Segir Pútín hyggja á mesta stríð Evrópu frá 1945 Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2022 10:12 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AP/Matt Dunham Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir vísbendingar um að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sé að undirbúa mesta stríð Evrópu frá 1945. Þar að auki sé útlit fyrir að þær áætlanir séu þegar komnar af stað. Þetta sagði Johnson í samtali við BBC í München, þar sem hann er staddur á öryggisráðstefnu. Hann sagði einnig að þær upplýsingar sem hann hefði bentu til þess að Rússar væru að skipuleggja innrás með því markmiði að umkringja Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Johnson sagði að slík innrás myndi leiða til mikilla hörmunga og fjölmargra dauðsfalla. Yfirvöld í Bandaríkjunum áætla að um 170 til 190 þúsund rússneskir hermenn séu nú við landamæri Úkraínu í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Þessar tölur innihalda einnig aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu en þeir eru hliðhollir Rússlandi. Sjá einnig: Aðskilnaðarsinnar setja á almenna herkvaðningu Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi tilkynnti í morgun að rússneskir hermenn, sem hafa verið í landinu við æfingar, verði þar lengur. „Ég er hræddur um að áætlunin sem við sjáum sé eitthvað sem gæti orðið mesta stríð í Evrópu frá 1945, með tilliti til umfangs,“ sagði Johnson við BBC. Hann sagði þar að auki að ef til innrásar kæmi, þá yrðu Rússar beittir umfangsmiklum refsiaðgerðum. Meðal annars kæmi til greina að skera á aðgang Rússar að dölum og pundum. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í gærkvöldi að einnig yrði skrúfað fyrir aðgengi Rússa að fjármálamörkuðum í Evrópu og lokað á aðgang þeirra að ýmsum hátæknivörum. Hún sagði að „hættulegar pælingar Kreml“ gætu kostað Rússland mikla hagsæld, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur kallað þjóðaröryggisráð sitt á fund í dag en ráðamenn vestanhafs hafa sagt að Rússar séu tilbúnir til innrásar í Úkraínu. Vill refsiaðgerðir strax Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, var einnig staddur í München í gær þar sem hann gangrýndi vestuveldin svokölluðu fyrir aðgerðarleysi. Í ávarpi sínu á öryggisráðstefnunni spurði Selenskí eftir hverju þeir væru eiginlega að bíða. „Við þurfum ekki refsiaðgerðir ykkar eftir að hagkerfi okkar hrynur og hlutar lands okkar eru hersetnir,“ sagði Selenskí. Úkraína Bretland Rússland Bandaríkin Hernaður Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Sannfærður um að Pútín hafi ákveðið að ráðast inn í Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Vladimir Pútín þegar hafa ákveðið að gera frekari innrás í Úkraínu, meðal annars inn í höfuðborgina Kænugarð. 18. febrúar 2022 23:08 Hvetja Íslendinga í Úkraínu til að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur íslenska ríkisborgara sem eru í Úkraínu til að láta vita af sér. Ráðuneytið vekur athygli á því að vegna óvissunnar á svæðinu hafa nokkur flugfélög ákveðið að hætta að fljúga til og frá landinu eftir helgi. 19. febrúar 2022 16:55 Blinken segir Vesturlönd standa saman hvað sem Putin geri Stjórnvöld í Rússlandi hvetja rússneskumælandi Úkraínumenn til að flýja austurhéruð landsins yfir til Rússlands og heita þeim stuðningi. Sendiherra Rússlands er vonsvikinn yfir því sem hann kallar einhliða stuðning forseta Íslands og utanríkisráðherra við málstað Úkraínu. 18. febrúar 2022 19:20 Rússar æfa notkun kjarnorkuvopna Ráðamenn í Rússlandi tilkynntu í morgun að halda ætti umfangsmikla kjarnorkuvopnaæfingu þar í landi um helgina. Æfingarnar hefjast á morgun en samkvæmt yfirlýsingu frá Varnarmálaráðuneyti Rússlands munu þær meðal annars fela í sér að skjóta eldflaugum sem geta borið kjarnorkuvopn á loft. 18. febrúar 2022 12:03 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Þetta sagði Johnson í samtali við BBC í München, þar sem hann er staddur á öryggisráðstefnu. Hann sagði einnig að þær upplýsingar sem hann hefði bentu til þess að Rússar væru að skipuleggja innrás með því markmiði að umkringja Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Johnson sagði að slík innrás myndi leiða til mikilla hörmunga og fjölmargra dauðsfalla. Yfirvöld í Bandaríkjunum áætla að um 170 til 190 þúsund rússneskir hermenn séu nú við landamæri Úkraínu í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Þessar tölur innihalda einnig aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu en þeir eru hliðhollir Rússlandi. Sjá einnig: Aðskilnaðarsinnar setja á almenna herkvaðningu Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi tilkynnti í morgun að rússneskir hermenn, sem hafa verið í landinu við æfingar, verði þar lengur. „Ég er hræddur um að áætlunin sem við sjáum sé eitthvað sem gæti orðið mesta stríð í Evrópu frá 1945, með tilliti til umfangs,“ sagði Johnson við BBC. Hann sagði þar að auki að ef til innrásar kæmi, þá yrðu Rússar beittir umfangsmiklum refsiaðgerðum. Meðal annars kæmi til greina að skera á aðgang Rússar að dölum og pundum. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í gærkvöldi að einnig yrði skrúfað fyrir aðgengi Rússa að fjármálamörkuðum í Evrópu og lokað á aðgang þeirra að ýmsum hátæknivörum. Hún sagði að „hættulegar pælingar Kreml“ gætu kostað Rússland mikla hagsæld, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur kallað þjóðaröryggisráð sitt á fund í dag en ráðamenn vestanhafs hafa sagt að Rússar séu tilbúnir til innrásar í Úkraínu. Vill refsiaðgerðir strax Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, var einnig staddur í München í gær þar sem hann gangrýndi vestuveldin svokölluðu fyrir aðgerðarleysi. Í ávarpi sínu á öryggisráðstefnunni spurði Selenskí eftir hverju þeir væru eiginlega að bíða. „Við þurfum ekki refsiaðgerðir ykkar eftir að hagkerfi okkar hrynur og hlutar lands okkar eru hersetnir,“ sagði Selenskí.
Úkraína Bretland Rússland Bandaríkin Hernaður Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Sannfærður um að Pútín hafi ákveðið að ráðast inn í Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Vladimir Pútín þegar hafa ákveðið að gera frekari innrás í Úkraínu, meðal annars inn í höfuðborgina Kænugarð. 18. febrúar 2022 23:08 Hvetja Íslendinga í Úkraínu til að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur íslenska ríkisborgara sem eru í Úkraínu til að láta vita af sér. Ráðuneytið vekur athygli á því að vegna óvissunnar á svæðinu hafa nokkur flugfélög ákveðið að hætta að fljúga til og frá landinu eftir helgi. 19. febrúar 2022 16:55 Blinken segir Vesturlönd standa saman hvað sem Putin geri Stjórnvöld í Rússlandi hvetja rússneskumælandi Úkraínumenn til að flýja austurhéruð landsins yfir til Rússlands og heita þeim stuðningi. Sendiherra Rússlands er vonsvikinn yfir því sem hann kallar einhliða stuðning forseta Íslands og utanríkisráðherra við málstað Úkraínu. 18. febrúar 2022 19:20 Rússar æfa notkun kjarnorkuvopna Ráðamenn í Rússlandi tilkynntu í morgun að halda ætti umfangsmikla kjarnorkuvopnaæfingu þar í landi um helgina. Æfingarnar hefjast á morgun en samkvæmt yfirlýsingu frá Varnarmálaráðuneyti Rússlands munu þær meðal annars fela í sér að skjóta eldflaugum sem geta borið kjarnorkuvopn á loft. 18. febrúar 2022 12:03 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Sannfærður um að Pútín hafi ákveðið að ráðast inn í Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Vladimir Pútín þegar hafa ákveðið að gera frekari innrás í Úkraínu, meðal annars inn í höfuðborgina Kænugarð. 18. febrúar 2022 23:08
Hvetja Íslendinga í Úkraínu til að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur íslenska ríkisborgara sem eru í Úkraínu til að láta vita af sér. Ráðuneytið vekur athygli á því að vegna óvissunnar á svæðinu hafa nokkur flugfélög ákveðið að hætta að fljúga til og frá landinu eftir helgi. 19. febrúar 2022 16:55
Blinken segir Vesturlönd standa saman hvað sem Putin geri Stjórnvöld í Rússlandi hvetja rússneskumælandi Úkraínumenn til að flýja austurhéruð landsins yfir til Rússlands og heita þeim stuðningi. Sendiherra Rússlands er vonsvikinn yfir því sem hann kallar einhliða stuðning forseta Íslands og utanríkisráðherra við málstað Úkraínu. 18. febrúar 2022 19:20
Rússar æfa notkun kjarnorkuvopna Ráðamenn í Rússlandi tilkynntu í morgun að halda ætti umfangsmikla kjarnorkuvopnaæfingu þar í landi um helgina. Æfingarnar hefjast á morgun en samkvæmt yfirlýsingu frá Varnarmálaráðuneyti Rússlands munu þær meðal annars fela í sér að skjóta eldflaugum sem geta borið kjarnorkuvopn á loft. 18. febrúar 2022 12:03