Blóðmerar og ímynd Íslands Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 18. febrúar 2022 14:00 Ég tók þá ákvörðun fyrir mörgum árum að fara aldrei nokkurn tímann til Sádi-Arabíu. Staða kvenna og meðferð á konum þar er óásættanleg að mínu mati. Vinkona mín ætlar ekki að fara til Ungverjalands fyrr en Ungverjar eru búnir að taka sig á varðandi stöðu og réttindi samkynhneigðra þar í landi. Nú eru farnar að berast fréttir af fólki víða um heim, sem setur spurningamerki við það að ferðast til Íslands, vegna fregna af illri meðferð á dýrum í formi blóðmerahalds. Sagan fljót að berast um heiminn Myndband frá svissnesku dýraverndunarsamtökunum Animal Welfare Foundation, sem sýnir blóðtöku úr fylfullum hryssum á Íslandi hefur farið eins og eldur í sinu um heiminn. Þar fylgir sögunni, að Ísland sé eitt af örfáum ríkjum heims sem enn leyfa þessa starfsemi. Myndbandið, sem hefur vakið upp mikinn óhug og jafnvel viðbjóð, hefur leitt til víðtækrar fjölmiðlaumfjöllunar á mörgum helstu markaðssvæðum íslenskrar ferðaþjónustu. Í Þýskalandi, svo dæmi sé tekið, hafa virtir fjölmiðlar á borð við dagblaðið Süddeutsche Zeitung og sjónvarpsstöðina ARD fjallað ítarlega um málið. Niðurstaðan af þessu öllu saman er að ímynd Íslands og ekki síður ímynd íslenska hestsins, hrossaræktunar og hestaferða hefur beðið hnekki. Rétt er að geta þess að ímynd íslenska hestsins hefur lengi verið sterk og mikil umsvif eiga sér stað í „hestahagkerfinu“ á hverju ári. Þannig voru t.d. um 3300 hestar seldir úr landi á síðasta ári fyrir rúma 2,2 milljarða króna. Ætla má að blóðmerahald hafi neikvæð áhrif á „hestahagkerfið“ hér á landi. Getur valdið miklum skaða Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa þegar kemur að ferðaþjónustu. Nú þegar hefur blóðmeramálið valdið truflunum í eftirspurn. Símtölum og fyrirspurnum hefur rignt yfir ferðaþjónustufyrirtæki bæði hér heima og erlendis. Þau koma frá fólki sem er svo ofboðið að það finnur sig knúið til að leggja orð í belg og jafnvel fullvissa sig um að blóðmerahald sé ekki landlægt á Íslandi. Það liggur fyrir að sterk og góð ímynd landa og áfangastaða er eitt mikilvægasta tækið í verkfærakistunni, þegar kemur að því að selja bæði ferðir til Íslands og ekki síður íslenskar vörur á erlendum mörkuðum. Sagan segir okkur að mál á borð við þetta - nærtækt er þar að nefna hvalveiðar Íslendinga - geta valdið miklum skaða og stefnt viðskiptahagsmunum okkar erlendis í voða. Hangir saman á ímynd Íslands Það er mjög ólíklegt að þetta mál hverfi eins og fyrir töfra af sjónarsviðinu og við getum haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Mun líklegra er, að það blási upp og valdi verulegu tjóni, þegar upp er staðið. Í þessu samhengi skiptir engu máli hvað er rétt og hvað er rangt varðandi blóðtökuna og meðferð á hryssunum. Það skiptir engu máli hvað okkur finnst. Skaðinn er skeður. Skriðan er farin af stað. Við sem samfélag þurfum nú að velta því fyrir okkur hvað sé best fyrir okkur og hvaða hagsmuna við eigum að gæta í stóra samhenginu. Það má leiða að því líkum að flestir ferðamenn, sem hafa áhuga á að koma til Íslands, fordæmi blóðmerahald og það hvernig blóðið er notað. Það sama má segja um þá sem líklegir eru til að kaupa íslenska hesta. Það má líka reikna með þetta mál muni einnig hafa áhrif á sölu matvæla á erlendum mörkuðum. Allt hangir þetta saman á ímynd Íslands. Meiri hagsmunum fórnað fyrir minni? Útflutningsverðmæti á blóði úr fylfullum hryssum eru áætluð um tveir milljarðar króna á ári. Til samanburðar eru útflutningstekjur af 7700 ferðamönnum sem sækja Ísland heim um tveir milljarðar króna. Þó að umfjöllun um blóðmerahald fæli aðeins um 7700 ferðamenn frá því að koma til landsins þá eru þessir tveir milljarðar úflutningstekna tapaðir. Reynslan af áhrifum hvalveiða á ímynd Íslands og ferðaþjónustu sýnir að það er fyllilega raunhæfur fjöldi. Verði áhrifin enn meiri en það, sem er mjög líklegt, er blóðmerahald farið að valda beinum efnahagslegum skaða. Spurningin núna hlýtur því að vera sú hvar stóru hagsmunirnir liggi. Hvort að með áframhaldandi leyfisveitingum fyrir blóðmerahald, sé verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Til að gera langa sögu stutta: Er blóðmerahald og útflutningur á blóði úr fylfullum merum til svínaeldis góður „bisness“ fyrir Ísland í heildarsamhenginu? Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Blóðmerahald Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Ég tók þá ákvörðun fyrir mörgum árum að fara aldrei nokkurn tímann til Sádi-Arabíu. Staða kvenna og meðferð á konum þar er óásættanleg að mínu mati. Vinkona mín ætlar ekki að fara til Ungverjalands fyrr en Ungverjar eru búnir að taka sig á varðandi stöðu og réttindi samkynhneigðra þar í landi. Nú eru farnar að berast fréttir af fólki víða um heim, sem setur spurningamerki við það að ferðast til Íslands, vegna fregna af illri meðferð á dýrum í formi blóðmerahalds. Sagan fljót að berast um heiminn Myndband frá svissnesku dýraverndunarsamtökunum Animal Welfare Foundation, sem sýnir blóðtöku úr fylfullum hryssum á Íslandi hefur farið eins og eldur í sinu um heiminn. Þar fylgir sögunni, að Ísland sé eitt af örfáum ríkjum heims sem enn leyfa þessa starfsemi. Myndbandið, sem hefur vakið upp mikinn óhug og jafnvel viðbjóð, hefur leitt til víðtækrar fjölmiðlaumfjöllunar á mörgum helstu markaðssvæðum íslenskrar ferðaþjónustu. Í Þýskalandi, svo dæmi sé tekið, hafa virtir fjölmiðlar á borð við dagblaðið Süddeutsche Zeitung og sjónvarpsstöðina ARD fjallað ítarlega um málið. Niðurstaðan af þessu öllu saman er að ímynd Íslands og ekki síður ímynd íslenska hestsins, hrossaræktunar og hestaferða hefur beðið hnekki. Rétt er að geta þess að ímynd íslenska hestsins hefur lengi verið sterk og mikil umsvif eiga sér stað í „hestahagkerfinu“ á hverju ári. Þannig voru t.d. um 3300 hestar seldir úr landi á síðasta ári fyrir rúma 2,2 milljarða króna. Ætla má að blóðmerahald hafi neikvæð áhrif á „hestahagkerfið“ hér á landi. Getur valdið miklum skaða Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa þegar kemur að ferðaþjónustu. Nú þegar hefur blóðmeramálið valdið truflunum í eftirspurn. Símtölum og fyrirspurnum hefur rignt yfir ferðaþjónustufyrirtæki bæði hér heima og erlendis. Þau koma frá fólki sem er svo ofboðið að það finnur sig knúið til að leggja orð í belg og jafnvel fullvissa sig um að blóðmerahald sé ekki landlægt á Íslandi. Það liggur fyrir að sterk og góð ímynd landa og áfangastaða er eitt mikilvægasta tækið í verkfærakistunni, þegar kemur að því að selja bæði ferðir til Íslands og ekki síður íslenskar vörur á erlendum mörkuðum. Sagan segir okkur að mál á borð við þetta - nærtækt er þar að nefna hvalveiðar Íslendinga - geta valdið miklum skaða og stefnt viðskiptahagsmunum okkar erlendis í voða. Hangir saman á ímynd Íslands Það er mjög ólíklegt að þetta mál hverfi eins og fyrir töfra af sjónarsviðinu og við getum haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Mun líklegra er, að það blási upp og valdi verulegu tjóni, þegar upp er staðið. Í þessu samhengi skiptir engu máli hvað er rétt og hvað er rangt varðandi blóðtökuna og meðferð á hryssunum. Það skiptir engu máli hvað okkur finnst. Skaðinn er skeður. Skriðan er farin af stað. Við sem samfélag þurfum nú að velta því fyrir okkur hvað sé best fyrir okkur og hvaða hagsmuna við eigum að gæta í stóra samhenginu. Það má leiða að því líkum að flestir ferðamenn, sem hafa áhuga á að koma til Íslands, fordæmi blóðmerahald og það hvernig blóðið er notað. Það sama má segja um þá sem líklegir eru til að kaupa íslenska hesta. Það má líka reikna með þetta mál muni einnig hafa áhrif á sölu matvæla á erlendum mörkuðum. Allt hangir þetta saman á ímynd Íslands. Meiri hagsmunum fórnað fyrir minni? Útflutningsverðmæti á blóði úr fylfullum hryssum eru áætluð um tveir milljarðar króna á ári. Til samanburðar eru útflutningstekjur af 7700 ferðamönnum sem sækja Ísland heim um tveir milljarðar króna. Þó að umfjöllun um blóðmerahald fæli aðeins um 7700 ferðamenn frá því að koma til landsins þá eru þessir tveir milljarðar úflutningstekna tapaðir. Reynslan af áhrifum hvalveiða á ímynd Íslands og ferðaþjónustu sýnir að það er fyllilega raunhæfur fjöldi. Verði áhrifin enn meiri en það, sem er mjög líklegt, er blóðmerahald farið að valda beinum efnahagslegum skaða. Spurningin núna hlýtur því að vera sú hvar stóru hagsmunirnir liggi. Hvort að með áframhaldandi leyfisveitingum fyrir blóðmerahald, sé verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Til að gera langa sögu stutta: Er blóðmerahald og útflutningur á blóði úr fylfullum merum til svínaeldis góður „bisness“ fyrir Ísland í heildarsamhenginu? Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun