Áttræð nunna dæmd í árs fangelsi fyrir þjófnað Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2022 22:01 Nunnan sem um ræðir var skólastjóri í 28 ár en var dæmd fyrir að draga að sér fé í tíu ár og þá meðal annars til að fjármagna fjárhættuspil í Las Vegas. Getty Mary Margaret Kreuper, áttræð nunna frá Los Angeles í Bandaríkjunum, hefur verið dæmd í árs fangelsi. Í sumar játaði hún að hafa stolið rúmlega átta hundrað þúsund dölum frá skólanum St. James en hún var skólastjóri þar í 28 ár. Í meira en áratug dró hún sér fé frá skólanum til að fjármagna fjárhættuspil hennar og frí fyrir hana og vini hennar. Upp komst um hana þegar hún settist í helgan stein árið 2018 og fjármál skólans voru tekin til skoðunar. Kreuper játað brot sín síðasta sumar og dómsuppkvaðning fór fram í gær. Hún mun afplána dóm sinn í alríkisfangelsi og sitja inni í eitt ár og einn dag. Hún var einnig dæmd til að greiða skólanum 835 þúsund dali til baka, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. „Ég hef syndgað. Ég braut lögin og hef enga afsökun,“ sagði Kreuper við dómsuppkvaðninguna. Hún sagðist hafa farið gegn þeim eiðum sem hún sór þegar hún varð nunna, boðorðum guðs og lögunum og að hún hefði brotið það traust sem margir báru til hennar. Hér má sjá stutta sjónvarpsfrétt héraðsmiðilsins ABC7 um málið. Upprunalega var önnur nunna, sem var aðstoðarskólastjóri Kreuper, var upprunalega einnig bendluð við fjárdráttinn en hún var aldrei ákærð. Sjá einnig: Nunnur stálu hálfri milljón dala og eyddu þýfinu í Las Vegas LA Times segir að í ákærunni gegn Kreuper hafi komið fram að þegar forsvarsmenn kaþólsku kirkjunnar í Kaliforníu gengu á nunnuna vegna fjármála skólans, hafi hún kvartað yfir því að prestar fengju hærri laun en nunnur og hún ætti skilið að fá launahækkun. Bandaríkin Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Í meira en áratug dró hún sér fé frá skólanum til að fjármagna fjárhættuspil hennar og frí fyrir hana og vini hennar. Upp komst um hana þegar hún settist í helgan stein árið 2018 og fjármál skólans voru tekin til skoðunar. Kreuper játað brot sín síðasta sumar og dómsuppkvaðning fór fram í gær. Hún mun afplána dóm sinn í alríkisfangelsi og sitja inni í eitt ár og einn dag. Hún var einnig dæmd til að greiða skólanum 835 þúsund dali til baka, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. „Ég hef syndgað. Ég braut lögin og hef enga afsökun,“ sagði Kreuper við dómsuppkvaðninguna. Hún sagðist hafa farið gegn þeim eiðum sem hún sór þegar hún varð nunna, boðorðum guðs og lögunum og að hún hefði brotið það traust sem margir báru til hennar. Hér má sjá stutta sjónvarpsfrétt héraðsmiðilsins ABC7 um málið. Upprunalega var önnur nunna, sem var aðstoðarskólastjóri Kreuper, var upprunalega einnig bendluð við fjárdráttinn en hún var aldrei ákærð. Sjá einnig: Nunnur stálu hálfri milljón dala og eyddu þýfinu í Las Vegas LA Times segir að í ákærunni gegn Kreuper hafi komið fram að þegar forsvarsmenn kaþólsku kirkjunnar í Kaliforníu gengu á nunnuna vegna fjármála skólans, hafi hún kvartað yfir því að prestar fengju hærri laun en nunnur og hún ætti skilið að fá launahækkun.
Bandaríkin Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira