Hafa stefnt Almennri innheimtu og eiganda félagsins Eiður Þór Árnason skrifar 26. janúar 2022 08:39 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Vilhelm Neytendasamtökin hafa stefnt lögmanninum Gísla Kristbirni Björnssyni, fyrirtæki hans Almennri innheimtu ehf. og tryggingafélaginu Verði vegna smálánainnheimtu. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag. Almenn innheimta er hætt starfsemi en það sá um innheimtu á kröfusafni Ecommerce 2020, sem veitti meðal annars smálán í nafni Hraðpeninga, Kredia og Smálána. Dómsmálið er sagt snúast um nokkra tugi þúsunda króna og vera prófmál á aðferðir sem fyrirtæki hafi beitt við innheimtu smálána. Telja Neytendasamtökin innheimtuna ólöglega og innheimtukostnað of háan. Þá hafi eftirlit skort með starfseminni. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í samtali við Fréttablaðið að aðalkrafa þeirra sé að héraðsdómur viðurkenni að innheimtuaðilar verði að kanna lögmæti krafna sinna og fari ekki í „sýndarinnheimtu á kröfum sem eru í hæsta máta vafasamar.“ Úrskurðuðu að félagið hafi brotið lög Kröfusafn eCommerce 2020 var í fyrra keypt af BPO Innheimtu ehf. Fjármálaeftirlit Seðlabankans komst að þeirri niðurstöðu að BPO Innheimta hafi brotið gegn lögum þegar það hóf innheimtu á áðurnefndu kröfusafni án þess að gera fullnægjandi könnun á kröfunum. Þá sektaði Neytendastofa fyrirtækið um 1,5 milljón króna síðasta sumar fyrir „umfangsmikil“ og „alvarleg“ brot á markaði. Neytendasamtökin hafa gagnrýnt að Almenn innheimta hafi starfað án eftirlits og gengið hart fram í innheimtu á smálánakröfum sem voru ólöglegar að mati samtakanna. Úrskurðarnefnd lögmanna komst að þeirri niðurstöðu árið 2020 að Almenn innheimta hafi brotið innheimtulög og veitti eigenda fyrirtækisins áminningu. Smálán Neytendur Dómsmál Tengdar fréttir BPO braut lög við innheimtu smálánakrafna BPO Innheimta ehf. braut gegn innheimtulögum við innheimtu á smálánakröfum vorið 2021. Þetta er niðurstaða Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands sem hefur gert athugun á starfsháttum fyrirtækisins. 6. janúar 2022 12:23 Sekta BPO Innheimtu vegna „umfangsmikilla og alvarlegra“ brota á smálánamarkaði Neytendastofa hefur sektað innheimtufyrirtækið BPO Innheimtu um 1,5 milljón króna fyrir „umfangsmikil“ og „alvarleg“ brot á markaði. Starfshættir fyrirtækisins varðandi kröfur í heimabanka eru sagðir hafa verið villandi gagnvart neytendum og brotið í bága við góða og réttmæta viðskiptahætti, en kröfurnar hækkuðu umtalsvert skömmu eftir birtingu þeirra. 11. júní 2021 13:12 Segja innheimtufélag smálánafyrirtækja hafa brotið lög Úrskurðarnefnd lögmanna er sögð hafa komist að þeirri niðurstöðu að Almenn innheimta, sem starfað hefur fyrir smálánafyrirtæki, hafið brotið innheimtulög. Neytendasamtökin segja að engu að síður sé engin leið til þess að stöðva það sem þau telja ólöglega innheimtu smálána. 14. maí 2020 17:54 Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Sjá meira
Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag. Almenn innheimta er hætt starfsemi en það sá um innheimtu á kröfusafni Ecommerce 2020, sem veitti meðal annars smálán í nafni Hraðpeninga, Kredia og Smálána. Dómsmálið er sagt snúast um nokkra tugi þúsunda króna og vera prófmál á aðferðir sem fyrirtæki hafi beitt við innheimtu smálána. Telja Neytendasamtökin innheimtuna ólöglega og innheimtukostnað of háan. Þá hafi eftirlit skort með starfseminni. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í samtali við Fréttablaðið að aðalkrafa þeirra sé að héraðsdómur viðurkenni að innheimtuaðilar verði að kanna lögmæti krafna sinna og fari ekki í „sýndarinnheimtu á kröfum sem eru í hæsta máta vafasamar.“ Úrskurðuðu að félagið hafi brotið lög Kröfusafn eCommerce 2020 var í fyrra keypt af BPO Innheimtu ehf. Fjármálaeftirlit Seðlabankans komst að þeirri niðurstöðu að BPO Innheimta hafi brotið gegn lögum þegar það hóf innheimtu á áðurnefndu kröfusafni án þess að gera fullnægjandi könnun á kröfunum. Þá sektaði Neytendastofa fyrirtækið um 1,5 milljón króna síðasta sumar fyrir „umfangsmikil“ og „alvarleg“ brot á markaði. Neytendasamtökin hafa gagnrýnt að Almenn innheimta hafi starfað án eftirlits og gengið hart fram í innheimtu á smálánakröfum sem voru ólöglegar að mati samtakanna. Úrskurðarnefnd lögmanna komst að þeirri niðurstöðu árið 2020 að Almenn innheimta hafi brotið innheimtulög og veitti eigenda fyrirtækisins áminningu.
Smálán Neytendur Dómsmál Tengdar fréttir BPO braut lög við innheimtu smálánakrafna BPO Innheimta ehf. braut gegn innheimtulögum við innheimtu á smálánakröfum vorið 2021. Þetta er niðurstaða Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands sem hefur gert athugun á starfsháttum fyrirtækisins. 6. janúar 2022 12:23 Sekta BPO Innheimtu vegna „umfangsmikilla og alvarlegra“ brota á smálánamarkaði Neytendastofa hefur sektað innheimtufyrirtækið BPO Innheimtu um 1,5 milljón króna fyrir „umfangsmikil“ og „alvarleg“ brot á markaði. Starfshættir fyrirtækisins varðandi kröfur í heimabanka eru sagðir hafa verið villandi gagnvart neytendum og brotið í bága við góða og réttmæta viðskiptahætti, en kröfurnar hækkuðu umtalsvert skömmu eftir birtingu þeirra. 11. júní 2021 13:12 Segja innheimtufélag smálánafyrirtækja hafa brotið lög Úrskurðarnefnd lögmanna er sögð hafa komist að þeirri niðurstöðu að Almenn innheimta, sem starfað hefur fyrir smálánafyrirtæki, hafið brotið innheimtulög. Neytendasamtökin segja að engu að síður sé engin leið til þess að stöðva það sem þau telja ólöglega innheimtu smálána. 14. maí 2020 17:54 Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Sjá meira
BPO braut lög við innheimtu smálánakrafna BPO Innheimta ehf. braut gegn innheimtulögum við innheimtu á smálánakröfum vorið 2021. Þetta er niðurstaða Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands sem hefur gert athugun á starfsháttum fyrirtækisins. 6. janúar 2022 12:23
Sekta BPO Innheimtu vegna „umfangsmikilla og alvarlegra“ brota á smálánamarkaði Neytendastofa hefur sektað innheimtufyrirtækið BPO Innheimtu um 1,5 milljón króna fyrir „umfangsmikil“ og „alvarleg“ brot á markaði. Starfshættir fyrirtækisins varðandi kröfur í heimabanka eru sagðir hafa verið villandi gagnvart neytendum og brotið í bága við góða og réttmæta viðskiptahætti, en kröfurnar hækkuðu umtalsvert skömmu eftir birtingu þeirra. 11. júní 2021 13:12
Segja innheimtufélag smálánafyrirtækja hafa brotið lög Úrskurðarnefnd lögmanna er sögð hafa komist að þeirri niðurstöðu að Almenn innheimta, sem starfað hefur fyrir smálánafyrirtæki, hafið brotið innheimtulög. Neytendasamtökin segja að engu að síður sé engin leið til þess að stöðva það sem þau telja ólöglega innheimtu smálána. 14. maí 2020 17:54