Leikskólamál – fjölskylduvænt samfélag Karólína Helga Símonardóttir og Árni Stefán Guðjónsson skrifa 12. maí 2022 19:45 Á lofti eru ýmsar hugmyndir stjórnmálaflokka þessa dagana um leikskólamál, fría daggæslu, stórfelldum breytingum á uppsetningu leikskólanna, fjölgun leikskóla og fleira og fleira. Allt eru þetta góðir valkostir en enginn talar um þörf á endurskoðun á því hvernig leikskólar eru reknir í dag. Það er ekki verið að huga nægjanlega vel að vinnurými barna og starfsfólks leikskólanna með öllum þessu fögru loforðum. Við í Viðreisn hér í Hafnarfirði höfum lengi talað um mikilvægi þess að brúa bilið. Að það verði hægt að fá leikskólapláss fyrir barnið upp úr 12 mánaða aldri. Það er mikilvægt að foreldrar fái slíkt val en til þess að geta boðið slíka þjónustu þá þurfa innviðirnir að vera í lagi. Á síðasta kjörtímabili var mikið ákall starfsfólks eftir fleira starfsfólki inn á hverja starfsstöð. Að bærinn leggi meira fjármagn í starfsemina. Við í Viðreisn viljum geta orðið við því. Við teljum mikilvægt að leikskólarnir séu vel mannaðir. Að leikskólakennarar og annað starfsfólk sjái Hafnarfjörð sem ákjósanlegan vinnustað. Að haldið sé áfram að styrkja starfsfólk leikskólanna við að sækja sér fagmenntun á sínu sviði og að hlutfall fagmenntaðra við leikskóla Hafnarfjarðar sé aukið með markvissum hætti. Okkur finnst mikilvægt að horfa til þess hvernig hægt sé að bæta þjónustu við fjölskyldufólk í bænum, því það er svo sannarlega ákall eftir meiri sveigjanleika í vistunartímum barna. Að foreldrar hafi tök á því að vista barnið sitt á leikskóla eða í daggæslu nær vinnustaðnum sínum, ekki endilega í Hafnarfirði. Í dag kveða reglur Hafnarfjarðarbæjar á um að barn sem fái dagvistun í Hafnarfirði verði að vera með lögheimili í Hafnarfirði og geti ekki fengið dagvistun í öðru sveitarfélagi nema með undanþágu. Mikið af okkar fjölskyldufólki starfar utan bæjarmarkanna og í dag getur farið upp undir klukkutími eða meira fyrir foreldri að koma sér í og úr vinnu, vegna slæmrar stöðu í samgöngumálum til og frá bænum, sem veldur því að barn þarf að vera í um klukkutíma lengur í dagvistun eða á leikskóla. Hefði foreldrið sannarlegt val um leikskóla nær vinnustaðnum sínum þá myndi vistunartími barnsins styttast sem nemur tímanum sem foreldrarnir þurfa til að koma sér til og frá vinnu. Einnig er hægt að skoða það að geta boðið foreldrum sem þiggja ekki leikskólapláss frá 12 mánaða aldri barns til 24 mánaða, að fá greiðslur sem samsvara kostnaði bæjarins við þjónustu við barnið á viðkomandi stað, þessa 12 mánuði. Fjölskyldustyrkur er ákveðin lausn til að sporna við starfsaðstæðum í leikskólum og gífurlegri fjölgun barna næstu árin inn í leikskólanna. Hér er þá ekki endilega verið að þvinga annað foreldrið, þá oftast nær það foreldri sem er tekjulægra, í að vera heima. Heldur fær fjölskyldan greitt frá bænum fyrir að þiggja ekki leikskólapláss og fjölskyldan velur svo útfærsluna. Á tímum kórónuveirunnar hafa margir starfsstaðir boðið upp á sveigjanleika í tengslum við vinnu, vinnustytting er kominn inn á flestum starfssviðum, amma og afi gætu mögulega fengið að drýgja tekjur sínar með því að taka barnabörnin reglulega til sín eða foreldrar skipts á. Við í Viðreisn viljum, í samráði við bæði starfsfólk leikskólanna og foreldrasamfélagið, taka samtal um hvernig við getum bætt þjónustuna við fjölskyldufólk í bænum þegar kemur að dagvistun barna frá 12 mánaða aldri og fram að grunnskóla. Höfundar skipa 2. og 3. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Guðjónsson Karólína Helga Símonardóttir Viðreisn Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Leikskólar Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Á lofti eru ýmsar hugmyndir stjórnmálaflokka þessa dagana um leikskólamál, fría daggæslu, stórfelldum breytingum á uppsetningu leikskólanna, fjölgun leikskóla og fleira og fleira. Allt eru þetta góðir valkostir en enginn talar um þörf á endurskoðun á því hvernig leikskólar eru reknir í dag. Það er ekki verið að huga nægjanlega vel að vinnurými barna og starfsfólks leikskólanna með öllum þessu fögru loforðum. Við í Viðreisn hér í Hafnarfirði höfum lengi talað um mikilvægi þess að brúa bilið. Að það verði hægt að fá leikskólapláss fyrir barnið upp úr 12 mánaða aldri. Það er mikilvægt að foreldrar fái slíkt val en til þess að geta boðið slíka þjónustu þá þurfa innviðirnir að vera í lagi. Á síðasta kjörtímabili var mikið ákall starfsfólks eftir fleira starfsfólki inn á hverja starfsstöð. Að bærinn leggi meira fjármagn í starfsemina. Við í Viðreisn viljum geta orðið við því. Við teljum mikilvægt að leikskólarnir séu vel mannaðir. Að leikskólakennarar og annað starfsfólk sjái Hafnarfjörð sem ákjósanlegan vinnustað. Að haldið sé áfram að styrkja starfsfólk leikskólanna við að sækja sér fagmenntun á sínu sviði og að hlutfall fagmenntaðra við leikskóla Hafnarfjarðar sé aukið með markvissum hætti. Okkur finnst mikilvægt að horfa til þess hvernig hægt sé að bæta þjónustu við fjölskyldufólk í bænum, því það er svo sannarlega ákall eftir meiri sveigjanleika í vistunartímum barna. Að foreldrar hafi tök á því að vista barnið sitt á leikskóla eða í daggæslu nær vinnustaðnum sínum, ekki endilega í Hafnarfirði. Í dag kveða reglur Hafnarfjarðarbæjar á um að barn sem fái dagvistun í Hafnarfirði verði að vera með lögheimili í Hafnarfirði og geti ekki fengið dagvistun í öðru sveitarfélagi nema með undanþágu. Mikið af okkar fjölskyldufólki starfar utan bæjarmarkanna og í dag getur farið upp undir klukkutími eða meira fyrir foreldri að koma sér í og úr vinnu, vegna slæmrar stöðu í samgöngumálum til og frá bænum, sem veldur því að barn þarf að vera í um klukkutíma lengur í dagvistun eða á leikskóla. Hefði foreldrið sannarlegt val um leikskóla nær vinnustaðnum sínum þá myndi vistunartími barnsins styttast sem nemur tímanum sem foreldrarnir þurfa til að koma sér til og frá vinnu. Einnig er hægt að skoða það að geta boðið foreldrum sem þiggja ekki leikskólapláss frá 12 mánaða aldri barns til 24 mánaða, að fá greiðslur sem samsvara kostnaði bæjarins við þjónustu við barnið á viðkomandi stað, þessa 12 mánuði. Fjölskyldustyrkur er ákveðin lausn til að sporna við starfsaðstæðum í leikskólum og gífurlegri fjölgun barna næstu árin inn í leikskólanna. Hér er þá ekki endilega verið að þvinga annað foreldrið, þá oftast nær það foreldri sem er tekjulægra, í að vera heima. Heldur fær fjölskyldan greitt frá bænum fyrir að þiggja ekki leikskólapláss og fjölskyldan velur svo útfærsluna. Á tímum kórónuveirunnar hafa margir starfsstaðir boðið upp á sveigjanleika í tengslum við vinnu, vinnustytting er kominn inn á flestum starfssviðum, amma og afi gætu mögulega fengið að drýgja tekjur sínar með því að taka barnabörnin reglulega til sín eða foreldrar skipts á. Við í Viðreisn viljum, í samráði við bæði starfsfólk leikskólanna og foreldrasamfélagið, taka samtal um hvernig við getum bætt þjónustuna við fjölskyldufólk í bænum þegar kemur að dagvistun barna frá 12 mánaða aldri og fram að grunnskóla. Höfundar skipa 2. og 3. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun