Hæstiréttur staðfestir úrskurð Félagsdóms í máli Ólafar Helgu Atli Ísleifsson skrifar 10. mars 2022 11:59 Ólöfu Helgu Adolfsdóttur var sagt upp í ágúst síðastliðinn eftir að hafa starfað um árabil sem hlaðmaður á Reykjavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Félagsdóms frá í febrúar þar sem hafnað var kröfu Icelandair um frávísun á kröfu ASÍ, fyrir hönd Starfsgreinasambandsins vegna Eflingar, þess efnis að viðurkennt yrði með dómi að uppsögn Ólafar Helgu Adolfsdóttur hjá Icelandair í ágúst síðastliðinn fæli í sér brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og væri af þeim sökum ólögmæt. Hæstiréttur vísaði til þess að meginágreiningur Icelandair og varnaraðila lyti að því hvort Ólöf Helga hefði átt að njóta verndar sem trúnaðarmaður við uppsögn. Hæstiréttur taldi ágreininginn ótvírætt falla undir lögsögu Félagsdóms og hafnaði því kröfu Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar vegna Icelandair. Ólöf Helga Adolfsdóttir bauð sig fram til embættis formanns Eflingar í febrúnar en beið þar lægri hlut.Vísir/Vilhelm Ólöf Helga hafði gegnt embætti trúnaðarmanns hlaðmanna á Reykjavíkurflugvelli frá árinu 2018 og tilnefnd sem trúnaðarmaður Eflingar stéttarfélags frá mars 2018 til marsmánaðar 2020. Í febrúar 2020 mun Flugfélag Íslands hafa sent tilkynningu um skipan öryggisnefndar sinnar til Vinnueftirlitsins og átti Ólöf Helga sæti í henni sem öryggistrúnaðarmaður. Icelandair svo tók yfir ráðningarsamning hennar á vormánuðum 2020, en með bréfi 20. ágúst 2021 sagði Icelandair henni upp störfum frá og með 31. sama mánaðar. Laut ágreiningur málsins meðal annars að því hvort Ólöf Helga hefði haldið stöðu sinni sem öryggistrúnaðarmaður við sameiningu Flugfélags Íslands ehf. og Icelandair. Sóknaraðilinn í málinu krafðist þess fyrir Hæstarétti að úrskurður Félagsdóms yrði felldur úr gildi og kröfunni yrði vísað frá Félagsdómi. ASÍ krafðist hins vegar staðfestingar hins kærða úrskurðar. Líkt og áður sagði taldi Hæstiréttur ágreininginn ótvírætt falla undir lögsögu Félagsdóms og hafnaði því kröfu sóknaraðilanna. Sóknaraðilum var gert að greiða kærumálskostnað, alls hálfa milljón króna. Dómsmál Vinnumarkaður Stéttarfélög Icelandair Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Deilur Ólafar Helgu og Icelandair Tengdar fréttir Með ólíkindum að Icelandair ætli í stríð við verkalýðshreyfinguna „Mér finnst alveg með ólíkindum að fyrirtæki sem er í þeirri stöðu sem [Icelandair] er ætli sér að fara í stríð við verkalýðshreyfinguna,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um ákvörðun fyrirtækisins um að standa við uppsögn Ólafar Helgu Adolfsdóttur. 7. október 2021 07:31 Krefjast þess að Icelandair dragi uppsögn trúnaðarmanns til baka Forsvarsmenn Eflingar fara fram á að uppsögn hlaðmanns hjá Icelandair verði dregin til baka.Umræddur hlaðmaður, Ólöf Helga Adolfsdóttir, var trúnaðarmaður í hlaðdeild Icelandair á Reykjavíkurflugvelli og átti í viðræðum við fyrirtækið um réttindi starfsfólks þegar henni var sagt upp störfum. 5. október 2021 06:48 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Hæstiréttur vísaði til þess að meginágreiningur Icelandair og varnaraðila lyti að því hvort Ólöf Helga hefði átt að njóta verndar sem trúnaðarmaður við uppsögn. Hæstiréttur taldi ágreininginn ótvírætt falla undir lögsögu Félagsdóms og hafnaði því kröfu Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar vegna Icelandair. Ólöf Helga Adolfsdóttir bauð sig fram til embættis formanns Eflingar í febrúnar en beið þar lægri hlut.Vísir/Vilhelm Ólöf Helga hafði gegnt embætti trúnaðarmanns hlaðmanna á Reykjavíkurflugvelli frá árinu 2018 og tilnefnd sem trúnaðarmaður Eflingar stéttarfélags frá mars 2018 til marsmánaðar 2020. Í febrúar 2020 mun Flugfélag Íslands hafa sent tilkynningu um skipan öryggisnefndar sinnar til Vinnueftirlitsins og átti Ólöf Helga sæti í henni sem öryggistrúnaðarmaður. Icelandair svo tók yfir ráðningarsamning hennar á vormánuðum 2020, en með bréfi 20. ágúst 2021 sagði Icelandair henni upp störfum frá og með 31. sama mánaðar. Laut ágreiningur málsins meðal annars að því hvort Ólöf Helga hefði haldið stöðu sinni sem öryggistrúnaðarmaður við sameiningu Flugfélags Íslands ehf. og Icelandair. Sóknaraðilinn í málinu krafðist þess fyrir Hæstarétti að úrskurður Félagsdóms yrði felldur úr gildi og kröfunni yrði vísað frá Félagsdómi. ASÍ krafðist hins vegar staðfestingar hins kærða úrskurðar. Líkt og áður sagði taldi Hæstiréttur ágreininginn ótvírætt falla undir lögsögu Félagsdóms og hafnaði því kröfu sóknaraðilanna. Sóknaraðilum var gert að greiða kærumálskostnað, alls hálfa milljón króna.
Dómsmál Vinnumarkaður Stéttarfélög Icelandair Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Deilur Ólafar Helgu og Icelandair Tengdar fréttir Með ólíkindum að Icelandair ætli í stríð við verkalýðshreyfinguna „Mér finnst alveg með ólíkindum að fyrirtæki sem er í þeirri stöðu sem [Icelandair] er ætli sér að fara í stríð við verkalýðshreyfinguna,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um ákvörðun fyrirtækisins um að standa við uppsögn Ólafar Helgu Adolfsdóttur. 7. október 2021 07:31 Krefjast þess að Icelandair dragi uppsögn trúnaðarmanns til baka Forsvarsmenn Eflingar fara fram á að uppsögn hlaðmanns hjá Icelandair verði dregin til baka.Umræddur hlaðmaður, Ólöf Helga Adolfsdóttir, var trúnaðarmaður í hlaðdeild Icelandair á Reykjavíkurflugvelli og átti í viðræðum við fyrirtækið um réttindi starfsfólks þegar henni var sagt upp störfum. 5. október 2021 06:48 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Með ólíkindum að Icelandair ætli í stríð við verkalýðshreyfinguna „Mér finnst alveg með ólíkindum að fyrirtæki sem er í þeirri stöðu sem [Icelandair] er ætli sér að fara í stríð við verkalýðshreyfinguna,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um ákvörðun fyrirtækisins um að standa við uppsögn Ólafar Helgu Adolfsdóttur. 7. október 2021 07:31
Krefjast þess að Icelandair dragi uppsögn trúnaðarmanns til baka Forsvarsmenn Eflingar fara fram á að uppsögn hlaðmanns hjá Icelandair verði dregin til baka.Umræddur hlaðmaður, Ólöf Helga Adolfsdóttir, var trúnaðarmaður í hlaðdeild Icelandair á Reykjavíkurflugvelli og átti í viðræðum við fyrirtækið um réttindi starfsfólks þegar henni var sagt upp störfum. 5. október 2021 06:48