Íslenska krónan

Íslenska krónan

Allt er viðkemur ríkisgjaldmiðlinum.

Fréttamynd

Er­lend út­lán bankanna mögu­lega „van­metin“ skýring á styrkingu krónunnar

Samtímis mikilli aukningu í útlánum bankanna til fyrirtækja í erlendri mynt á undanförnum mánuðum þá hafa þeir selt niður aðrar gjaldeyriseignir, að því er kemur fram í nýrri greiningu, sem kann að vera „vanmetin þáttur“ í gengisstyrkingu krónunnar frá því á haustmánuðum síðasta árs. Í síðustu viku hóf Seðlabankinn regluleg kaup sín á gjaldeyri, sem hafa það að markmiði að efla forðann, en eftir gengishækkun og fjarveru lífeyrissjóða á markaði eru flestir sérfræðingar sammála um að tímasetning bankans sé góð.

Innherji

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hita­stigið í hag­kerfinu hærra en áður var talið

Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagvöxtur verði 1,4 prósent í ár og 2,1 prósent á næsta ári. Þá spáir bankinn að verðbólga muni halda áfram að hjaðna til ársins 2027. Hagkerfið hefur kólnað eftir kröftugt vaxtarskeið fyrstu árin eftir Covid-faraldurinn og telur bakinn að það fari nú hægt af stað á ný.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Yfir fimm­tíu milljarða evru­greiðsla ætti að létta á gjald­eyris­kaupum líf­eyris­sjóða

Væntanleg reiðufjárgreiðsla í evrum til lífeyrissjóða, sem hluti af uppgjöri HFF-bréfa til að greiða fyrir slitum á gamla Íbúðalánasjóðnum, ætti að létta nokkuð á gjaldeyrismarkaðnum til skamms tíma en umfangið jafngildir samanlögðum hreinum gjaldeyriskaupum sjóðanna yfir um átta mánaða tímabil. Lífeyrissjóðirnir fengu sömuleiðis í sinn hlut jafnvirði um fimmtíu milljarða í erlendum gjaldeyris í byrjun ársins sem hefur valdið því að hægt hefur nokkuð á umsvifum þeirra á gjaldeyrismarkaði.

Innherji
Fréttamynd

Ó­vænt gengis­styrking þegar líf­eyris­sjóðir fóru að draga úr gjald­eyris­kaupum

Snörp gengisstyrking krónunnar að undanförnu, einkum gagnvart Bandaríkjadal, hefur komið sérfræðingum nokkuð á óvart og skýrist meðal annars af því að lífeyrissjóðir hafa haldið að sér höndum í kaupum á gjaldeyri. Á meðan sú staða helst óbreytt er sennilegt að krónan verði áfram undir þrýstingi til styrkingar, að mati gjaldeyrismiðlara, þrátt fyrir að hún verði að teljast vera á háum gildum um þessar mundir miðað við flesta mælikvarða.

Innherji
Fréttamynd

Verð­bólga mjakast niður á við

Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,27 stig á milli mánaða í janúar. Ársverðbólga mældist 4,6 prósent sem var 0,2 stigum minna en í desember. Flugfargjöld til útlanda lækkuðu um sextán prósent frá því í desember en áfengi og tóbak hækkuðu um tæp fjögur prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hátt raun­gengi að nálgast „þol­mörk“ og spá því að krónan muni gefa eftir

Þrátt fyrir miklar sveiflur í hagkerfinu síðustu misseri og ár hefur krónan haldist „ótrúlega stöðug“ en eftir talsverða hækkun á raungenginu er það komið á þann stað vera ekki sjálfbært við núverandi aðstæður, einkum fyrir samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar, og margt sem bendir til að gengi krónunnar muni veikjast á árinu, að mati hagfræðinga Arion. Ólíklegt er að fjárfestar auki við framvirka stöðu sína með krónunni, samkvæmt greiningu bankans, sem endurspeglar meðal annars auknar áhyggjur af stöðu ferðaþjónustunnar og óvissu hver áhrifin verða af boðuðum komu- og auðlindagjöldum.

Innherji
Fréttamynd

Bið­staða á gjald­eyris­markaði eftir um 100 milljarða greiðslu til hlut­hafa Marel

Engin merki eru enn um að þeir miklu fjármunir sem voru greiddir út í erlendum gjaldeyri til íslenskra fjárfesta í byrjun ársins við yfirtöku JBT á Marel séu að leita inn á millibankamarkaðinn, að sögn gjaldeyrismiðlara, en gengi krónunnar hefur lækkað lítillega eftir snarpa styrkingu fyrr í haust, meðal annars vegna umfangsmikilla kaupa erlendra vogunarsjóða í Marel. Ætla má að lífeyrissjóðir hafi fengið í sinn hlut samanlagt jafnvirði nærri 50 milljarða í reiðufé við söluna en ósennilegt er að sjóðirnir muni selja þann gjaldeyri fyrir krónur.

Innherji
Fréttamynd

Veru­lega dregur úr stöðutöku fjár­festa með krónunni eftir mikla gengis­styrkingu

Framvirk staða fjárfesta og fyrirtækja með krónunni hefur ekki verið minni frá því undir lok faraldursins eftir að hafa dregist verulega saman á allra síðustu mánuðum samhliða skarpri gengisstyrkingu, meðal annars vegna kaupa erlendra sjóða á íslenskum verðbréfum. Lífeyrissjóðirnir fóru á sama tíma að auka á ný við fjárfestingar sínar erlendis en útlit er fyrir að hrein gjaldeyriskaup sjóðanna á yfirstandandi ári verði sambærileg að umfangi og í fyrra.

Innherji
Fréttamynd

Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og fráfarandi menningar- og viðskiptaráðherra, segir að framdundan sé mikil óvissa á gjaldeyrismarkaði, nú þegar ný ríkisstjórn hefur boðað stóraukna gjaldtöku á stærstu atvinnugrein þjóðarinnar, ferðaþjónustuna.

Innlent
Fréttamynd

Ár­s­verðbólga ó­breytt á milli mánaða

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,39 prósent á milli mánaða í desember en verðbólga mæld á ársgrundvelli stendur í stað samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Reiknuð húsaleiga hækkaði um hálft prósent og flugfargjöld til útlanda um átta prósent á milli mánaða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ís­lensk ríkis­bréf ekki „jafn krassandi“ með hækkandi langtíma­vöxtum er­lendis

Hækkandi vextir á löng ríkisskuldabréf úti í heimi að undanförnu, einkum í Bandaríkjunum, hefur leitt til þess að langtímavaxtamunur við útlönd hefur lækkað og íslensk ríkisbréf eru því „ekki jafn krassandi“ í augum erlendra fjárfesta og margir gætu haldið, að sögn seðlabankastjóra. Mikil gengisstyrking krónunnar, einkum drifin áfram af fjármagnshreyfingum, er „innan jafnvægis“ en hún hefur haldist á tiltölulega þröngu bili um langt skeið.

Innherji
Fréttamynd

Krónan eða evran? Kostir og gallar

Alþingiskosningar eru nú handan við hornið. Vegna hærri vaxta á Íslandi en á evrusvæðinu tala ýmsir sem taka til máls á opinberum vettvangi um taka upp evruna til að bæta vaxtakjör einstaklinga og fyrirtækja hér á landi. Það er eðlilegt að slíka umræða vakni þegar verðbólga er há og vextir háir á Íslandi í samanburði við evrusvæðið.

Skoðun
Fréttamynd

Skýr merki um að verð­bólga sé að hjaðna

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 50 punkta og fara þeir því úr því að vera 9 prósent í 8,5 prósent. Þetta er önnur stýrivaxtalækkunin í röð. Seðlabankastjóri segir skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna mjög hratt og hagkerfið að kólna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stýrivextir halda á­fram að lækka

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 50 punkta og fara þeir því úr því að vera 9 prósent í 8,5 prósent. Þetta er önnur stýrivaxtalækkunin í röð en með síðustu stýrivaxtaákvörðun í byrjun október voru vextirnir lækkaðir um 25 punkta og var það í fyrsta sinn síðan í árslok 2020 sem stýrivextir lækkuðu.

Viðskipti innlent