Hætt við að vextir hækki Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. október 2025 19:13 Harpa Jónsdóttir er framkvæmdastjóri LSR, sem er stærsti lífeyrissjóður landsins. Aðsend Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríksins telur hættu á að vextir fasteignalána muni hækka eftir niðurstöðu í vaxtamálinu svokallaða. Mikil óvissa ríki nú sem sé slæm fyrir neytendur og fjármálafyrirtæki. Hæstiréttur þurfi að setja næstu vaxtamálin í flýtimeðferð. Heildarlán íslenskra lífeyrissjóða til íslenskra heimila eru um fjórðungur af öllum fasteignalánum fjármálastofnana landsins eða um 740 milljarða króna. Nú þegar er orðið ljóst að nokkrir sjóðanna hafa ákveðið að bíða með að lána ákveðna flokka fasteignalána eftir vaxtadóminn svokallaða þar sem ákveðnir skilmálar fasteignalána með breytilegum vöxtum voru dæmdir ólöglegir. Óvissa Harpa Jónsdóttir framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins segir að það hafi verið ákveðið strax eftir dóm Hæstaréttar. „Þetta hefur heilmikil áhrif því það er komin upp ákveðin óvissa. Það er búið að dæma í einu máli en það eru nokkur mál eftir. Af þessum sökum höfum við haldið að okkur höndum og erum að skoða þetta ofan í kjölinn og veitum ekki lengur lán á breytilegum vöxtum. Við veitum aðeins verðtryggð lán á föstum vöxtum eins og staðan er á meðan við erum að skoða málin betur,“ segir Harpa. Nú sé verið að fara yfir hvaða áhrif dómurinn um óverðtryggðu lánin kunni að hafa á sambærileg lán hjá sjóðnum. „Það er ómögulegt að segja, en það er ástæðan fyrir því að við höfum haldið að okkur höndum og viljum skoða málin betur. Okkar skilmálar eru ekki nákvæmlega eins og skilmálar Íslandsbanka en þetta er bara eitthvað sem við erum að fara yfir,“ segir hún. Kunni að hafa neikvæð áhrif Harpa telur að áhrif dómsins og vaxtamálin framundan kunni að vera neikvæð fyrir íslenska neytendur. „Vaxtamálin hafa ofboðslega mikil áhrif á íslenska neytendur. Það er hætt við því að þetta hafi þau áhrif að vextir hækki. Það er hætt við því,“ segir Harpa. Enn liggja nokkur mál fyrir Hæstarétti þar á meðal vegna skilmála verðtryggra fasteignalána. Harpa segir mikilvægt að niðurstaða liggi fyrir sem fyrst. „Það væri gott fyrir kerfið að það kæmi flýtimeðferð fyrir þessi mál sem nú liggja fyrir Hæstarétti svo við gætum unnið eftir meiri vissu,“ segir hún að lokum. Lánamál Vaxtamálið Lífeyrissjóðir Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Mest lesið Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Sjá meira
Heildarlán íslenskra lífeyrissjóða til íslenskra heimila eru um fjórðungur af öllum fasteignalánum fjármálastofnana landsins eða um 740 milljarða króna. Nú þegar er orðið ljóst að nokkrir sjóðanna hafa ákveðið að bíða með að lána ákveðna flokka fasteignalána eftir vaxtadóminn svokallaða þar sem ákveðnir skilmálar fasteignalána með breytilegum vöxtum voru dæmdir ólöglegir. Óvissa Harpa Jónsdóttir framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins segir að það hafi verið ákveðið strax eftir dóm Hæstaréttar. „Þetta hefur heilmikil áhrif því það er komin upp ákveðin óvissa. Það er búið að dæma í einu máli en það eru nokkur mál eftir. Af þessum sökum höfum við haldið að okkur höndum og erum að skoða þetta ofan í kjölinn og veitum ekki lengur lán á breytilegum vöxtum. Við veitum aðeins verðtryggð lán á föstum vöxtum eins og staðan er á meðan við erum að skoða málin betur,“ segir Harpa. Nú sé verið að fara yfir hvaða áhrif dómurinn um óverðtryggðu lánin kunni að hafa á sambærileg lán hjá sjóðnum. „Það er ómögulegt að segja, en það er ástæðan fyrir því að við höfum haldið að okkur höndum og viljum skoða málin betur. Okkar skilmálar eru ekki nákvæmlega eins og skilmálar Íslandsbanka en þetta er bara eitthvað sem við erum að fara yfir,“ segir hún. Kunni að hafa neikvæð áhrif Harpa telur að áhrif dómsins og vaxtamálin framundan kunni að vera neikvæð fyrir íslenska neytendur. „Vaxtamálin hafa ofboðslega mikil áhrif á íslenska neytendur. Það er hætt við því að þetta hafi þau áhrif að vextir hækki. Það er hætt við því,“ segir Harpa. Enn liggja nokkur mál fyrir Hæstarétti þar á meðal vegna skilmála verðtryggra fasteignalána. Harpa segir mikilvægt að niðurstaða liggi fyrir sem fyrst. „Það væri gott fyrir kerfið að það kæmi flýtimeðferð fyrir þessi mál sem nú liggja fyrir Hæstarétti svo við gætum unnið eftir meiri vissu,“ segir hún að lokum.
Lánamál Vaxtamálið Lífeyrissjóðir Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Mest lesið Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Sjá meira