Knýja þarf orkuskiptin, en hvernig? Jóna Bjarnadóttir skrifar 10. nóvember 2021 10:01 Einn stærsti orsakavaldur loftslagsbreytinga er notkun á jarðefnaeldsneyti. Þess vegna er nauðsynlegt að heimurinn færi sig yfir í endurnýjanlegar náttúruauðlindir á borð við vatn, varma, vind og sól. Við Íslendingar erum í þeirri öfundsverðu stöðu að nýta nú þegar vatn og varma til raforkuframleiðslu og húshitunar, en við eigum eftir orkuskipti í samgöngum. Ef við ætlum að standa við alþjóðlegar skuldbindingar um samdrátt í losun og markmið stjórnvalda um jarðefnaeldsneytislaust Ísland er staðreyndin sú að okkur vantar endurnýjanlega orku til orkuskiptanna. Vatn – varmi – vindur Við þurfum meiri raforku, en hvernig viljum við nýta auðlindirnar okkar og hvaða landsvæði viljum við taka undir orkuvinnslu? Ætlum við að nýta betur þau fallvötn og landsvæði sem við höfum nú þegar raskað, eða leggja undir hana ný svæði? Valkostirnir eru þessir þrír. Vatn, varmi og vindur. Hér á landi höfum við reynslu af varma og vatni, en nýting á vindi er ný af nálinni. Allir virkjunarkostir hafa áhrif á náttúru Aukin vinnsla endurnýjanlegrar orku er lykilþáttur í baráttunni við loftslagsvána og orkuskipti á Íslandi, en ekki má gleyma því að hún hefur áhrif á náttúrufar. Því er mikilvægt að huga að náttúruvernd samhliða nýtingu orkuauðlinda. Við þurfum að velja vel þau svæði og auðlindir sem við sem samfélag ákveðum að taka undir orkuvinnslu. Vatnsafl og jarðvarma er oft að finna á svæðum með náttúrverðmæti eins og fossa og jarðminjar, sem með virkjun er raskað til frambúðar. Því er mikilvægt að huga að stækkun virkjana og nýta betur þau fallvötn og jarðhitasvæði sem nú þegar eru virkjuð. Vindinn er hægt að virkja á stöðum sem þegar hefur verið raskað og svæðum sem ekki njóta náttúruverndar. Þá þarf að huga að áhrifum á ásýnd, hættunni á áflugi fugla, hljóðvist og skuggavarpi. Allir kostirnir þurfa innviði, en hægt er að staðsetja vindorkuver nálægt fyrirliggjandi vegum og raflínum og spara þá stofnkostnað vegna nýrra mannvirkja og taka minna landsvæði en ella undir nýframkvæmdir. Ásýndaráhrif vindmylla eru afturkræf Allir kostirnir hafa áhrif á landslag og ásýnd, í mismiklum mæli sem fer eftir aðstæðum og útfærslu hvers kosts fyrir sig. Veigamestu umhverfisáhrif af virkjun vindorku eru sjónræn, þar sem vindmyllur eru mjög háar og sjást því langar leiðir. Á móti kemur að ásýndaráhrif þeirra hverfa þegar þær eru teknar niður. Við eigum eftir að kynnast vindorkunni betur. Við vitum að góð skilyrði eru á ákveðnum svæðum hér á landi til vindorkunýtingar, en staðarval krefst mikils undirbúnings og rannsókna á náttúrufari. Hvaðan á orkan að koma? Við stöndum á tímamótum og mikilvægir tímar eru framundan. Við Íslendingar verðum að taka virkan þátt í alþjóðlegri baráttu gegn loftslagsvánni, leggja okkar af mörkum og standa við þær skuldbindingar sem við höfum tekið á okkur. Þess vegna er mikilvægt að við sem þjóð tökum samtalið um það hvernig við ætlum að vinna orku til orkuskipta í samgöngum á næstu áratugum og verða með því sjálfbær um orku – fyrsta landið til að verða óháð jarðefnaeldsneyti. Til mikils er að vinna. Höfundur er framkvæmdastjóri sviðs samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Jóna Bjarnadóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Einn stærsti orsakavaldur loftslagsbreytinga er notkun á jarðefnaeldsneyti. Þess vegna er nauðsynlegt að heimurinn færi sig yfir í endurnýjanlegar náttúruauðlindir á borð við vatn, varma, vind og sól. Við Íslendingar erum í þeirri öfundsverðu stöðu að nýta nú þegar vatn og varma til raforkuframleiðslu og húshitunar, en við eigum eftir orkuskipti í samgöngum. Ef við ætlum að standa við alþjóðlegar skuldbindingar um samdrátt í losun og markmið stjórnvalda um jarðefnaeldsneytislaust Ísland er staðreyndin sú að okkur vantar endurnýjanlega orku til orkuskiptanna. Vatn – varmi – vindur Við þurfum meiri raforku, en hvernig viljum við nýta auðlindirnar okkar og hvaða landsvæði viljum við taka undir orkuvinnslu? Ætlum við að nýta betur þau fallvötn og landsvæði sem við höfum nú þegar raskað, eða leggja undir hana ný svæði? Valkostirnir eru þessir þrír. Vatn, varmi og vindur. Hér á landi höfum við reynslu af varma og vatni, en nýting á vindi er ný af nálinni. Allir virkjunarkostir hafa áhrif á náttúru Aukin vinnsla endurnýjanlegrar orku er lykilþáttur í baráttunni við loftslagsvána og orkuskipti á Íslandi, en ekki má gleyma því að hún hefur áhrif á náttúrufar. Því er mikilvægt að huga að náttúruvernd samhliða nýtingu orkuauðlinda. Við þurfum að velja vel þau svæði og auðlindir sem við sem samfélag ákveðum að taka undir orkuvinnslu. Vatnsafl og jarðvarma er oft að finna á svæðum með náttúrverðmæti eins og fossa og jarðminjar, sem með virkjun er raskað til frambúðar. Því er mikilvægt að huga að stækkun virkjana og nýta betur þau fallvötn og jarðhitasvæði sem nú þegar eru virkjuð. Vindinn er hægt að virkja á stöðum sem þegar hefur verið raskað og svæðum sem ekki njóta náttúruverndar. Þá þarf að huga að áhrifum á ásýnd, hættunni á áflugi fugla, hljóðvist og skuggavarpi. Allir kostirnir þurfa innviði, en hægt er að staðsetja vindorkuver nálægt fyrirliggjandi vegum og raflínum og spara þá stofnkostnað vegna nýrra mannvirkja og taka minna landsvæði en ella undir nýframkvæmdir. Ásýndaráhrif vindmylla eru afturkræf Allir kostirnir hafa áhrif á landslag og ásýnd, í mismiklum mæli sem fer eftir aðstæðum og útfærslu hvers kosts fyrir sig. Veigamestu umhverfisáhrif af virkjun vindorku eru sjónræn, þar sem vindmyllur eru mjög háar og sjást því langar leiðir. Á móti kemur að ásýndaráhrif þeirra hverfa þegar þær eru teknar niður. Við eigum eftir að kynnast vindorkunni betur. Við vitum að góð skilyrði eru á ákveðnum svæðum hér á landi til vindorkunýtingar, en staðarval krefst mikils undirbúnings og rannsókna á náttúrufari. Hvaðan á orkan að koma? Við stöndum á tímamótum og mikilvægir tímar eru framundan. Við Íslendingar verðum að taka virkan þátt í alþjóðlegri baráttu gegn loftslagsvánni, leggja okkar af mörkum og standa við þær skuldbindingar sem við höfum tekið á okkur. Þess vegna er mikilvægt að við sem þjóð tökum samtalið um það hvernig við ætlum að vinna orku til orkuskipta í samgöngum á næstu áratugum og verða með því sjálfbær um orku – fyrsta landið til að verða óháð jarðefnaeldsneyti. Til mikils er að vinna. Höfundur er framkvæmdastjóri sviðs samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun