Breyta reglunum vegna fjörugs ástarlífs Madsen í fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2021 13:07 Peter Madsen (t.h.) laug ítrekað að lögreglu um afdrif Kim Wall þegar hennar var saknað. Í ljós kom að hann hafði myrt hana og bútað niður lík hennar. Ástarlíf hans í fangelsi hefur engu að síður verið fjörugt. VÍSIR/AFP Dönsk stjórnvöld hyggjast banna sakamönnum sem sitja í lífstíðarfangelsi að hefja ný ástarsambönd á meðan þeir dúsa í fangelsi. Frumvarp þess efnis var lagt fram eftir að í ljós kom að sautján ára gömul stúlka féll fyrir Peter Madsen, morðingja blaðakonunnar Kim Wall, þrátt fyrir að hann væri í fangelsi. Madsen myrti Wall þegar hún kynnti sér heimasmíðaðan kafbát hans árið 2017. Bútaði hann líkið niður og losaði sig við líkamsleifarnar. Hann var síðar dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð að yfirlögðu ráði, alvarlega kynferðislega árás og vanhelgun á líki. Fangelsisvistin hefur þó ekki stöðvað ástarlíf Madsen. Hann giftist Jenny Curpen, rússneskri listakonu, í fyrra. Þau kynntust í gegnum bréfaskriftir og heimsóknir sem hófust skömmu eftir að hann var dæmdur í fangelsi árið 2018. Nýlega kom í ljós að hann átti einnig í samskiptum við stúlku sem hafði fyrst samband við hann árið 2017 þegar hún var sautján ára gömul. Hún sagði dönskum fjölmiðlum í fyrra að hún væri ástfangin af Madsen. Nú dönsku ríkisstjórninni undir forystu jafnaðarmanna nóg boðið en hún hefur lagt fram frumvarp um að fangar sem afplána lífstíðardóm geti aðeins átt í samskiptum við fólk sem þeir þekktu fyrir fangelsisdvölina fyrstu tíu ár afplánunarinnar, að sögn The Guardian. „Við höfum séð ósmekkleg dæmi undanfarin ár um að fangar sem hafa framið andstyggilega glæpi hafi samband við ungt fólk til að afla sér samúðar og athygli. Það verður augljóslega að stöðva þetta,“ sagði Nick Hækkerup, dómsmálaráðherra. Frumvarpið nýtur stuðnings stjórnarandstöðunnar og gætu lögin, verði þau samþykkt, tekið gildi í janúar. Það myndi einnig banna föngunum að tjá sig um glæpi sína á samfélagsmiðlum eða í hlaðvörpum. Danmörk Morðið á Kim Wall Fangelsismál Ástin og lífið Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Madsen myrti Wall þegar hún kynnti sér heimasmíðaðan kafbát hans árið 2017. Bútaði hann líkið niður og losaði sig við líkamsleifarnar. Hann var síðar dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð að yfirlögðu ráði, alvarlega kynferðislega árás og vanhelgun á líki. Fangelsisvistin hefur þó ekki stöðvað ástarlíf Madsen. Hann giftist Jenny Curpen, rússneskri listakonu, í fyrra. Þau kynntust í gegnum bréfaskriftir og heimsóknir sem hófust skömmu eftir að hann var dæmdur í fangelsi árið 2018. Nýlega kom í ljós að hann átti einnig í samskiptum við stúlku sem hafði fyrst samband við hann árið 2017 þegar hún var sautján ára gömul. Hún sagði dönskum fjölmiðlum í fyrra að hún væri ástfangin af Madsen. Nú dönsku ríkisstjórninni undir forystu jafnaðarmanna nóg boðið en hún hefur lagt fram frumvarp um að fangar sem afplána lífstíðardóm geti aðeins átt í samskiptum við fólk sem þeir þekktu fyrir fangelsisdvölina fyrstu tíu ár afplánunarinnar, að sögn The Guardian. „Við höfum séð ósmekkleg dæmi undanfarin ár um að fangar sem hafa framið andstyggilega glæpi hafi samband við ungt fólk til að afla sér samúðar og athygli. Það verður augljóslega að stöðva þetta,“ sagði Nick Hækkerup, dómsmálaráðherra. Frumvarpið nýtur stuðnings stjórnarandstöðunnar og gætu lögin, verði þau samþykkt, tekið gildi í janúar. Það myndi einnig banna föngunum að tjá sig um glæpi sína á samfélagsmiðlum eða í hlaðvörpum.
Danmörk Morðið á Kim Wall Fangelsismál Ástin og lífið Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira