Trúðaskortur leikur Norður-Íra grátt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. september 2021 10:07 Verulegur skortur hefur verið á trúðum á Norður-Írlandi undanfarið. Trúðar kalla eftir því að fleiri skrái sig í trúðaskólann. Getty/Allen J. Schaben „Það felst mun meira í því að vera trúður en að setja á sig rautt nef og klæða sig í stórar pokabuxur.“ Þetta segir trúðurinn David Duffy, annar eigenda Sirkus Duffys, í samtali við breska ríkisútvarpið. Hann kallar eftir því að fleiri Norður-Írar gerist trúðar. Að sögn Duffys myndaðist alvarlegur trúðaskortur á Norður-Írlandi þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Margir starfandi trúða sneru aftur til heimalanda sinna þegar fyrsta bylgja faraldursins reið yfir í byrjun árs 2020 og sneru ekki aftur. En hvað þarf til þess að fólk teljist góðir trúðar? „Fólk þarf að vera tilbúið til að vera berskjaldað,“ segir Noeleen Fries Neuman, betur þekkt sem trúðurinn Silly Tilly. „Það vilja ekki allir láta hlæja að sér en versta martröð þeirra sem eru trúðar er að enginn hlæi að þeim. Þú verður að geta gert grín að sjálfum þér, þetta snýst ekki um að gera grín að öðrum.“ Í faraldrinum gripu Noeleen og eiginmaður hennar Henrik, sem er betur þekktur sem trúðurinn Jarl, til örþrifaráðs og reistu sirkustjald í garðinum sínum. Það gerði hjónunum kleift að æfa sig í trúðalátunum. Parið kynntist að sjálfsögðu á alþjóðlegu trúðamóti og gifti sig árið 2017: þemað í brúðkaupinu var auðvitað trúðaþema. Faraldurinn hefur reynst trúðinum Duffy illa og sirkusinn hans hefur verið lokaður í meira en 500 daga. Stjórnvöld á Norður-Írlandi hafa boðað slakanir á samkomutakmörkunum og mun sirkusinn hans því fljótlega geta ferðast aftur um landið en vegna þess hve margir norðurírskir trúðar hafa leitað á önnur mið, þar sem takmarkanir eru minni, er verulegur skortur á trúðum. „Vegna þess að allir sirkusarnir í Evrópu og á Englandi hafa verið starfandi undanfarna sex mánuði hefur mikill meirihluti evrópsku trúðanna snúið aftur til vinnu. Þangað til í síðustu viku gátum við ekki einu sinni fengið landvistarleyfi fyrir trúða sem koma frá öðrum löndum en innan Evrópu,“ segir Duffy. „Þess vegna reynum við nú að ná til fólks hérna heima, sem gæti hugsað sér að prófa trúðslætin.“ Norður-Írland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Þetta segir trúðurinn David Duffy, annar eigenda Sirkus Duffys, í samtali við breska ríkisútvarpið. Hann kallar eftir því að fleiri Norður-Írar gerist trúðar. Að sögn Duffys myndaðist alvarlegur trúðaskortur á Norður-Írlandi þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Margir starfandi trúða sneru aftur til heimalanda sinna þegar fyrsta bylgja faraldursins reið yfir í byrjun árs 2020 og sneru ekki aftur. En hvað þarf til þess að fólk teljist góðir trúðar? „Fólk þarf að vera tilbúið til að vera berskjaldað,“ segir Noeleen Fries Neuman, betur þekkt sem trúðurinn Silly Tilly. „Það vilja ekki allir láta hlæja að sér en versta martröð þeirra sem eru trúðar er að enginn hlæi að þeim. Þú verður að geta gert grín að sjálfum þér, þetta snýst ekki um að gera grín að öðrum.“ Í faraldrinum gripu Noeleen og eiginmaður hennar Henrik, sem er betur þekktur sem trúðurinn Jarl, til örþrifaráðs og reistu sirkustjald í garðinum sínum. Það gerði hjónunum kleift að æfa sig í trúðalátunum. Parið kynntist að sjálfsögðu á alþjóðlegu trúðamóti og gifti sig árið 2017: þemað í brúðkaupinu var auðvitað trúðaþema. Faraldurinn hefur reynst trúðinum Duffy illa og sirkusinn hans hefur verið lokaður í meira en 500 daga. Stjórnvöld á Norður-Írlandi hafa boðað slakanir á samkomutakmörkunum og mun sirkusinn hans því fljótlega geta ferðast aftur um landið en vegna þess hve margir norðurírskir trúðar hafa leitað á önnur mið, þar sem takmarkanir eru minni, er verulegur skortur á trúðum. „Vegna þess að allir sirkusarnir í Evrópu og á Englandi hafa verið starfandi undanfarna sex mánuði hefur mikill meirihluti evrópsku trúðanna snúið aftur til vinnu. Þangað til í síðustu viku gátum við ekki einu sinni fengið landvistarleyfi fyrir trúða sem koma frá öðrum löndum en innan Evrópu,“ segir Duffy. „Þess vegna reynum við nú að ná til fólks hérna heima, sem gæti hugsað sér að prófa trúðslætin.“
Norður-Írland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira