Demókratar í þröngri stöðu fá liðsauka frá repúblikönum Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2021 14:33 Bandaríska þinghúsið. Kosið verður til fulltrúadeildarinnar og hluta öldungadeildarinnar á næsta ári. Vísir/EPA Hópur repúblikana sem er andsnúinn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, ætlar að lýsa yfir stuðningi við nokkra sitjandi þingmenn demókrata sem sjá fram á erfiðan endurkjörsslag í þingkosningum á næsta ári. Hreyfingin um endurnýjun Bandaríkjanna (RAM) var stofnuð af hófsömum repúblikönum skömmu eftir að æstur hópur stuðningsmanna Trump réðst á þinghúsið og reyndi að koma í veg fyrir að þingmenn staðfestu kjör Joes Biden sem forseta í janúar. Hópurinn hefur nú gefið upp alla von um að Repúblikanaflokkur þeirra losi sig úr hreðjataki Trump og stoðlausra samsæriskenninga hans um að hann hafi verið fórnarlamb stórfelldra kosningasvik. Því ætlar hópurinn að leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir að repúblikanar nái aftur meirihluta á Bandaríkjaþingi í kosningum á næsta ári. Demókratar eru mun nauman meirihluta í fulltrúadeildinni og flokkarnir tveir eru með jafnmarga þingmenn í öldungadeildinni. Kamala Harris, varaforseti, getur greitt úrslitaatkvæði ef atkvæði falla jöfn í öldungadeildinni. Þeir ætla þó ekki aðeins að styðja demókrata í kröppum dansi heldur einnig fámennan hóp þingmanna Repúblikanaflokksins sem andæfði Trump, þar á meðal Liz Cheney sem greiddi atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot vegna aðildar hans að árásinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Repúblikanar spörkuðu Cheney úr forystusveit sinni í fulltrúadeildinni fyrir vikið. Flestir kjörnir fulltrúar flokksins hafa tekið trú Trump á að svindlað hafi verið í forsetakosningunum í fyrra. „Í ljósi vaxandi ógnar við lýðræðið og stjórnarskrána okkar þurfum við á fólki að halda sem vinnur gagngert að því að leiða flokk sinn og landið frá pólitískum öfgum,“ segir Joel Searby, einn stjórnenda RAM við Reuters. Kosið er um öll sæti í fulltrúadeild þingsins og rúman þriðjung sæta í öldungadeildinni í kosningunum sem fara fram 8. nóvember á næsta ári. Algengt er að flokkur forsetans tapi þingsætum í kosningum á miðju kjörtímabili. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Sjá meira
Hreyfingin um endurnýjun Bandaríkjanna (RAM) var stofnuð af hófsömum repúblikönum skömmu eftir að æstur hópur stuðningsmanna Trump réðst á þinghúsið og reyndi að koma í veg fyrir að þingmenn staðfestu kjör Joes Biden sem forseta í janúar. Hópurinn hefur nú gefið upp alla von um að Repúblikanaflokkur þeirra losi sig úr hreðjataki Trump og stoðlausra samsæriskenninga hans um að hann hafi verið fórnarlamb stórfelldra kosningasvik. Því ætlar hópurinn að leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir að repúblikanar nái aftur meirihluta á Bandaríkjaþingi í kosningum á næsta ári. Demókratar eru mun nauman meirihluta í fulltrúadeildinni og flokkarnir tveir eru með jafnmarga þingmenn í öldungadeildinni. Kamala Harris, varaforseti, getur greitt úrslitaatkvæði ef atkvæði falla jöfn í öldungadeildinni. Þeir ætla þó ekki aðeins að styðja demókrata í kröppum dansi heldur einnig fámennan hóp þingmanna Repúblikanaflokksins sem andæfði Trump, þar á meðal Liz Cheney sem greiddi atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot vegna aðildar hans að árásinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Repúblikanar spörkuðu Cheney úr forystusveit sinni í fulltrúadeildinni fyrir vikið. Flestir kjörnir fulltrúar flokksins hafa tekið trú Trump á að svindlað hafi verið í forsetakosningunum í fyrra. „Í ljósi vaxandi ógnar við lýðræðið og stjórnarskrána okkar þurfum við á fólki að halda sem vinnur gagngert að því að leiða flokk sinn og landið frá pólitískum öfgum,“ segir Joel Searby, einn stjórnenda RAM við Reuters. Kosið er um öll sæti í fulltrúadeild þingsins og rúman þriðjung sæta í öldungadeildinni í kosningunum sem fara fram 8. nóvember á næsta ári. Algengt er að flokkur forsetans tapi þingsætum í kosningum á miðju kjörtímabili.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Sjá meira