Fjögurra daga stríð en átta ára stríðsástand Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2022 21:01 Stríðsástand hefur ríkt í Úkraínu undanfarin átta ár frá því að Rússland innlimaði Krímskaga frá Úkraínu. Getty/Marlon Correa Ágreining Rússa og Úkraínumanna má rekja allt aftur til falls Sovétríkjanna árið 1991 þegar Úkraína lýsti yfir sjálfstæði. Tíundi áratugurinn einkenndist af deilum um yfirráðasvæði milli ríkjanna. Árið 1994 skrifuðu ríkin, auk Bretlands og Bandaríkjanna, undir samkomulag um að rússneskum kjarnorkuvopnum, sem enn voru í Úkraínu, yrði skilað til Rússa og að ríkin viðurkenndu sjálfstæði, fullveldi og landamæri Úkraínu. Árið 1997 skrifuðu Rússar og Úkraínumenn svo undir vináttusamning sem fól í sér viðurkenningu ríkjanna tveggja á yfirráðasvæðum hvers annars meðal annars. Sá samningur rann út árið 2019 en Úkraínumenn vildu ekki endurnýja hann þar sem rússneskir hermenn voru á úkraínskri grundu. Árið 2013 fór spennan milli Úkraínumanna og Rússa að magnast að nýju þegar Viktor Janúkóvitsj, þáverandi forseti Úkraínu, hafnaði samningi um að Úkraína gengi í Evrópusambandið. Varaði við að Úkraína myndi klofna ef hún þyrfti að velja milli Rússlands og ESB Rússar voru mjög á móti inngöngu Úkraínu í Evrópusambandið og stóðu þétt við bakið á Janúkóvitsj. Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði á sínum tíma að Úkraína myndi klofna ef þjóðin yrði látin velja milli samstarfs við Evrópusambandið eða Rússlands. Eftir riftun samningsins hófust fjöldamótmæli á götum Úkraínu, sem öryggissveitir Jaknúkóvitsj svöruðu af hörku, með þeim afleiðingum að ríkisstjórnin hröklaðist frá völdum og Janúkóvitsj forseti flúði til Rússlands. Í mars 2014 réðust Rússar inn á Krímskaga í Úkraínu og síðar sama ár náðu aðskilnaðarsinnar stjórn á hluta Austur-Úkraínu, með aðstoð Rússa. Á undanförnum árum hafa Úkraínumenn fjarlægst Rússa meira og meira, lagt aukna áherslu á lýðræðið og frekar viljað samstarf við Evrópusambandið en Rússa. Þá hefur hernaðarviðvera Bandaríkjanna í Úkraínu bætt gráu ofan á svart og Rússar litið á það sem útrás Atlantshafsbandalagsins til Austurs, sem Rússland telur mikla ógn við sig. Frá því í apríl í fyrra hefur Rússland haft stöðuga hernaðarviðveru við landamærin að Úkraínu og þegar leið á árið varð rússneska hersins vart á landamærum Hvíta-Rússlands og Úkraínu. Ástandið var þó nokkuð stöðugt, svona framan af, en nú í byrjun árs fór ástandið að versna. Nú á mánudag lýsti Pútín yfir viðurkenningu á sjálfstæði úkraínsku héraðanna Luhansk og Donetsk og að friðargæsluliðar á vegum rússneska hersins yrðu sendir inn í héruðin. Á þriðjudag boðuðu fjöldi ríkja til refsiaðgerða gegn Rússum en á aðfaranótt fimmtudags hófst allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Fréttaskýringar Tengdar fréttir Ísland lokar fyrir flugumferð Rússa og vegabréfaáritun ekki í boði fyrir diplómata Ísland hefur lokað fyrir flugumferð Rússa í loftrými Íslands. Þá fá rússneskir diplómatar og viðskiptamenn ekki að koma til landsins en búið er að loka fyrir vegabréfsáritanir þeirra. 27. febrúar 2022 10:19 Úkraínuvaktin: Rússar komnir inn í næststærstu borg landsins Nýjar gervihnattamyndir sýna nokkurra kílómetra langa bílalest, sem inniheldur meðal annars skriðdreka, stefna í átt að Kænugarði. 27. febrúar 2022 07:31 Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá SWIFT Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá greiðslukerfi sem notað er til að miðla fjármunum milli alþjóðlegra banka en rússneskir hermenn hafa nú tekið að beina sprengjuárásum að spítölum og skólum í Úkraínu. 26. febrúar 2022 20:01 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Tíundi áratugurinn einkenndist af deilum um yfirráðasvæði milli ríkjanna. Árið 1994 skrifuðu ríkin, auk Bretlands og Bandaríkjanna, undir samkomulag um að rússneskum kjarnorkuvopnum, sem enn voru í Úkraínu, yrði skilað til Rússa og að ríkin viðurkenndu sjálfstæði, fullveldi og landamæri Úkraínu. Árið 1997 skrifuðu Rússar og Úkraínumenn svo undir vináttusamning sem fól í sér viðurkenningu ríkjanna tveggja á yfirráðasvæðum hvers annars meðal annars. Sá samningur rann út árið 2019 en Úkraínumenn vildu ekki endurnýja hann þar sem rússneskir hermenn voru á úkraínskri grundu. Árið 2013 fór spennan milli Úkraínumanna og Rússa að magnast að nýju þegar Viktor Janúkóvitsj, þáverandi forseti Úkraínu, hafnaði samningi um að Úkraína gengi í Evrópusambandið. Varaði við að Úkraína myndi klofna ef hún þyrfti að velja milli Rússlands og ESB Rússar voru mjög á móti inngöngu Úkraínu í Evrópusambandið og stóðu þétt við bakið á Janúkóvitsj. Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði á sínum tíma að Úkraína myndi klofna ef þjóðin yrði látin velja milli samstarfs við Evrópusambandið eða Rússlands. Eftir riftun samningsins hófust fjöldamótmæli á götum Úkraínu, sem öryggissveitir Jaknúkóvitsj svöruðu af hörku, með þeim afleiðingum að ríkisstjórnin hröklaðist frá völdum og Janúkóvitsj forseti flúði til Rússlands. Í mars 2014 réðust Rússar inn á Krímskaga í Úkraínu og síðar sama ár náðu aðskilnaðarsinnar stjórn á hluta Austur-Úkraínu, með aðstoð Rússa. Á undanförnum árum hafa Úkraínumenn fjarlægst Rússa meira og meira, lagt aukna áherslu á lýðræðið og frekar viljað samstarf við Evrópusambandið en Rússa. Þá hefur hernaðarviðvera Bandaríkjanna í Úkraínu bætt gráu ofan á svart og Rússar litið á það sem útrás Atlantshafsbandalagsins til Austurs, sem Rússland telur mikla ógn við sig. Frá því í apríl í fyrra hefur Rússland haft stöðuga hernaðarviðveru við landamærin að Úkraínu og þegar leið á árið varð rússneska hersins vart á landamærum Hvíta-Rússlands og Úkraínu. Ástandið var þó nokkuð stöðugt, svona framan af, en nú í byrjun árs fór ástandið að versna. Nú á mánudag lýsti Pútín yfir viðurkenningu á sjálfstæði úkraínsku héraðanna Luhansk og Donetsk og að friðargæsluliðar á vegum rússneska hersins yrðu sendir inn í héruðin. Á þriðjudag boðuðu fjöldi ríkja til refsiaðgerða gegn Rússum en á aðfaranótt fimmtudags hófst allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Fréttaskýringar Tengdar fréttir Ísland lokar fyrir flugumferð Rússa og vegabréfaáritun ekki í boði fyrir diplómata Ísland hefur lokað fyrir flugumferð Rússa í loftrými Íslands. Þá fá rússneskir diplómatar og viðskiptamenn ekki að koma til landsins en búið er að loka fyrir vegabréfsáritanir þeirra. 27. febrúar 2022 10:19 Úkraínuvaktin: Rússar komnir inn í næststærstu borg landsins Nýjar gervihnattamyndir sýna nokkurra kílómetra langa bílalest, sem inniheldur meðal annars skriðdreka, stefna í átt að Kænugarði. 27. febrúar 2022 07:31 Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá SWIFT Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá greiðslukerfi sem notað er til að miðla fjármunum milli alþjóðlegra banka en rússneskir hermenn hafa nú tekið að beina sprengjuárásum að spítölum og skólum í Úkraínu. 26. febrúar 2022 20:01 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Ísland lokar fyrir flugumferð Rússa og vegabréfaáritun ekki í boði fyrir diplómata Ísland hefur lokað fyrir flugumferð Rússa í loftrými Íslands. Þá fá rússneskir diplómatar og viðskiptamenn ekki að koma til landsins en búið er að loka fyrir vegabréfsáritanir þeirra. 27. febrúar 2022 10:19
Úkraínuvaktin: Rússar komnir inn í næststærstu borg landsins Nýjar gervihnattamyndir sýna nokkurra kílómetra langa bílalest, sem inniheldur meðal annars skriðdreka, stefna í átt að Kænugarði. 27. febrúar 2022 07:31
Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá SWIFT Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá greiðslukerfi sem notað er til að miðla fjármunum milli alþjóðlegra banka en rússneskir hermenn hafa nú tekið að beina sprengjuárásum að spítölum og skólum í Úkraínu. 26. febrúar 2022 20:01