ASÍ segir húsnæðisverð helsta drifkraft verðbólgu Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2021 14:50 Án áhrifa húsnæðis mælist verðbólga 2,8 prósent. Vísir/Vilhelm Húsnæðisverð er helsti drifkraftur verðbólgu á Íslandi samkvæmt Alþýðusambandi Íslands. Sé horft framhjá áhrifum húsnæðis mælist verðbólga í samræmi við markmið Seðlabankans. Í tilkynningu frá ASÍ segir að vísitala neysluverðs hafi hækkað um 0,47 prósent milli mánaða og ársverðbólga hafi mælst 4,4 prósent í september, samanborið við 3,5 prósent í sama mánuði í fyrra. 1,7 prósents hækkun á reiknaðri húsaleigu hafi mest áhrif á hækkun vísitölunnar og þau séu 1,72 prósent. Án áhrifa húsnæðis mælist verðbólga 2,8 prósent og sé það nærri verðbólgumarkmiðum Seðlabanka Íslands. ASÍ segir einnig að þegar komi að hækkun á vísitölu neysluverðs sé hækkun á innfluttri vöru, sem rekja megi til hækkana á fötum og skóm vegna útsöluloka, næst á eftir húsnæðinu. Hækkun á innfluttri mat- og drykkjarvöru megi að mestu rekja til hækkana á berjum, grænmeti og kartöflu og þar að auki hafi bensín og olía hækkað nokkuð milli mánaða. „Samkvæmt íbúðarvísitölu þjóðskrár hækkaði húsnæðisverð um 2,2% milli mánaða í ágúst og ekkert lát virðist á þenslu á húsnæðismarkaði. Árshækkun húsnæðisverðs mældist 16,4% milli ára í ágúst og þar af hefur hækkun sérbýlis numið 20,4%. Húsnæðisverð hefur hækkað hratt síðustu misseri og skýrist þróunin fyrst og fremst af hröðum vaxtalækkunum inn í umhverfi tregbreytanlegs framboðs,“ segir í tilkynningu ASÍ. Þá segir að leiguverð hafi haldist tiltölulega stöðugt í heimsfaraldrinum, ólíkt húsnæðisverði. Þar spili inn í áhrif af fækkun ferðamanna og tímabundin tilfærsla af húsnæði úr skammtímaleigu í langtímaleigu. Leiguverð hafi lækkað en sé byrjað að hækka á ný. Húsnæðismál Efnahagsmál Verðlag Íslenska krónan Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira
Í tilkynningu frá ASÍ segir að vísitala neysluverðs hafi hækkað um 0,47 prósent milli mánaða og ársverðbólga hafi mælst 4,4 prósent í september, samanborið við 3,5 prósent í sama mánuði í fyrra. 1,7 prósents hækkun á reiknaðri húsaleigu hafi mest áhrif á hækkun vísitölunnar og þau séu 1,72 prósent. Án áhrifa húsnæðis mælist verðbólga 2,8 prósent og sé það nærri verðbólgumarkmiðum Seðlabanka Íslands. ASÍ segir einnig að þegar komi að hækkun á vísitölu neysluverðs sé hækkun á innfluttri vöru, sem rekja megi til hækkana á fötum og skóm vegna útsöluloka, næst á eftir húsnæðinu. Hækkun á innfluttri mat- og drykkjarvöru megi að mestu rekja til hækkana á berjum, grænmeti og kartöflu og þar að auki hafi bensín og olía hækkað nokkuð milli mánaða. „Samkvæmt íbúðarvísitölu þjóðskrár hækkaði húsnæðisverð um 2,2% milli mánaða í ágúst og ekkert lát virðist á þenslu á húsnæðismarkaði. Árshækkun húsnæðisverðs mældist 16,4% milli ára í ágúst og þar af hefur hækkun sérbýlis numið 20,4%. Húsnæðisverð hefur hækkað hratt síðustu misseri og skýrist þróunin fyrst og fremst af hröðum vaxtalækkunum inn í umhverfi tregbreytanlegs framboðs,“ segir í tilkynningu ASÍ. Þá segir að leiguverð hafi haldist tiltölulega stöðugt í heimsfaraldrinum, ólíkt húsnæðisverði. Þar spili inn í áhrif af fækkun ferðamanna og tímabundin tilfærsla af húsnæði úr skammtímaleigu í langtímaleigu. Leiguverð hafi lækkað en sé byrjað að hækka á ný.
Húsnæðismál Efnahagsmál Verðlag Íslenska krónan Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira