Úr uppgjöf í sókn Ómar Már Jónsson skrifar 29. apríl 2022 19:30 Eftir tvær vikur standa kjósendur frammi fyrir því að velja hverjir stýra Reykjavíkurborg, móta framtíð hennar og sjá um að þjónusta hinar mismunandi þarfir þeirra sem lifa og starfa í borginni. Mörgum finnst að fjarlægð hafi skapast milli hinna kjörnu fulltrúa og þeirra sem eiga að njóta þjónustunnar. Því sé eins og þjónustan og samstarfið við borgina sé hluti af kerfi sem engin veit almennilega hver stýrir. Varla er borgin orðin svo stór að hún rúmi ekki persónulega nánd í samskiptum en stundum virðist sem allt sé á einhverskonar sjálfstýringu. Eftir því sem flokkunum fjölgar í meirihlutasamstarfinu verður óljósara hver ber í raun ábyrgð. Getur verið að stjórnmálamenn hafi gefið frá sér völd og ábyrgð til þess að þurfa ekki að standa við loforð sín? Allir sjá að það gengur ekki, völdum verður að fylgja ábyrgð og stjórnendur borgarinnar geta ekki skýlt sér bak við ferla og nefndir. Stundum finnst manni eins og stjórnendur borgarinnar með borgarstjórann í fararbroddi búi í annarri borg en við hin. Að þeir búi í einhverri draumaveröld þar sem þarf ekki að fást við hversdagsleg atriði eins og ábyrg fjármál, skýra stefnumótun eða styrka og öfluga þjónustu. Þannig er eins og meirihlutinn vilji að borgin stýri borgarbúum í stað þess að hún sé fyrir borgarbúa. Margir eru búnir að gefast upp og nálgast stjórnmál eins og þeir geti í raun engu breytt, þetta sé allt á sjálfstýringu. Við séum dæmd til að bíða eftir borgarlínu, Sundabraut, Þjóðarleikvangi, Þjóðarhöll, lausn á húsnæðisvanda borgarbúa, mislægum gatnamótum, umferðarstokkum, nýjum Landspítala eða öllu því sem hefur verið lofað en skilar sér ekki. Getur verið að eitthvað sé athugavert við ákvarðanatöku og stefnumótun í borg þar sem svona er ástatt? Verst er ef kjósendur gefast upp, upplifa að það sé ekki hægt að breyta um kúrs eða stjórnendur. Þá hefur eitthvað brugðist hjá okkur stjórnmálamönnum. Við heyrum að fjölskyldufólk leitar til nágrannasveitarfélaganna, sér ekki að það verði hentugt húsnæði hér Reykjavík í bráð. Fyrirtækin elta fólkið og hagstæðara og betra umhverfi fyrir rekstur sinn. Hefur þetta fólk misst trúna á því að Reykjavíkurborg eins og hún er í dag geti uppfyllt þarfir þess og langanir? Það er eðlilegt að ég sé spurður hvort ég geti breytt einhverju? Jú, því er til að svara, að ég stend ekki einn að þessu framboði. Ég er með sterkan hóp fólks sem býður sig fram með mér. Fólks sem brennur fyrir málefnum borgarinnar og þekkir hana frá ótal hliðum. Við teljum að sum málefnin séu einföld í framkvæmd en önnur erfiðari. Við ætlum að stokka upp í borgarkerfinu og fækka þar fólki. Það munum við gera markvisst til að ná fram hagræðingu um leið og við aukum afköst. Við ætlum að lækka skuldir eða réttara sagt; við verðum að lækka skuldir ef ekki á að fara illa. Bókhaldsbrellur duga ekki til að fela þá staðreynd. Það verður líka að spyrja gagnrýnna spurninga um nauðsyn verkefna sem eru í gangi, gæluverkefna meirihlutans. Við munum stöðva þau áform sem nú eru í gangi um borgarlínu og færa til áherslur því nauðsynlegt er að koma af stað öflugri uppbyggingu húsnæðis í borginni. Samhliða munum við bjóða borgarbúum að nýta þá samgöngumáta sem þeir sjálfir kjósa með skynsamlegri uppbyggingu nauðsynlegra innviða. Með ykkar stuðningi get ég tekið við stýrinu og fært okkur frá sjálfstýrði kerfisvæðingu til stýrðrar þjónustu fyrir alla. En fyrst of fremst vill ég efla þor og vilja borgarbúa til góðra verka. Höfundur er oddviti X-M til borgarstjórnar og fyrrverandi sveitarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Miðflokkurinn Ómar Már Jónsson Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir tvær vikur standa kjósendur frammi fyrir því að velja hverjir stýra Reykjavíkurborg, móta framtíð hennar og sjá um að þjónusta hinar mismunandi þarfir þeirra sem lifa og starfa í borginni. Mörgum finnst að fjarlægð hafi skapast milli hinna kjörnu fulltrúa og þeirra sem eiga að njóta þjónustunnar. Því sé eins og þjónustan og samstarfið við borgina sé hluti af kerfi sem engin veit almennilega hver stýrir. Varla er borgin orðin svo stór að hún rúmi ekki persónulega nánd í samskiptum en stundum virðist sem allt sé á einhverskonar sjálfstýringu. Eftir því sem flokkunum fjölgar í meirihlutasamstarfinu verður óljósara hver ber í raun ábyrgð. Getur verið að stjórnmálamenn hafi gefið frá sér völd og ábyrgð til þess að þurfa ekki að standa við loforð sín? Allir sjá að það gengur ekki, völdum verður að fylgja ábyrgð og stjórnendur borgarinnar geta ekki skýlt sér bak við ferla og nefndir. Stundum finnst manni eins og stjórnendur borgarinnar með borgarstjórann í fararbroddi búi í annarri borg en við hin. Að þeir búi í einhverri draumaveröld þar sem þarf ekki að fást við hversdagsleg atriði eins og ábyrg fjármál, skýra stefnumótun eða styrka og öfluga þjónustu. Þannig er eins og meirihlutinn vilji að borgin stýri borgarbúum í stað þess að hún sé fyrir borgarbúa. Margir eru búnir að gefast upp og nálgast stjórnmál eins og þeir geti í raun engu breytt, þetta sé allt á sjálfstýringu. Við séum dæmd til að bíða eftir borgarlínu, Sundabraut, Þjóðarleikvangi, Þjóðarhöll, lausn á húsnæðisvanda borgarbúa, mislægum gatnamótum, umferðarstokkum, nýjum Landspítala eða öllu því sem hefur verið lofað en skilar sér ekki. Getur verið að eitthvað sé athugavert við ákvarðanatöku og stefnumótun í borg þar sem svona er ástatt? Verst er ef kjósendur gefast upp, upplifa að það sé ekki hægt að breyta um kúrs eða stjórnendur. Þá hefur eitthvað brugðist hjá okkur stjórnmálamönnum. Við heyrum að fjölskyldufólk leitar til nágrannasveitarfélaganna, sér ekki að það verði hentugt húsnæði hér Reykjavík í bráð. Fyrirtækin elta fólkið og hagstæðara og betra umhverfi fyrir rekstur sinn. Hefur þetta fólk misst trúna á því að Reykjavíkurborg eins og hún er í dag geti uppfyllt þarfir þess og langanir? Það er eðlilegt að ég sé spurður hvort ég geti breytt einhverju? Jú, því er til að svara, að ég stend ekki einn að þessu framboði. Ég er með sterkan hóp fólks sem býður sig fram með mér. Fólks sem brennur fyrir málefnum borgarinnar og þekkir hana frá ótal hliðum. Við teljum að sum málefnin séu einföld í framkvæmd en önnur erfiðari. Við ætlum að stokka upp í borgarkerfinu og fækka þar fólki. Það munum við gera markvisst til að ná fram hagræðingu um leið og við aukum afköst. Við ætlum að lækka skuldir eða réttara sagt; við verðum að lækka skuldir ef ekki á að fara illa. Bókhaldsbrellur duga ekki til að fela þá staðreynd. Það verður líka að spyrja gagnrýnna spurninga um nauðsyn verkefna sem eru í gangi, gæluverkefna meirihlutans. Við munum stöðva þau áform sem nú eru í gangi um borgarlínu og færa til áherslur því nauðsynlegt er að koma af stað öflugri uppbyggingu húsnæðis í borginni. Samhliða munum við bjóða borgarbúum að nýta þá samgöngumáta sem þeir sjálfir kjósa með skynsamlegri uppbyggingu nauðsynlegra innviða. Með ykkar stuðningi get ég tekið við stýrinu og fært okkur frá sjálfstýrði kerfisvæðingu til stýrðrar þjónustu fyrir alla. En fyrst of fremst vill ég efla þor og vilja borgarbúa til góðra verka. Höfundur er oddviti X-M til borgarstjórnar og fyrrverandi sveitarstjóri.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun