Segir Pútín hyggja á mesta stríð Evrópu frá 1945 Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2022 10:12 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AP/Matt Dunham Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir vísbendingar um að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sé að undirbúa mesta stríð Evrópu frá 1945. Þar að auki sé útlit fyrir að þær áætlanir séu þegar komnar af stað. Þetta sagði Johnson í samtali við BBC í München, þar sem hann er staddur á öryggisráðstefnu. Hann sagði einnig að þær upplýsingar sem hann hefði bentu til þess að Rússar væru að skipuleggja innrás með því markmiði að umkringja Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Johnson sagði að slík innrás myndi leiða til mikilla hörmunga og fjölmargra dauðsfalla. Yfirvöld í Bandaríkjunum áætla að um 170 til 190 þúsund rússneskir hermenn séu nú við landamæri Úkraínu í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Þessar tölur innihalda einnig aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu en þeir eru hliðhollir Rússlandi. Sjá einnig: Aðskilnaðarsinnar setja á almenna herkvaðningu Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi tilkynnti í morgun að rússneskir hermenn, sem hafa verið í landinu við æfingar, verði þar lengur. „Ég er hræddur um að áætlunin sem við sjáum sé eitthvað sem gæti orðið mesta stríð í Evrópu frá 1945, með tilliti til umfangs,“ sagði Johnson við BBC. Hann sagði þar að auki að ef til innrásar kæmi, þá yrðu Rússar beittir umfangsmiklum refsiaðgerðum. Meðal annars kæmi til greina að skera á aðgang Rússar að dölum og pundum. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í gærkvöldi að einnig yrði skrúfað fyrir aðgengi Rússa að fjármálamörkuðum í Evrópu og lokað á aðgang þeirra að ýmsum hátæknivörum. Hún sagði að „hættulegar pælingar Kreml“ gætu kostað Rússland mikla hagsæld, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur kallað þjóðaröryggisráð sitt á fund í dag en ráðamenn vestanhafs hafa sagt að Rússar séu tilbúnir til innrásar í Úkraínu. Vill refsiaðgerðir strax Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, var einnig staddur í München í gær þar sem hann gangrýndi vestuveldin svokölluðu fyrir aðgerðarleysi. Í ávarpi sínu á öryggisráðstefnunni spurði Selenskí eftir hverju þeir væru eiginlega að bíða. „Við þurfum ekki refsiaðgerðir ykkar eftir að hagkerfi okkar hrynur og hlutar lands okkar eru hersetnir,“ sagði Selenskí. Úkraína Bretland Rússland Bandaríkin Hernaður Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Sannfærður um að Pútín hafi ákveðið að ráðast inn í Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Vladimir Pútín þegar hafa ákveðið að gera frekari innrás í Úkraínu, meðal annars inn í höfuðborgina Kænugarð. 18. febrúar 2022 23:08 Hvetja Íslendinga í Úkraínu til að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur íslenska ríkisborgara sem eru í Úkraínu til að láta vita af sér. Ráðuneytið vekur athygli á því að vegna óvissunnar á svæðinu hafa nokkur flugfélög ákveðið að hætta að fljúga til og frá landinu eftir helgi. 19. febrúar 2022 16:55 Blinken segir Vesturlönd standa saman hvað sem Putin geri Stjórnvöld í Rússlandi hvetja rússneskumælandi Úkraínumenn til að flýja austurhéruð landsins yfir til Rússlands og heita þeim stuðningi. Sendiherra Rússlands er vonsvikinn yfir því sem hann kallar einhliða stuðning forseta Íslands og utanríkisráðherra við málstað Úkraínu. 18. febrúar 2022 19:20 Rússar æfa notkun kjarnorkuvopna Ráðamenn í Rússlandi tilkynntu í morgun að halda ætti umfangsmikla kjarnorkuvopnaæfingu þar í landi um helgina. Æfingarnar hefjast á morgun en samkvæmt yfirlýsingu frá Varnarmálaráðuneyti Rússlands munu þær meðal annars fela í sér að skjóta eldflaugum sem geta borið kjarnorkuvopn á loft. 18. febrúar 2022 12:03 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Þetta sagði Johnson í samtali við BBC í München, þar sem hann er staddur á öryggisráðstefnu. Hann sagði einnig að þær upplýsingar sem hann hefði bentu til þess að Rússar væru að skipuleggja innrás með því markmiði að umkringja Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Johnson sagði að slík innrás myndi leiða til mikilla hörmunga og fjölmargra dauðsfalla. Yfirvöld í Bandaríkjunum áætla að um 170 til 190 þúsund rússneskir hermenn séu nú við landamæri Úkraínu í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Þessar tölur innihalda einnig aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu en þeir eru hliðhollir Rússlandi. Sjá einnig: Aðskilnaðarsinnar setja á almenna herkvaðningu Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi tilkynnti í morgun að rússneskir hermenn, sem hafa verið í landinu við æfingar, verði þar lengur. „Ég er hræddur um að áætlunin sem við sjáum sé eitthvað sem gæti orðið mesta stríð í Evrópu frá 1945, með tilliti til umfangs,“ sagði Johnson við BBC. Hann sagði þar að auki að ef til innrásar kæmi, þá yrðu Rússar beittir umfangsmiklum refsiaðgerðum. Meðal annars kæmi til greina að skera á aðgang Rússar að dölum og pundum. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í gærkvöldi að einnig yrði skrúfað fyrir aðgengi Rússa að fjármálamörkuðum í Evrópu og lokað á aðgang þeirra að ýmsum hátæknivörum. Hún sagði að „hættulegar pælingar Kreml“ gætu kostað Rússland mikla hagsæld, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur kallað þjóðaröryggisráð sitt á fund í dag en ráðamenn vestanhafs hafa sagt að Rússar séu tilbúnir til innrásar í Úkraínu. Vill refsiaðgerðir strax Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, var einnig staddur í München í gær þar sem hann gangrýndi vestuveldin svokölluðu fyrir aðgerðarleysi. Í ávarpi sínu á öryggisráðstefnunni spurði Selenskí eftir hverju þeir væru eiginlega að bíða. „Við þurfum ekki refsiaðgerðir ykkar eftir að hagkerfi okkar hrynur og hlutar lands okkar eru hersetnir,“ sagði Selenskí.
Úkraína Bretland Rússland Bandaríkin Hernaður Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Sannfærður um að Pútín hafi ákveðið að ráðast inn í Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Vladimir Pútín þegar hafa ákveðið að gera frekari innrás í Úkraínu, meðal annars inn í höfuðborgina Kænugarð. 18. febrúar 2022 23:08 Hvetja Íslendinga í Úkraínu til að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur íslenska ríkisborgara sem eru í Úkraínu til að láta vita af sér. Ráðuneytið vekur athygli á því að vegna óvissunnar á svæðinu hafa nokkur flugfélög ákveðið að hætta að fljúga til og frá landinu eftir helgi. 19. febrúar 2022 16:55 Blinken segir Vesturlönd standa saman hvað sem Putin geri Stjórnvöld í Rússlandi hvetja rússneskumælandi Úkraínumenn til að flýja austurhéruð landsins yfir til Rússlands og heita þeim stuðningi. Sendiherra Rússlands er vonsvikinn yfir því sem hann kallar einhliða stuðning forseta Íslands og utanríkisráðherra við málstað Úkraínu. 18. febrúar 2022 19:20 Rússar æfa notkun kjarnorkuvopna Ráðamenn í Rússlandi tilkynntu í morgun að halda ætti umfangsmikla kjarnorkuvopnaæfingu þar í landi um helgina. Æfingarnar hefjast á morgun en samkvæmt yfirlýsingu frá Varnarmálaráðuneyti Rússlands munu þær meðal annars fela í sér að skjóta eldflaugum sem geta borið kjarnorkuvopn á loft. 18. febrúar 2022 12:03 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Sannfærður um að Pútín hafi ákveðið að ráðast inn í Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Vladimir Pútín þegar hafa ákveðið að gera frekari innrás í Úkraínu, meðal annars inn í höfuðborgina Kænugarð. 18. febrúar 2022 23:08
Hvetja Íslendinga í Úkraínu til að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur íslenska ríkisborgara sem eru í Úkraínu til að láta vita af sér. Ráðuneytið vekur athygli á því að vegna óvissunnar á svæðinu hafa nokkur flugfélög ákveðið að hætta að fljúga til og frá landinu eftir helgi. 19. febrúar 2022 16:55
Blinken segir Vesturlönd standa saman hvað sem Putin geri Stjórnvöld í Rússlandi hvetja rússneskumælandi Úkraínumenn til að flýja austurhéruð landsins yfir til Rússlands og heita þeim stuðningi. Sendiherra Rússlands er vonsvikinn yfir því sem hann kallar einhliða stuðning forseta Íslands og utanríkisráðherra við málstað Úkraínu. 18. febrúar 2022 19:20
Rússar æfa notkun kjarnorkuvopna Ráðamenn í Rússlandi tilkynntu í morgun að halda ætti umfangsmikla kjarnorkuvopnaæfingu þar í landi um helgina. Æfingarnar hefjast á morgun en samkvæmt yfirlýsingu frá Varnarmálaráðuneyti Rússlands munu þær meðal annars fela í sér að skjóta eldflaugum sem geta borið kjarnorkuvopn á loft. 18. febrúar 2022 12:03