Tímaþjófurinn í borginni! Ómar Már Jónsson skrifar 16. apríl 2022 16:01 Virtir hagfræðingar hafa reiknað út að kostnaður höfuðborgarbúa af umferðatöfum í borginni sé yfir 50 milljarðar kr. á ári fyrir höfuðborgarbúa. Ef við dreifum þeim kostnaði á alla íbúa höfuðborgarsvæðisins, sem eru eldri en 18 ára, samsvarar það rúmum 320 þúsund krónum á mann á ári. Nær engar úrbætur hafa verið gerðar af borgarstjórn síðustu áratugi á samgöngum í Reykjavík og er staðan óbærileg þegar kemur að flæði umferðar og umferðaröryggi. Vill fólk ekki fremur eyða þeim tafa fjármunum og tíma til að gera eitthvað skemmtilegt með sínum nánustu? Væri þeim tíma og peningum ekki betur varið í góðar utanlandsferðir en að eyða að óþörfu í umferðartafir? Ég get tekið dæmi úr mínu lífi.Ég og fjölskyldan mín búum í Seljahverfi og dóttir mín stundar nám við Háskóla Reykjavíkur. Hún notar eigin bíl í skólann og ég spurði hana af hverju hún noti ekki strætó í skólann. Hún segir: Ef ég nota strætó tekur það mig 45 mín að fara aðra leiðina, samtals 1,5 klst. á dag. Ef ég nota bílinn minn, þá tekur það mig 15 mín. hvora leið, samtals 30 mín. Hún sparar semsagt um 20 klukkutíma á mánuði með því að nota sinn eigin bíl. Ég spurði hana, en ef það væri frítt í strætó, myndirðu þá ekki nota hann? Svarið var nei, tíminn minn er dýrmætari en það. Borgarlínan umtalaða er ekki að fara að stytta ferðatíma dóttur minnar. Samgöngusáttmálin sem undirritaður var 26. september 2019 gengur út á greiðari samgöngur, fjölbreyttari ferðamáta og aukið umferðaröryggi. Athyglisvert er að í sáttmálanum var talað um að hefjast strax handa við betri umferðarstýringu, þ.e. árið 2019: ,,Ráðist verður strax í markvissar aðgerðir til að nýta nýjar tæknilausnir og bæta umferðarljósakerfi á höfuðborgarsvæðinu í takt við markmið samkomulagsins“. Nú eru liðin tæp þrjú ár síðan ofangreint var samþykkt. Enn í dag bólar ekkert á þeim mikilvæga þætti samkomulagsins sem er ótvírætt ein besta forvörnin til að tryggja öryggi, fækka slysum, bæta umferðarflæði og minnka tafatíma í umferðinni. Stöðugt meiri og lengri tafir í samgöngum eru lífsgæðaskerðing sem er þröngvað upp á höfuðborgarbúa vegna vanefnda meirihlutans í borginni. Að þessu leyti er borgarmeirihlutinn enn og aftur að falla á prófinu um að gera samgöngur í borginni betri. Miðflokkurinn mun beita sér fyrir því að bæta umferðarflæði, stytta tafatíma og fækka slysum á götum borgarinnar. Hættum að tafsa, setjum X við M og látum brýn verkefni í framkvæmd. Höfundur er oddviti X-M til borgarstjórnar og fyrrverandi sveitarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ómar Már Jónsson Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Virtir hagfræðingar hafa reiknað út að kostnaður höfuðborgarbúa af umferðatöfum í borginni sé yfir 50 milljarðar kr. á ári fyrir höfuðborgarbúa. Ef við dreifum þeim kostnaði á alla íbúa höfuðborgarsvæðisins, sem eru eldri en 18 ára, samsvarar það rúmum 320 þúsund krónum á mann á ári. Nær engar úrbætur hafa verið gerðar af borgarstjórn síðustu áratugi á samgöngum í Reykjavík og er staðan óbærileg þegar kemur að flæði umferðar og umferðaröryggi. Vill fólk ekki fremur eyða þeim tafa fjármunum og tíma til að gera eitthvað skemmtilegt með sínum nánustu? Væri þeim tíma og peningum ekki betur varið í góðar utanlandsferðir en að eyða að óþörfu í umferðartafir? Ég get tekið dæmi úr mínu lífi.Ég og fjölskyldan mín búum í Seljahverfi og dóttir mín stundar nám við Háskóla Reykjavíkur. Hún notar eigin bíl í skólann og ég spurði hana af hverju hún noti ekki strætó í skólann. Hún segir: Ef ég nota strætó tekur það mig 45 mín að fara aðra leiðina, samtals 1,5 klst. á dag. Ef ég nota bílinn minn, þá tekur það mig 15 mín. hvora leið, samtals 30 mín. Hún sparar semsagt um 20 klukkutíma á mánuði með því að nota sinn eigin bíl. Ég spurði hana, en ef það væri frítt í strætó, myndirðu þá ekki nota hann? Svarið var nei, tíminn minn er dýrmætari en það. Borgarlínan umtalaða er ekki að fara að stytta ferðatíma dóttur minnar. Samgöngusáttmálin sem undirritaður var 26. september 2019 gengur út á greiðari samgöngur, fjölbreyttari ferðamáta og aukið umferðaröryggi. Athyglisvert er að í sáttmálanum var talað um að hefjast strax handa við betri umferðarstýringu, þ.e. árið 2019: ,,Ráðist verður strax í markvissar aðgerðir til að nýta nýjar tæknilausnir og bæta umferðarljósakerfi á höfuðborgarsvæðinu í takt við markmið samkomulagsins“. Nú eru liðin tæp þrjú ár síðan ofangreint var samþykkt. Enn í dag bólar ekkert á þeim mikilvæga þætti samkomulagsins sem er ótvírætt ein besta forvörnin til að tryggja öryggi, fækka slysum, bæta umferðarflæði og minnka tafatíma í umferðinni. Stöðugt meiri og lengri tafir í samgöngum eru lífsgæðaskerðing sem er þröngvað upp á höfuðborgarbúa vegna vanefnda meirihlutans í borginni. Að þessu leyti er borgarmeirihlutinn enn og aftur að falla á prófinu um að gera samgöngur í borginni betri. Miðflokkurinn mun beita sér fyrir því að bæta umferðarflæði, stytta tafatíma og fækka slysum á götum borgarinnar. Hættum að tafsa, setjum X við M og látum brýn verkefni í framkvæmd. Höfundur er oddviti X-M til borgarstjórnar og fyrrverandi sveitarstjóri.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar