Play tekur upp olíugjald á miðaverð vegna hækkana Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. mars 2022 11:37 Birgir Jónsson forstjóri Play segir tap síðasta árs engan veginn til marks um skipsbrot. vísir/Vilhelm Flugfélagið Play mun taka upp sérstakt olíugjald á miðaverð eftir helgi til þess að mæta miklum hækkunum á eldsneytisverði. Félagið skilaði nærri þriggja milljarða króna tapi á síðasta ári - sem forstjórinn segir engan veginn til marks um skipsbrot. Í ársreikningi Play sem var birtur í gær og kynntur fjárfestum í morgun kemur fram að félagið tapaði um 2,9 milljörðum króna á síðasta ári. Birgir Jónsson forstjóri segir þetta viðbúið á fyrsta rekstrarári en tekjur voru þó undir væntingum sem Birgir segir afleiðingu faraldursins. „En félagið er gríðarlega vel fjármagnað þannig við höfum svo sem alveg bolmagn til að standa undir því enda erum við að horfa til lengri tíma,“ segir Birgir. Reiknað er með viðsnúningi og gert er ráð hagnaði á seinni hluta ársins vegna bókunarstöðu sem er sögð vera góð. „Við erum auðvitað bara nýtt fyrirtæki í uppbyggingarfasa þannig það er ósanngjart að horfa á þennan tímapunkt núna eins og einhver mistök eða skipsbrot. Það er langt frá því.“ Segja má að ytri aðstæður séu þó enn og aftur ekki hagstæðar þar sem olíuverð hefur hækkað hratt vegna stríðsins í Úkraínu og viðskiptaþvingana. Félagið stendur berskjaldað frammi fyrir þeim þar sem það er ekki með eldsneytisvarnir sem koma sér vel þegar verð hækkar svo mikið og skyndilega. Við þessu verður brugðist með upptöku olíugjalds á miðaverð. „Þetta gjald mun koma til frá og með næsta mánudegi og mun sveiflast eftir áfangastöðum og öðrum breytum.“ Gjaldið mun koma fram í sundurliðun í miðaverði. Birgir segir reiknað með að hækkandi olíuverð kosti félagið um tíu milljónir dollara á þessu ári, eða um 1,3 milljarða á núverandi gengi. „Og við þurfum að ná þeim tíu milljónum dollara til baka. Við verðum kannski með milljón farþega þannig við þurfum kannski að hækka miðann um tíu dollara allavega.“ Tekjur PLAY á síðasta ári námu 16,4 milljónum Bandaríkjadala en tapið 22,5 milljónum dala.vísir/Vilhelm Einnig þurfi að huga að rekstrarkostnaði. Kemur til greina að endurskoða flugleiðirnar? „Þetta er allt til endurskoðunar. Öll flugfélög eru sífellt að endurskoða hvert er flogið og hvenær en við erum ekki með nein svona stór áform í því. Þetta verða kannski smá stillingar hér og þar,“ segir Birgir. Hann bendir á að ástandið hafi áhrif á samfélagið allt og að fá ef nokkur fyrirtæki séu undanskilin. „Ég held að við öll á Íslandi og í öðrum löndum þurfum að horfast í augu við það að allt sem við notum og allar vörur sem við kaupum munu hækka í verði núna á næstunni.“ Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Neytendur Bensín og olía Play Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Í ársreikningi Play sem var birtur í gær og kynntur fjárfestum í morgun kemur fram að félagið tapaði um 2,9 milljörðum króna á síðasta ári. Birgir Jónsson forstjóri segir þetta viðbúið á fyrsta rekstrarári en tekjur voru þó undir væntingum sem Birgir segir afleiðingu faraldursins. „En félagið er gríðarlega vel fjármagnað þannig við höfum svo sem alveg bolmagn til að standa undir því enda erum við að horfa til lengri tíma,“ segir Birgir. Reiknað er með viðsnúningi og gert er ráð hagnaði á seinni hluta ársins vegna bókunarstöðu sem er sögð vera góð. „Við erum auðvitað bara nýtt fyrirtæki í uppbyggingarfasa þannig það er ósanngjart að horfa á þennan tímapunkt núna eins og einhver mistök eða skipsbrot. Það er langt frá því.“ Segja má að ytri aðstæður séu þó enn og aftur ekki hagstæðar þar sem olíuverð hefur hækkað hratt vegna stríðsins í Úkraínu og viðskiptaþvingana. Félagið stendur berskjaldað frammi fyrir þeim þar sem það er ekki með eldsneytisvarnir sem koma sér vel þegar verð hækkar svo mikið og skyndilega. Við þessu verður brugðist með upptöku olíugjalds á miðaverð. „Þetta gjald mun koma til frá og með næsta mánudegi og mun sveiflast eftir áfangastöðum og öðrum breytum.“ Gjaldið mun koma fram í sundurliðun í miðaverði. Birgir segir reiknað með að hækkandi olíuverð kosti félagið um tíu milljónir dollara á þessu ári, eða um 1,3 milljarða á núverandi gengi. „Og við þurfum að ná þeim tíu milljónum dollara til baka. Við verðum kannski með milljón farþega þannig við þurfum kannski að hækka miðann um tíu dollara allavega.“ Tekjur PLAY á síðasta ári námu 16,4 milljónum Bandaríkjadala en tapið 22,5 milljónum dala.vísir/Vilhelm Einnig þurfi að huga að rekstrarkostnaði. Kemur til greina að endurskoða flugleiðirnar? „Þetta er allt til endurskoðunar. Öll flugfélög eru sífellt að endurskoða hvert er flogið og hvenær en við erum ekki með nein svona stór áform í því. Þetta verða kannski smá stillingar hér og þar,“ segir Birgir. Hann bendir á að ástandið hafi áhrif á samfélagið allt og að fá ef nokkur fyrirtæki séu undanskilin. „Ég held að við öll á Íslandi og í öðrum löndum þurfum að horfast í augu við það að allt sem við notum og allar vörur sem við kaupum munu hækka í verði núna á næstunni.“
Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Neytendur Bensín og olía Play Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira