Ná í fyrsta lagi í vélina seint í næstu viku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. febrúar 2022 14:58 Oddur Árnason á vettvangi í gær. V'isir Miðað við fyrirliggjandi veðurspá er útlit fyrir að veðurskilyrði til þess að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns í nótt upp á yfirborðið verði ekki til staðar fyrr en í seinni hluta næstu viku. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. „Það er langtímaspá og á þessum árstíma er erfitt að treysta á hana, en fyrsta gisk er seinni hluti næstu viku.“ Lögregla og Landhelgisgæslan hafa gefið það út að til þess að hægt verði að ná vélinni upp þurfi minnst tveggja sólarhringa glugga af hagstæðum veðurskilyrðum, ef vel á að ganga. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að um sé að ræða tæknilega erfiða aðgerð og að henni fylgi umtalsverðar hættur fyrir björgunarfólk. Aðstandendur komnir til landsins Aðstandendur erlendu ferðamannanna sem voru um borð í flugvélinni eru komnir hingað til lands eða á leiðinni. Oddur segir lögreglu vera með tengilið við aðstandendurna og að vel sé haldið utan um þá af fagaðilum. „Þannig að það er í farvegi bara,“ segir Oddur en kvaðst ekki geta greint frá þjóðerni ferðamannanna. „Við ætlum að eiga samtalið við þessar fjölskyldur og gefa upplýsingar í samræmi við þeirra óskir. Sjáum bara til hvert það leiðir okkur.“ Ferðamennirnir þrír, sem voru í vélinni ásamt íslenskum flugmanni, voru hluti af stærri hópi sem ferðaðist hingað til lands. Oddur hefur hins vegar ekki upplýsingar um hvort hópurinn sem ferðamennirnir tilheyrðu sé farinn af landi brott, í heild eða hluta. Fréttir af flugi Lögreglumál Flugslys við Þingvallavatn Grímsnes- og Grafningshreppur Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Samgönguslys Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. „Það er langtímaspá og á þessum árstíma er erfitt að treysta á hana, en fyrsta gisk er seinni hluti næstu viku.“ Lögregla og Landhelgisgæslan hafa gefið það út að til þess að hægt verði að ná vélinni upp þurfi minnst tveggja sólarhringa glugga af hagstæðum veðurskilyrðum, ef vel á að ganga. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að um sé að ræða tæknilega erfiða aðgerð og að henni fylgi umtalsverðar hættur fyrir björgunarfólk. Aðstandendur komnir til landsins Aðstandendur erlendu ferðamannanna sem voru um borð í flugvélinni eru komnir hingað til lands eða á leiðinni. Oddur segir lögreglu vera með tengilið við aðstandendurna og að vel sé haldið utan um þá af fagaðilum. „Þannig að það er í farvegi bara,“ segir Oddur en kvaðst ekki geta greint frá þjóðerni ferðamannanna. „Við ætlum að eiga samtalið við þessar fjölskyldur og gefa upplýsingar í samræmi við þeirra óskir. Sjáum bara til hvert það leiðir okkur.“ Ferðamennirnir þrír, sem voru í vélinni ásamt íslenskum flugmanni, voru hluti af stærri hópi sem ferðaðist hingað til lands. Oddur hefur hins vegar ekki upplýsingar um hvort hópurinn sem ferðamennirnir tilheyrðu sé farinn af landi brott, í heild eða hluta.
Fréttir af flugi Lögreglumál Flugslys við Þingvallavatn Grímsnes- og Grafningshreppur Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Samgönguslys Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira