar sem hann hafi leitt hafi fallið. Það hafi verið ein af ástæðunum fyrir því að hún hafi ákveðið að gefa ekki kost á sér aftur fyrir Miðflokkinn í kosningunum. „Nú geng ég frí og frjáls út í sumarið á meðan aðrir þurfa að sitja hér inni í fjögur ár,“ segir hún brosandi. En hvað tekur við hjá Vigdísi? „Ég veit það ekki. Framtíðin! Það er það eina sem ég veit.“ Spurð af hverju hún væri stoltust af á sínum ferli í borgarstjórn nefnir hún ýmsa hluti. Til dæmis segist hún hafa upplýst um fjármálaóreiðu sem hafi viðgengist í borginni um árabil. Er eitthvað sem þú sérð eftir? „Nei, ekki neitt. Ég bara tók þetta með stæl eins og mér er líkt og ég sé ekki eftir neinu.“ Fer betur yfir mistökin síðar í ævisögunni Pawel Bartoszek tapaði sæti sínu fyrir Viðreisn í kosningunum en sest nú á varamannabekkinn og stekkur inn á fundi á næsta kjörtímabili sem varaborgarfulltrúi þegar þarf. Hann segist finna fyrir blendnum tilfinningum við þessi vatnaskil: „En kannski fyrst og fremst bara þakklæti fyrir að hafa fengið að gegna þessu ótrúlega mikilvæga starfi sem borgarfulltrúahlutverkið er,“ segir Pawel. Pawel þykir ekki tímabært að segja til um hvort hann sjái eftir einhverjum af sínum verkum í borgarstjórn.vísir/egill En hvað stendur upp úr hjá Pawel eftir kjörtímabil hans í meirihluta í borgarstjórn? „Þetta voru náttúrulega ótrúlega viðburðarík fjögur ár. Kannski þessi mikla uppbygging sem hefur átt sér stað í Reykjavík. Þetta hefur verið metár og við höfum hlaupið mjög hratt til að láta það gerast,“ segir hann. En er eitthvað sem hann sér eftir á borgarstjórnarferlinum? „Ég held það sé of snemmt að byrja að tala um það. Ég er nú ekki hættur í stjórnmálum og ætla, eins og ég segi, að sinna varaborgarfulltrúahlutverki af alúð og alefli. Þannig að það verður að vera komið seinna í ævisöguna til að það sé hægt að gera það upp með heildstæðum hætti,“ segir Pawel. Aldrei segja aldrei Eyþór Arnalds, fráfarandi oddviti Sjálfstæðisflokksins, kveður borgarpólitíkina sáttur og sæll og snýr sér aftur að viðskiptum og tónlist. Eyþór hlakkar til að fá aftur að tengjast sínu heitt elskaða sellói sterkari böndum.vísir/egill „Það er náttúrulega yndislegt að tengjast aftur við sellóið og Todmobile og Tappa Tíkarass,“ segir Eyþór sem spilaði á selló í þeim hljómsveitum. Hvað finnst Eyþóri standa upp úr eftir kjörtímabilið? „Ég held að það sé fólkið. Það lifir með manni og svo íbúarnir að hafa heyrt þeirra sjónarmið. Það líður manni vel með líka.“ Eitthvað sem þú sérð eftir? „Maður á ekkert að sjá eftir... Ég held að ég eigi bara eftir að sjá eftir þessu húsi sem góðri minningu,“ segir Eyþór. Hann útilokar ekki endurkomu í pólitík í framtíðinni: „Maður á aldrei að segja aldrei en nú er bara aðalmálið að sinna því vel hverju sinni sem maður tekur sér fyrir hendur og vona að öðrum gangi vel.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Viðreisn Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Þetta getur verið tilfinningaþrungin stund eins og sást á Diljá Ámundadóttur, varaborgarfulltrúa Viðreisnar, sem felldi tár í síðustu ræðu sinni í borgarstjórn. Við litum við á síðasta fund kjörtímabilsins og ræddum sérstaklega við fráfarandi borgarfulltrúa sem munu ýmist halda áfram í pólitíkinni af hliðarlínunni eða sjá ekki fyrir sér að taka nokkurn tíma aftur þátt í pólitíkinni. Gengur frjáls út í sumarið á meðan aðrir sitja fastir á fundum Þannig er til dæmis með Vigdísi Hauksdóttur, sem var oddviti Miðflokksins á kjörtímabilinu. Hún sér fyrir sér að sínum pólitíska ferli sé lokið: „Því reikna ég nú frekar með get ég sagt þér. Ég er búin að vera 12 ár í almannaþjónustu sem kjörinn fulltrúi. Og það er bara nokkuð langur tími í lífi manns,“ segir Vigdís. Vigdís Hauksdóttir kveður borgarpólitíkina sátt með bros á vör.vísir/egill Vigdís segist nokkuð fegin að losna úr borgarpólitíkinni. Hún hafi séð það fyrir að Dagur B. Eggertsson, núverandi borgarstjóri, næði með einhverjum leiðum að mynda næsta meirihluta þrátt fyrir að síðustu tveir meirihlutar sem hann hafi leitt hafi fallið. Það hafi verið ein af ástæðunum fyrir því að hún hafi ákveðið að gefa ekki kost á sér aftur fyrir Miðflokkinn í kosningunum. „Nú geng ég frí og frjáls út í sumarið á meðan aðrir þurfa að sitja hér inni í fjögur ár,“ segir hún brosandi. En hvað tekur við hjá Vigdísi? „Ég veit það ekki. Framtíðin! Það er það eina sem ég veit.“ Spurð af hverju hún væri stoltust af á sínum ferli í borgarstjórn nefnir hún ýmsa hluti. Til dæmis segist hún hafa upplýst um fjármálaóreiðu sem hafi viðgengist í borginni um árabil. Er eitthvað sem þú sérð eftir? „Nei, ekki neitt. Ég bara tók þetta með stæl eins og mér er líkt og ég sé ekki eftir neinu.“ Fer betur yfir mistökin síðar í ævisögunni Pawel Bartoszek tapaði sæti sínu fyrir Viðreisn í kosningunum en sest nú á varamannabekkinn og stekkur inn á fundi á næsta kjörtímabili sem varaborgarfulltrúi þegar þarf. Hann segist finna fyrir blendnum tilfinningum við þessi vatnaskil: „En kannski fyrst og fremst bara þakklæti fyrir að hafa fengið að gegna þessu ótrúlega mikilvæga starfi sem borgarfulltrúahlutverkið er,“ segir Pawel. Pawel þykir ekki tímabært að segja til um hvort hann sjái eftir einhverjum af sínum verkum í borgarstjórn.vísir/egill En hvað stendur upp úr hjá Pawel eftir kjörtímabil hans í meirihluta í borgarstjórn? „Þetta voru náttúrulega ótrúlega viðburðarík fjögur ár. Kannski þessi mikla uppbygging sem hefur átt sér stað í Reykjavík. Þetta hefur verið metár og við höfum hlaupið mjög hratt til að láta það gerast,“ segir hann. En er eitthvað sem hann sér eftir á borgarstjórnarferlinum? „Ég held það sé of snemmt að byrja að tala um það. Ég er nú ekki hættur í stjórnmálum og ætla, eins og ég segi, að sinna varaborgarfulltrúahlutverki af alúð og alefli. Þannig að það verður að vera komið seinna í ævisöguna til að það sé hægt að gera það upp með heildstæðum hætti,“ segir Pawel. Aldrei segja aldrei Eyþór Arnalds, fráfarandi oddviti Sjálfstæðisflokksins, kveður borgarpólitíkina sáttur og sæll og snýr sér aftur að viðskiptum og tónlist. Eyþór hlakkar til að fá aftur að tengjast sínu heitt elskaða sellói sterkari böndum.vísir/egill „Það er náttúrulega yndislegt að tengjast aftur við sellóið og Todmobile og Tappa Tíkarass,“ segir Eyþór sem spilaði á selló í þeim hljómsveitum. Hvað finnst Eyþóri standa upp úr eftir kjörtímabilið? „Ég held að það sé fólkið. Það lifir með manni og svo íbúarnir að hafa heyrt þeirra sjónarmið. Það líður manni vel með líka.“ Eitthvað sem þú sérð eftir? „Maður á ekkert að sjá eftir... Ég held að ég eigi bara eftir að sjá eftir þessu húsi sem góðri minningu,“ segir Eyþór. Hann útilokar ekki endurkomu í pólitík í framtíðinni: „Maður á aldrei að segja aldrei en nú er bara aðalmálið að sinna því vel hverju sinni sem maður tekur sér fyrir hendur og vona að öðrum gangi vel.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Viðreisn Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira