Ákvarðanir Seðlabankans eru meginástæða húsnæðiskreppunnar Þórarinn Hjartarson skrifar 7. maí 2022 13:30 Í sjónvarpsumræðum stjórnað af Boga Ágústssyni árið 1984 svaraði Milton Friedman athugasemdum Ólafs Ragnars Grímssonar um kenningar Friedman svona: „Sama hvort það er í alræðisríki eða í lýðræðisríki, ef peningar eru hömlulaust prentaðir inn á hagkerfið þá skapar það verðbólgu.“ Og síðar: „Vísindalega get ég sýnt þér hvernig hægt er að auka verðbólgu, pólitískt myndi ég aftur á móti mæla gegn því.“ Þegar Seðlabankastjóri lækkaði stýrivexti árið 2020 var augljóst í hvað stefndi. Framboð húsnæðis, eftirspurn og aðgangur að hrávöru var það sama og fyrir hækkun. Það sem að breyttist hins vegar var aðgangur fólks að fjármagni í formi lána. Fjármagn flæddi inn á markað samhliða mikilli kulnun á öllum sviðum verðmætasköpunar. Þann 9. febrúar síðastliðinn voru stýrivextir hækkaðir um 0.75% til þess að stemma stigu við verðbólgu. Af því tilefni sat Seðlabankastjóri fyrir svörum þar sem hann brást hart við þeim ásökunum að kreppan á húsnæðismarkaði mætti að einhverju leiti rekja til aðgerða Seðlabanka. Að sjálfsögðu eru fleiri þættir sem að spila inn í. Mótvægisaðgerðir stjórnvalda voru misvel skipulagðar, sveitarfélögin eru rög við að láta frá sér lóðir og launahækkanir vinna gegn hagsmunum heimilanna. Það breytir því þó ekki að Seðlabankastjóra hefði mátt vera ljóst að án fyrirvara myndi það fjármagn, sem fólk fékk aðgang að í formi lána, leita inn á þann markað sem sögulega hefur reynst öruggasta fjárfesting og trygging Íslendinga. Það er steypa. Ásgeir sagði á ofangreindum fundi Seðlabankans að gagnrýnin bæri helst keim af minnisleysi. Hann minnti á kröfu almennings um aðgerðir til þess að stemma stigu við samdrátt vegna aðgerða gegn Covid-19. Seðlabankinn hefði svarað þessu ákalli með því að leggja áherslu á að aðstoða heimilin. Fókusinn var að heimilin héldu uppi neyslu til þess að sporna við samdrætti í ferðaþjónustu. Það sem var sérstakt við andmæli Seðlabankastjóra var að hann nefndi einnig að Seðlabankanum stæðu önnur tól til boða. Það væri t.d. hægt að gera auknar kröfur til lánþega um eigiðfé við húsnæðiskaup, um hámarksgreiðslubyrði og lægra skulda- og veðhlutfall. Þessi tól hefði að sjálfsögðu átt að leggja fram samhliða stýrivaxtalækkunum. Seðlabankastjóri nefndi að hann hefði aðalega áhyggjur af þeim sem búa ekki í eigin húsnæði. En fyrirvaralausar stýrivaxtalækkanir sáu til þess að mun lengra er í land fyrir þann hóp heldur en áður. Í dag hafa ofangreindir fyrirvarar verið lagðir á lánastofnanir. En það er hreinlega of seint. Það er mögulega rétt hjá Seðlabankastjóra að fólk sé misminnugt um það sem að það sagði áður um nauðsynlega aðkomu ríkisins til þess að stemma stigum við kreppu vegna aðgerða gegn Covid-19. En Seðlabankastjóri er sérfræðingur og hefði því átt að sjá fyrir afleiddar afleiðingar af aðgerðum bankans. Stríðið í Úkraínu hefur bætt gráu ofan á svart en fyrirvaralaus stýrivaxtalækkun Seðlabankans er meginbreyta í krísunni sem ungt fólk á leigumarkaði stendur nú frammi fyrir. Seðlabankastjóri er ekki í vinsældakeppni. Sérfræðikunnátta hans er ástæða þess að honum er treyst fyrir embættinu. Ákall þjóðar er ekki afsökun fyrir slæmri hagstjórn. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Húsnæðismál Þórarinn Hjartarson Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Í sjónvarpsumræðum stjórnað af Boga Ágústssyni árið 1984 svaraði Milton Friedman athugasemdum Ólafs Ragnars Grímssonar um kenningar Friedman svona: „Sama hvort það er í alræðisríki eða í lýðræðisríki, ef peningar eru hömlulaust prentaðir inn á hagkerfið þá skapar það verðbólgu.“ Og síðar: „Vísindalega get ég sýnt þér hvernig hægt er að auka verðbólgu, pólitískt myndi ég aftur á móti mæla gegn því.“ Þegar Seðlabankastjóri lækkaði stýrivexti árið 2020 var augljóst í hvað stefndi. Framboð húsnæðis, eftirspurn og aðgangur að hrávöru var það sama og fyrir hækkun. Það sem að breyttist hins vegar var aðgangur fólks að fjármagni í formi lána. Fjármagn flæddi inn á markað samhliða mikilli kulnun á öllum sviðum verðmætasköpunar. Þann 9. febrúar síðastliðinn voru stýrivextir hækkaðir um 0.75% til þess að stemma stigu við verðbólgu. Af því tilefni sat Seðlabankastjóri fyrir svörum þar sem hann brást hart við þeim ásökunum að kreppan á húsnæðismarkaði mætti að einhverju leiti rekja til aðgerða Seðlabanka. Að sjálfsögðu eru fleiri þættir sem að spila inn í. Mótvægisaðgerðir stjórnvalda voru misvel skipulagðar, sveitarfélögin eru rög við að láta frá sér lóðir og launahækkanir vinna gegn hagsmunum heimilanna. Það breytir því þó ekki að Seðlabankastjóra hefði mátt vera ljóst að án fyrirvara myndi það fjármagn, sem fólk fékk aðgang að í formi lána, leita inn á þann markað sem sögulega hefur reynst öruggasta fjárfesting og trygging Íslendinga. Það er steypa. Ásgeir sagði á ofangreindum fundi Seðlabankans að gagnrýnin bæri helst keim af minnisleysi. Hann minnti á kröfu almennings um aðgerðir til þess að stemma stigu við samdrátt vegna aðgerða gegn Covid-19. Seðlabankinn hefði svarað þessu ákalli með því að leggja áherslu á að aðstoða heimilin. Fókusinn var að heimilin héldu uppi neyslu til þess að sporna við samdrætti í ferðaþjónustu. Það sem var sérstakt við andmæli Seðlabankastjóra var að hann nefndi einnig að Seðlabankanum stæðu önnur tól til boða. Það væri t.d. hægt að gera auknar kröfur til lánþega um eigiðfé við húsnæðiskaup, um hámarksgreiðslubyrði og lægra skulda- og veðhlutfall. Þessi tól hefði að sjálfsögðu átt að leggja fram samhliða stýrivaxtalækkunum. Seðlabankastjóri nefndi að hann hefði aðalega áhyggjur af þeim sem búa ekki í eigin húsnæði. En fyrirvaralausar stýrivaxtalækkanir sáu til þess að mun lengra er í land fyrir þann hóp heldur en áður. Í dag hafa ofangreindir fyrirvarar verið lagðir á lánastofnanir. En það er hreinlega of seint. Það er mögulega rétt hjá Seðlabankastjóra að fólk sé misminnugt um það sem að það sagði áður um nauðsynlega aðkomu ríkisins til þess að stemma stigum við kreppu vegna aðgerða gegn Covid-19. En Seðlabankastjóri er sérfræðingur og hefði því átt að sjá fyrir afleiddar afleiðingar af aðgerðum bankans. Stríðið í Úkraínu hefur bætt gráu ofan á svart en fyrirvaralaus stýrivaxtalækkun Seðlabankans er meginbreyta í krísunni sem ungt fólk á leigumarkaði stendur nú frammi fyrir. Seðlabankastjóri er ekki í vinsældakeppni. Sérfræðikunnátta hans er ástæða þess að honum er treyst fyrir embættinu. Ákall þjóðar er ekki afsökun fyrir slæmri hagstjórn. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar