Áratugi á biðlista hjá Borginni? Ólafur Hilmar Sverrisson skrifar 26. apríl 2022 10:31 Í byrjun þessa árs varð Kjartan Ólafsson, 25 ára. Slík tímamót þykja mörgum nokkuð markverð en ólíkt flestum jafnöldrum sínum vildi hann ekkert vita af afmælinu og neitaði því staðfastlega að hann hefði elst. Ástæðu þessara viðbragða má rekja til þess að Kjartan er bæði einhverfur og með verulegt þroskafrávik vegna Downs heilkennis. Kjartan er einnig með sykursýki. Líf Kjartans er því flókið og hann á mikið undir því að sú þjónusta sem fötluðum er tryggð í lögum og reglugerðum sé í raun í boði. Flestir ganga út frá því að þeir sem fæðist með flókinn vanda eins og Kjartan fái góðan stuðning og að þörfum þeirra sé mætt á þeirra forsendum þegar þeir þurfa á þjónustu hins opinbera að halda. Því miður hefur það ekki verið raunin í tilfelli Kjartans. Feðgarnir Ólafur og Kjartan.Aðsend Er það biðlisti ef maður veit ekki hvar maður er í röðinni? Þegar Kjartan var tæplega tvítugur sótti hann um búsetu við hæfi hjá Reykjavíkurborg, eins og hann á rétt á, lögum samkvæmt. Við, talsmenn hans, töldum að með því gæfist Reykjavíkurborg, sem er heimasveitafélag Kjartans, nægur tími til þess að undirbúa húsnæði við hæfi fyrir Kjartan þannig að hann myndi flytja að heiman á svipuðum tíma og jafnaldrar hans, kannski 25 til 27 ára. Staðfest var að Kjartan ætti fullan rétt á búsetuúrræði. Umsókn hans var sett á lista sem starfsmenn Reykjavíkurborgar kalla biðlista, sem er í raun biðhít, þar sem ekki er um raunverulegan biðlista að ræða. Þegar farið var að grennslast fyrir um hvar á umræddum „biðlista“ umsókn Kjartans væri, gripum við talsmenn hans í tómt. Engin ákveðin svör fengust af hálfu Reykjavíkurborgar. Síðar kom fram hjá fulltrúum Reykjavíkurborgar að Kjartan fengi engin svör fyrr en hann fengi úthlutað „úrræði“. Þá varð ljóst að leita yrði annarra leiða til þess að Kjartan fengi svar við þeirri eðlilegu spurningu hvenær röðin kæmi að honum á þessum svokallaða „biðlista“. Ákveðið var að stefna Reykjavíkurborg fyrir dóm til þess að fá viðurkennt að Kjartan ætti rétt á því að fá upplýst hvenær hann mætti vænta þess að fá húsnæðisúrræði við hæfi, eins og lög og reglur segja að hann eigi rétt á. 47 fatlaðir bíða, en leyst úr vanda 11 þeirra á næstu 5 árum. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur staðfesti rétt Kjartans til að fá upplýst hvenær hann mætti vænta þess að fá húsnæði við hæfi. Reykjavíkurborg ákvað að una ekki við dóminn og áfrýjaði honum til Landsréttar. Reykjavíkurborg telur þannig að Kjartan og aðrir í hans stöðu eigi ekki að fá að vita hvenær þeir megi eiga von á húsnæðisúrræði þó allt regluverk um húsnæði fyrir fatlaða tryggi rétt fatlaðs fólks til að fá upplýsingar um hvenær fyrirhugað sé að röðin komi að þeim. Ætla má að skýringin á þessari hörku Reykjavíkurborgar sé sú að þessar upplýsingar munu afhjúpa þann mikla uppsafnaða vanda sem fyrir er í þessum efnum. Reykjavíkurborg hefur upplýst að í þjónustuflokki Kjartans bíði 47 einstaklingar eftir búsetuúrræði. Áætlanir Reykjavíkurborgar gera ráð fyrir að til ársins 2027 fái 11 einstaklingar í þessum þjónustuflokki úrlausn sinna mála. Það þýðir að 36 einstaklingar fá ekki úrlausn sinna mála auk þeirra sem bætast við á þessum árum í þennan þjónustuflokk. Eftir fimm ár verður Kjartan búinn að halda upp á þrítugsafmæli sitt, á sinn einstaka hátt. Miðað við núverandi stöðu er ekkert sem bendir til þess að hann verði þá kominn í húsnæði við hæfi. Kjartan og allir aðrir í sömu stöðu og hann eru í algerri óvissu og eiga mikið undir því komið að Reykjavíkurborg verð gert að gefa þeim skýr svör um það hvenær búsetuúrræði verða í boði. Höfundur er faðir Kjartans og annar af tveimur persónulegum talsmönnum hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Í byrjun þessa árs varð Kjartan Ólafsson, 25 ára. Slík tímamót þykja mörgum nokkuð markverð en ólíkt flestum jafnöldrum sínum vildi hann ekkert vita af afmælinu og neitaði því staðfastlega að hann hefði elst. Ástæðu þessara viðbragða má rekja til þess að Kjartan er bæði einhverfur og með verulegt þroskafrávik vegna Downs heilkennis. Kjartan er einnig með sykursýki. Líf Kjartans er því flókið og hann á mikið undir því að sú þjónusta sem fötluðum er tryggð í lögum og reglugerðum sé í raun í boði. Flestir ganga út frá því að þeir sem fæðist með flókinn vanda eins og Kjartan fái góðan stuðning og að þörfum þeirra sé mætt á þeirra forsendum þegar þeir þurfa á þjónustu hins opinbera að halda. Því miður hefur það ekki verið raunin í tilfelli Kjartans. Feðgarnir Ólafur og Kjartan.Aðsend Er það biðlisti ef maður veit ekki hvar maður er í röðinni? Þegar Kjartan var tæplega tvítugur sótti hann um búsetu við hæfi hjá Reykjavíkurborg, eins og hann á rétt á, lögum samkvæmt. Við, talsmenn hans, töldum að með því gæfist Reykjavíkurborg, sem er heimasveitafélag Kjartans, nægur tími til þess að undirbúa húsnæði við hæfi fyrir Kjartan þannig að hann myndi flytja að heiman á svipuðum tíma og jafnaldrar hans, kannski 25 til 27 ára. Staðfest var að Kjartan ætti fullan rétt á búsetuúrræði. Umsókn hans var sett á lista sem starfsmenn Reykjavíkurborgar kalla biðlista, sem er í raun biðhít, þar sem ekki er um raunverulegan biðlista að ræða. Þegar farið var að grennslast fyrir um hvar á umræddum „biðlista“ umsókn Kjartans væri, gripum við talsmenn hans í tómt. Engin ákveðin svör fengust af hálfu Reykjavíkurborgar. Síðar kom fram hjá fulltrúum Reykjavíkurborgar að Kjartan fengi engin svör fyrr en hann fengi úthlutað „úrræði“. Þá varð ljóst að leita yrði annarra leiða til þess að Kjartan fengi svar við þeirri eðlilegu spurningu hvenær röðin kæmi að honum á þessum svokallaða „biðlista“. Ákveðið var að stefna Reykjavíkurborg fyrir dóm til þess að fá viðurkennt að Kjartan ætti rétt á því að fá upplýst hvenær hann mætti vænta þess að fá húsnæðisúrræði við hæfi, eins og lög og reglur segja að hann eigi rétt á. 47 fatlaðir bíða, en leyst úr vanda 11 þeirra á næstu 5 árum. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur staðfesti rétt Kjartans til að fá upplýst hvenær hann mætti vænta þess að fá húsnæði við hæfi. Reykjavíkurborg ákvað að una ekki við dóminn og áfrýjaði honum til Landsréttar. Reykjavíkurborg telur þannig að Kjartan og aðrir í hans stöðu eigi ekki að fá að vita hvenær þeir megi eiga von á húsnæðisúrræði þó allt regluverk um húsnæði fyrir fatlaða tryggi rétt fatlaðs fólks til að fá upplýsingar um hvenær fyrirhugað sé að röðin komi að þeim. Ætla má að skýringin á þessari hörku Reykjavíkurborgar sé sú að þessar upplýsingar munu afhjúpa þann mikla uppsafnaða vanda sem fyrir er í þessum efnum. Reykjavíkurborg hefur upplýst að í þjónustuflokki Kjartans bíði 47 einstaklingar eftir búsetuúrræði. Áætlanir Reykjavíkurborgar gera ráð fyrir að til ársins 2027 fái 11 einstaklingar í þessum þjónustuflokki úrlausn sinna mála. Það þýðir að 36 einstaklingar fá ekki úrlausn sinna mála auk þeirra sem bætast við á þessum árum í þennan þjónustuflokk. Eftir fimm ár verður Kjartan búinn að halda upp á þrítugsafmæli sitt, á sinn einstaka hátt. Miðað við núverandi stöðu er ekkert sem bendir til þess að hann verði þá kominn í húsnæði við hæfi. Kjartan og allir aðrir í sömu stöðu og hann eru í algerri óvissu og eiga mikið undir því komið að Reykjavíkurborg verð gert að gefa þeim skýr svör um það hvenær búsetuúrræði verða í boði. Höfundur er faðir Kjartans og annar af tveimur persónulegum talsmönnum hans.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun