Rétttrúnaður sem sviptir okkur þjónustu Högni Elfar Gylfason skrifar 25. september 2021 09:31 Rétttrúnaður af ýmsu tagi hefur tröllriðið þjóðfélaginu á undanförnum vikum, mánuðum og árum. Einn er þó slíkur sem hefur ekki farið hátt í umræðunni þrátt fyrir alvarlegar og endurteknar afleiðingar sem af hljótast. Réttrúnaðurinn sem hér er rætt um er mantran og ofurtrúin á að samkeppni og hagræðing sé eina rétta stjórntækið á öllum sviðum mannlífsins. Skert grunnþjónusta Í gær kom í ljós að eitt víðlesnasta blað landsbyggðarinnar, Bændablaðið, yrði ekki borið út á öll lögbýli landsins fyrir komandi helgi. Eins og allir vita er kosningahelgi framundan og því mjög mikið efni á síðum blaðsins, margvíslegur fróðleikur, greinaskrif frambjóðenda og annarra ásamt miklu af auglýsingum vegna framboða til alþingiskosninga og fleira. En af hverju er undirritaður að tjá sig um skort á blaði bænda núna og hver skyldi vera ástæðan fyrir því að ríkisfyrirtæki sem sér um að dreifa pósti stendur sig svo illa sem raun ber vitni? Lögbrot ráðherra Sjálfstæðisflokksins í nafni samkeppni Fyrir fáeinum árum tók þáverandi ráðherra póstmála ákvörðun um að draga úr þjónustu Póstsins með því að fækka dreifingardögum í dreifbýli. Þetta gerði ráðherrann með breytingu á reglugerð sem á þeim tíma fór gegn lagabókstafnum sem hvað á um dreifingu alla virka daga. Engu skipti að athugasemdir bærust um brot ráðherra á íslenskum lögum heldur var vísað til þessí að svona væru nú hlutirnir gerðir í Evrópusambandinu og að til stæði að taka upp frekari löggjöf þaðan ættaða. Hlutirnir ættu að snúast um að ríkið yrði ekki fyrir komandi samkeppni einkafyrirtækja sem nýja löggjöfin frá meginlandi Evrópu boðaði. Samkeppni til góðs eða ills Nú er alkunna að samkeppni af ýmsum toga getur verið til góðs fyrir neytendur. Þó er langur vegur frá því að slíkt sé algilt og er hægt að segja slíkt hið sama um mörg önnur framfaramál. Til dæmis er það að láta veitingu nauðsynlegrar grunnþjónustu í hendur „lögmála markaðarins “ hreint alls ekki til góðs fyrir alla, þó sumir hafi vissulega af því hag. Í málefnum dreifðra byggða virka samkeppnissjónarmið um dreifingu pósts ekki. Einkafyrirtæki hafa tekið safaríkustu bitana sem er dreifing í mesta þéttbýlinu og eftir er grunnþjónusta sem stendur ekki undir kostnaði. Svar Póstsins hefur síðan verið að draga sífellt meira úr þjónustu við dreifbýlið, sem hefur svo orðið til þess að notendur reyna eftir fremsta megni að nota aðrar leiðir til að nálgast vörur og þjónustu, oft með ærnum tilkostnaði. Hagræðing eins, óhagræði annars Fregnir af enn frekari sparnaðaraðgerðum Póstsins með styttingu vinnutíma, niðurlagningu vakta og enn frekari samdrætti í tíðni í útburðar virðist síðan reka smiðshöggið á eyðileggingu þjónustunnar við dreifbýlisbúa og koma í veg fyrir að fólk utan þéttbýlis fái póstinn sinn og þar með Bændablaðið á eðlilegum tíma. Segja má að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk í stafni stundi í þessum efnum, sem og ýmsum öðrum, fjandsamlega byggðastefnu gagnvart dreifðum byggðum landsins, litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem þar starfa ásamt þeim fjölskyldum sem þar búa. Ekki virðist gerð minnsta tilraun til að líta á heildarmyndina sem segir svo ekki verður um villst að þjónustuskerðing í einum þætti getur valdið erfiðleikum og auknum kostnaði í öðrum. Ísland allt Fyrir síðustu kosningar kynnti Miðflokkurinn áætlunina „Ísland allt “. Stórtækustu áætlun sem kynnt hefur verið um að efla byggðir landsins alls. Áætlunin snýst um að líta á heildarmyndina, ekki bara afmarkaðan landshluta eða eitt svið atvinnu, innviða eða þjónustu. Með því að líta á heildaráhrifin og langtímaáhrifin getum við leyft okkur að ráðast í miklar fjárfestingar í þeirri vissu að eitt muni styðja annað og áhrifin verði á endanum hagkvæm fyrir allt Ísland. Allt helst þetta í hendur, heilbrigðismál, menntun og önnur þjónusta ríkisins, samgöngur, nýir hvatar í skattkerfinu, atvinnuuppbygging, orkumál, fjarskipti og annað sem varðar daglegt líf fólks. Grunnhugmyndin er sú að allir landsmenn eigi rétt á sömu þjónustu og lífsgæðum óháð búsetu. Það virðist augljóst að þannig eigi það að vera en Miðflokkurinn er með skýra áætlun um hvernig það geti orðið að veruleika. Setjum X við M fyrir íslenska landsbyggð og jöfn lífsgæði óháð búsetu. Höfundur er frambjóðandi Miðflokksins í 5.sæti í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Norðvesturkjördæmi Högni Elfar Gylfason Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Rétttrúnaður af ýmsu tagi hefur tröllriðið þjóðfélaginu á undanförnum vikum, mánuðum og árum. Einn er þó slíkur sem hefur ekki farið hátt í umræðunni þrátt fyrir alvarlegar og endurteknar afleiðingar sem af hljótast. Réttrúnaðurinn sem hér er rætt um er mantran og ofurtrúin á að samkeppni og hagræðing sé eina rétta stjórntækið á öllum sviðum mannlífsins. Skert grunnþjónusta Í gær kom í ljós að eitt víðlesnasta blað landsbyggðarinnar, Bændablaðið, yrði ekki borið út á öll lögbýli landsins fyrir komandi helgi. Eins og allir vita er kosningahelgi framundan og því mjög mikið efni á síðum blaðsins, margvíslegur fróðleikur, greinaskrif frambjóðenda og annarra ásamt miklu af auglýsingum vegna framboða til alþingiskosninga og fleira. En af hverju er undirritaður að tjá sig um skort á blaði bænda núna og hver skyldi vera ástæðan fyrir því að ríkisfyrirtæki sem sér um að dreifa pósti stendur sig svo illa sem raun ber vitni? Lögbrot ráðherra Sjálfstæðisflokksins í nafni samkeppni Fyrir fáeinum árum tók þáverandi ráðherra póstmála ákvörðun um að draga úr þjónustu Póstsins með því að fækka dreifingardögum í dreifbýli. Þetta gerði ráðherrann með breytingu á reglugerð sem á þeim tíma fór gegn lagabókstafnum sem hvað á um dreifingu alla virka daga. Engu skipti að athugasemdir bærust um brot ráðherra á íslenskum lögum heldur var vísað til þessí að svona væru nú hlutirnir gerðir í Evrópusambandinu og að til stæði að taka upp frekari löggjöf þaðan ættaða. Hlutirnir ættu að snúast um að ríkið yrði ekki fyrir komandi samkeppni einkafyrirtækja sem nýja löggjöfin frá meginlandi Evrópu boðaði. Samkeppni til góðs eða ills Nú er alkunna að samkeppni af ýmsum toga getur verið til góðs fyrir neytendur. Þó er langur vegur frá því að slíkt sé algilt og er hægt að segja slíkt hið sama um mörg önnur framfaramál. Til dæmis er það að láta veitingu nauðsynlegrar grunnþjónustu í hendur „lögmála markaðarins “ hreint alls ekki til góðs fyrir alla, þó sumir hafi vissulega af því hag. Í málefnum dreifðra byggða virka samkeppnissjónarmið um dreifingu pósts ekki. Einkafyrirtæki hafa tekið safaríkustu bitana sem er dreifing í mesta þéttbýlinu og eftir er grunnþjónusta sem stendur ekki undir kostnaði. Svar Póstsins hefur síðan verið að draga sífellt meira úr þjónustu við dreifbýlið, sem hefur svo orðið til þess að notendur reyna eftir fremsta megni að nota aðrar leiðir til að nálgast vörur og þjónustu, oft með ærnum tilkostnaði. Hagræðing eins, óhagræði annars Fregnir af enn frekari sparnaðaraðgerðum Póstsins með styttingu vinnutíma, niðurlagningu vakta og enn frekari samdrætti í tíðni í útburðar virðist síðan reka smiðshöggið á eyðileggingu þjónustunnar við dreifbýlisbúa og koma í veg fyrir að fólk utan þéttbýlis fái póstinn sinn og þar með Bændablaðið á eðlilegum tíma. Segja má að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk í stafni stundi í þessum efnum, sem og ýmsum öðrum, fjandsamlega byggðastefnu gagnvart dreifðum byggðum landsins, litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem þar starfa ásamt þeim fjölskyldum sem þar búa. Ekki virðist gerð minnsta tilraun til að líta á heildarmyndina sem segir svo ekki verður um villst að þjónustuskerðing í einum þætti getur valdið erfiðleikum og auknum kostnaði í öðrum. Ísland allt Fyrir síðustu kosningar kynnti Miðflokkurinn áætlunina „Ísland allt “. Stórtækustu áætlun sem kynnt hefur verið um að efla byggðir landsins alls. Áætlunin snýst um að líta á heildarmyndina, ekki bara afmarkaðan landshluta eða eitt svið atvinnu, innviða eða þjónustu. Með því að líta á heildaráhrifin og langtímaáhrifin getum við leyft okkur að ráðast í miklar fjárfestingar í þeirri vissu að eitt muni styðja annað og áhrifin verði á endanum hagkvæm fyrir allt Ísland. Allt helst þetta í hendur, heilbrigðismál, menntun og önnur þjónusta ríkisins, samgöngur, nýir hvatar í skattkerfinu, atvinnuuppbygging, orkumál, fjarskipti og annað sem varðar daglegt líf fólks. Grunnhugmyndin er sú að allir landsmenn eigi rétt á sömu þjónustu og lífsgæðum óháð búsetu. Það virðist augljóst að þannig eigi það að vera en Miðflokkurinn er með skýra áætlun um hvernig það geti orðið að veruleika. Setjum X við M fyrir íslenska landsbyggð og jöfn lífsgæði óháð búsetu. Höfundur er frambjóðandi Miðflokksins í 5.sæti í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar