Andskotans áhrifavaldar og drónaskapur! Björn Steinbekk skrifar 1. mars 2022 14:01 Nú þegar sér fyrir endann á Covid og ferðaþjónustan gerir sig klára til að manna öll möguleg pláss á hótelum, rútum, veitingastöðum og tengdu er vert að koma inn á hóp fólks, innlent og erlent sem hefur átt góðan þátt í því að markaðssetja Ísland með tilkomu samfélagsmiðla og þar af leiðandi átt þátt í að skapa áðurnefnd störf. Já, mikið rétt, andskotans áhrifavaldarnir eins og sumir í ferðaþjónustunni kalla þá. Þetta er fólkið sem sendir endalaust tölvupóst, betlandi gistingu og bílaleigubíla svo ekki sé talað um allar fyrirspurnirnar til Icelandair og Play um frítt flug fyrir tags og mentions. Áhrifavaldar eru jafn misjafnir og þeir eru margir en það er óumdeilt að þeir hafa, flestir, áhrif. Ég kýs að kalla þetta fólk sögufólk því í raun er það sagan þeirra, texti með myndefni sem fólk heillast af, skapar hughrif. Þetta er oft fólk sem skrapar saman aur til að ferðast og mynda, með drónum og myndavélum og reynir að sýna heiminum sína sýn að löndin sem það heimsækir. Að færa fólki land, bæ, borg eða sveit, einn Instagram eða TikTok póst í einu. Persónulega hef ég reynslu af því að kynna landið mitt og finnast ég eiga skilið einhverja umbun fyrir. Drónaskapur minn við eldgosið í Geldingadölum barst fólki um allan heim og fór ég í fjöldann allan af viðtölum við erlenda fjölmiðla og miðlaði efni mínu, oft án endurgjalds til stórra miðla um allan heim. Áætlað virði umfjöllunar um gosið erlendis er meira en 50 milljarðar. Samt er það svo að ég hef aldrei heyrt frá Visit Reykjanes sem notið hefur þess að hafa eldgos á svæðinu, fyrr en í vikunni þar sem ég er beðinn um að útbúa myndefni, frítt, fyrir þau að birta, til að fagna því að eitt ár er liðið frá því að gosið hófst. Já, drónaskapur og áhrifavaldar hefur áhrif á væntanlega ferðamenn, í bland við allt það góða starf sem ferðaþjónustufyrirtæki og hið opinbera skilar. Þess vegna stakk ég upp á því við ráðherra viðskipta og menningar að Ísland yrði fyrsta landið í heimunum sem tæki upp samskonar endurgreiðslu og tíðkast vegna framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis. Að áhrifavaldar sem hafa tiltekið fylgi og viðbrögð á sínum miðlum fái að lágmarki 25% endurgreiðslu á öllum kostnaði við ferðalag sitt til landsins. Með þessu er hægt að stórefla umfjöllun sem næg er fyrir og taka í leiðinni í burtu hluta af þessu óþolandi betli andskotans áhrifavaldana sem eru að selja íslenska drauminn. Höfundur flýgur stundum drónum og ráðleggur við markaðsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Steinbekk Auglýsinga- og markaðsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Nú þegar sér fyrir endann á Covid og ferðaþjónustan gerir sig klára til að manna öll möguleg pláss á hótelum, rútum, veitingastöðum og tengdu er vert að koma inn á hóp fólks, innlent og erlent sem hefur átt góðan þátt í því að markaðssetja Ísland með tilkomu samfélagsmiðla og þar af leiðandi átt þátt í að skapa áðurnefnd störf. Já, mikið rétt, andskotans áhrifavaldarnir eins og sumir í ferðaþjónustunni kalla þá. Þetta er fólkið sem sendir endalaust tölvupóst, betlandi gistingu og bílaleigubíla svo ekki sé talað um allar fyrirspurnirnar til Icelandair og Play um frítt flug fyrir tags og mentions. Áhrifavaldar eru jafn misjafnir og þeir eru margir en það er óumdeilt að þeir hafa, flestir, áhrif. Ég kýs að kalla þetta fólk sögufólk því í raun er það sagan þeirra, texti með myndefni sem fólk heillast af, skapar hughrif. Þetta er oft fólk sem skrapar saman aur til að ferðast og mynda, með drónum og myndavélum og reynir að sýna heiminum sína sýn að löndin sem það heimsækir. Að færa fólki land, bæ, borg eða sveit, einn Instagram eða TikTok póst í einu. Persónulega hef ég reynslu af því að kynna landið mitt og finnast ég eiga skilið einhverja umbun fyrir. Drónaskapur minn við eldgosið í Geldingadölum barst fólki um allan heim og fór ég í fjöldann allan af viðtölum við erlenda fjölmiðla og miðlaði efni mínu, oft án endurgjalds til stórra miðla um allan heim. Áætlað virði umfjöllunar um gosið erlendis er meira en 50 milljarðar. Samt er það svo að ég hef aldrei heyrt frá Visit Reykjanes sem notið hefur þess að hafa eldgos á svæðinu, fyrr en í vikunni þar sem ég er beðinn um að útbúa myndefni, frítt, fyrir þau að birta, til að fagna því að eitt ár er liðið frá því að gosið hófst. Já, drónaskapur og áhrifavaldar hefur áhrif á væntanlega ferðamenn, í bland við allt það góða starf sem ferðaþjónustufyrirtæki og hið opinbera skilar. Þess vegna stakk ég upp á því við ráðherra viðskipta og menningar að Ísland yrði fyrsta landið í heimunum sem tæki upp samskonar endurgreiðslu og tíðkast vegna framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis. Að áhrifavaldar sem hafa tiltekið fylgi og viðbrögð á sínum miðlum fái að lágmarki 25% endurgreiðslu á öllum kostnaði við ferðalag sitt til landsins. Með þessu er hægt að stórefla umfjöllun sem næg er fyrir og taka í leiðinni í burtu hluta af þessu óþolandi betli andskotans áhrifavaldana sem eru að selja íslenska drauminn. Höfundur flýgur stundum drónum og ráðleggur við markaðsmál.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun