Áslaug Arna lækar færslu Loga sem lokar á athugasemdir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. janúar 2022 06:53 Áslaug Arna sagðist sem dómsmálaráðherra trúa þolendum en er sökuð með „lækinu“ um að taka afstöðu með meintum geranda. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að læka Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar fjölmiðlamanns frá því í gær, þar sem hann segist iðrast að hafa farið yfir mörk konu en neitar að hafa brotið gegn henni. Þá vekur athygli að Logi virðist hafa hafa lokað fyrir athugasemdir eða takmarkað hverjir geta tjáð sig um færsluna. Athugasemdir sem áður voru komnar í þráðinn vörðuðu meðal annars læk ráðherra. Áhugavert að @logibergmann loki á komment við status þar sem hann lýsir yfir sakleysi sínu - strax og fólk fer að spyrja @aslaugarna hvað hún meini með afstöðu sinni við statusinn. Er það svona sem þöggunarmenning virkar? pic.twitter.com/5r208g0R5P— Andrés Ingi (@andresingi) January 6, 2022 Þegar Áslaug Arna var dómsmálaráðherra sagði hún oftsinnis í viðtölum við fjölmiðla að taka þyrfti á kynferðisbrotum og koma til móts við þolendur. Hún sagði meðal annars í viðtali við fréttastofu í maí í fyrra: „Ég held að það sé alveg ljóst að þessi bylting er komin til að vera og sem betur fer. Einhverjum kannski var búið að finnast nóg komið af umræðu um #MeToo en þetta er bara komið til að vera og við þurfum að halda áfram að hlusta, læra og gera betur. Það er skylda okkar sem erum kjörin á þing að berjast fyrir betra samfélagi og það á líka við um að líta ekki undan ofbeldi eða áreitni og leggja sitt af mörkum til að bæta umhverfi þolenda.“ Þá sagði hún að veita þyrfti þolendum skjól. „Og tryggja að kerfið geri það af fagmennsku, hlýju og tillitssemi.“ Áslaug Arna, sem í dag er vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom einnig fram í myndskeiði þar sem þekktir einstaklingar stigu fram og sögðust trúa þolendum. Í umræddri færslu neitar Logi að hafa brotið gegn konu sem hefur ásakað hann um kynferðisbrot en viðurkennir að „hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks“. Umrædd kona, Vítalía Lazareva, greindi frá því í samtalsþætti Eddu Falak á dögunum að ástmaður hennar, sem heimildir fréttastofu herma að sé Arnar Grant, hefði boðið manni kynferðislegan greiða frá Vítalíu gegn því að þegja yfir ástarsambandi þeirra. Umræddur maður er sagður vera Logi, sem viðurkennir að hafa farið inn á hótelherbergið þar sem Vítalía og ástmaðurinn voru saman en neitar að hafa brotið gegn Vítalíu. „Ég horfi framan í [ástmanninn] þegar vinur hans er að fara niður á mig og ég á að vera að fara niður á hann. Ég horfi í augun á honum, ég er farin að gráta og segi honum að ég vil þetta ekki. Hann segir við mig að þetta verði allt í lagi því hann er með mér,“ sagði Vítalía um atvikið á hótelherberginu. Athygli vekur að í Facebook-færslu Loga neitar hann því ekki að hafa tekið þátt í kynlífsathöfn á hótelherberginu en hann segist ekki munu tjá sig meira um málið. Að vinurinn hafi bara mætt “random” með lykil þegar þau voru í kynlífsathöfnum og hafi akkúrat verið til i að þiggja munnmök fyrir að þegja fyrir góðan vin sinn? Þessi atburðarás var ekki tilviljun, hún var plönuð.— Edda Falak (@eddafalak) January 5, 2022 Meðal annarra sem hafa „lækað“ færslu Loga eru Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi þingmaður, Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra, Friðjón R. Friðjónsson almannatengill og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. MeToo Kynferðisofbeldi Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Dagurinn sem fimm þjóðþekktir karlmenn stigu til hliðar Hún var hröð atburðarrásin í dag þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra. 6. janúar 2022 23:30 Segist saklaus en sjá eftir að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson segist saklaus af þeim ásökunum sem bornar hafa verið á hann um kynferðislegt ofbeldi í garð ungrar konu. Hann viðurkennir þó að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem hann hafi ekki átt að fara inn í. 6. janúar 2022 22:38 Telur vendingar dagsins merki um að þolendum virðist trúað Tanja Ísfjörð, ein af stjórnarmeðlimum aðgerðarsinnahópsins Öfga, telur að sú atburðarrás sem fór af stað í dag þegar fimm þjóðþekktir einstaklingar stigu til hliðar eftir að hafa verið bendlaðir við mál ungra konu sem sakar þá um að hafa brotið á sér, séu merki um að fólk virðist trúa þolendum. 6. janúar 2022 19:29 Logi Bergmann í leyfi frá K100 Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis. 6. janúar 2022 17:18 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Þá vekur athygli að Logi virðist hafa hafa lokað fyrir athugasemdir eða takmarkað hverjir geta tjáð sig um færsluna. Athugasemdir sem áður voru komnar í þráðinn vörðuðu meðal annars læk ráðherra. Áhugavert að @logibergmann loki á komment við status þar sem hann lýsir yfir sakleysi sínu - strax og fólk fer að spyrja @aslaugarna hvað hún meini með afstöðu sinni við statusinn. Er það svona sem þöggunarmenning virkar? pic.twitter.com/5r208g0R5P— Andrés Ingi (@andresingi) January 6, 2022 Þegar Áslaug Arna var dómsmálaráðherra sagði hún oftsinnis í viðtölum við fjölmiðla að taka þyrfti á kynferðisbrotum og koma til móts við þolendur. Hún sagði meðal annars í viðtali við fréttastofu í maí í fyrra: „Ég held að það sé alveg ljóst að þessi bylting er komin til að vera og sem betur fer. Einhverjum kannski var búið að finnast nóg komið af umræðu um #MeToo en þetta er bara komið til að vera og við þurfum að halda áfram að hlusta, læra og gera betur. Það er skylda okkar sem erum kjörin á þing að berjast fyrir betra samfélagi og það á líka við um að líta ekki undan ofbeldi eða áreitni og leggja sitt af mörkum til að bæta umhverfi þolenda.“ Þá sagði hún að veita þyrfti þolendum skjól. „Og tryggja að kerfið geri það af fagmennsku, hlýju og tillitssemi.“ Áslaug Arna, sem í dag er vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom einnig fram í myndskeiði þar sem þekktir einstaklingar stigu fram og sögðust trúa þolendum. Í umræddri færslu neitar Logi að hafa brotið gegn konu sem hefur ásakað hann um kynferðisbrot en viðurkennir að „hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks“. Umrædd kona, Vítalía Lazareva, greindi frá því í samtalsþætti Eddu Falak á dögunum að ástmaður hennar, sem heimildir fréttastofu herma að sé Arnar Grant, hefði boðið manni kynferðislegan greiða frá Vítalíu gegn því að þegja yfir ástarsambandi þeirra. Umræddur maður er sagður vera Logi, sem viðurkennir að hafa farið inn á hótelherbergið þar sem Vítalía og ástmaðurinn voru saman en neitar að hafa brotið gegn Vítalíu. „Ég horfi framan í [ástmanninn] þegar vinur hans er að fara niður á mig og ég á að vera að fara niður á hann. Ég horfi í augun á honum, ég er farin að gráta og segi honum að ég vil þetta ekki. Hann segir við mig að þetta verði allt í lagi því hann er með mér,“ sagði Vítalía um atvikið á hótelherberginu. Athygli vekur að í Facebook-færslu Loga neitar hann því ekki að hafa tekið þátt í kynlífsathöfn á hótelherberginu en hann segist ekki munu tjá sig meira um málið. Að vinurinn hafi bara mætt “random” með lykil þegar þau voru í kynlífsathöfnum og hafi akkúrat verið til i að þiggja munnmök fyrir að þegja fyrir góðan vin sinn? Þessi atburðarás var ekki tilviljun, hún var plönuð.— Edda Falak (@eddafalak) January 5, 2022 Meðal annarra sem hafa „lækað“ færslu Loga eru Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi þingmaður, Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra, Friðjón R. Friðjónsson almannatengill og Hannes Hólmsteinn Gissurarson.
MeToo Kynferðisofbeldi Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Dagurinn sem fimm þjóðþekktir karlmenn stigu til hliðar Hún var hröð atburðarrásin í dag þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra. 6. janúar 2022 23:30 Segist saklaus en sjá eftir að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson segist saklaus af þeim ásökunum sem bornar hafa verið á hann um kynferðislegt ofbeldi í garð ungrar konu. Hann viðurkennir þó að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem hann hafi ekki átt að fara inn í. 6. janúar 2022 22:38 Telur vendingar dagsins merki um að þolendum virðist trúað Tanja Ísfjörð, ein af stjórnarmeðlimum aðgerðarsinnahópsins Öfga, telur að sú atburðarrás sem fór af stað í dag þegar fimm þjóðþekktir einstaklingar stigu til hliðar eftir að hafa verið bendlaðir við mál ungra konu sem sakar þá um að hafa brotið á sér, séu merki um að fólk virðist trúa þolendum. 6. janúar 2022 19:29 Logi Bergmann í leyfi frá K100 Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis. 6. janúar 2022 17:18 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Dagurinn sem fimm þjóðþekktir karlmenn stigu til hliðar Hún var hröð atburðarrásin í dag þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra. 6. janúar 2022 23:30
Segist saklaus en sjá eftir að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson segist saklaus af þeim ásökunum sem bornar hafa verið á hann um kynferðislegt ofbeldi í garð ungrar konu. Hann viðurkennir þó að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem hann hafi ekki átt að fara inn í. 6. janúar 2022 22:38
Telur vendingar dagsins merki um að þolendum virðist trúað Tanja Ísfjörð, ein af stjórnarmeðlimum aðgerðarsinnahópsins Öfga, telur að sú atburðarrás sem fór af stað í dag þegar fimm þjóðþekktir einstaklingar stigu til hliðar eftir að hafa verið bendlaðir við mál ungra konu sem sakar þá um að hafa brotið á sér, séu merki um að fólk virðist trúa þolendum. 6. janúar 2022 19:29
Logi Bergmann í leyfi frá K100 Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis. 6. janúar 2022 17:18
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?