Handtekinn með sveðju og byssusting nálægt þinghúsinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. september 2021 23:11 Mynd innan úr bíl Craigheads, þar sem meðal annars var að finna stóra sveðju. Lögreglan í Washington D.C. Lögreglan í þinghúsi Bandaríkjanna handtók í dag mann sem var með fjölda hnífa í bíl sínum. Hann var með ýmis pólitísk tákn máluð á bíl sinn, sem sum teljast til haturstákna. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að maðurinn, hinn 44 ára gamli Donald Craighead frá Kaliforníuríki, hafi verið stöðvaður af lögreglu skammt frá þinghúsinu í Washington D.C. Hann hafi verið stoppaður þar sem lögreglan hefði tekið eftir fjölda öfgatákna utan á bíl hans. Þar á meðal voru hakakrossar. Hann hafi þá tjáð lögreglu að hann væri í „eftirlitsferð,“ auk þess sem hann ræddi við lögreglu um hugmyndafræði hvítra þjóðernissinna. Lögregla hafi þá tekið eftir því að í bíl Craigheads hafi verið að finna fjöldan allan af hnífum. Þeirra á meðal voru byssustingur og sveðja, sem teljast til ólöglegra vopna í Washington D.C. Þá var bíllinn ekki á númerum, heldur var búið að mála bandaríska fánann þar sem skráningarnúmer bílsins átti að vera. Craighead var þegar í stað ákærður fyrir ólöglegan vopnaburð, en samkvæmt BBC liggur ekki fyrir hvort hann sé kominn með lögmann eða hvort hann ætli að gangast við ákærunni. USCP Officers Arrest California Man with Bayonet & Machete: https://t.co/0mhsoOC8vX pic.twitter.com/9SR1NXsJV6— U.S. Capitol Police (@CapitolPolice) September 13, 2021 Búa sig undir samstöðufund vegna árásarinnar á þinghúsið Lögreglan í Washington-borg undirbýr sig nú undir fjöldafund sem ber yfirskriftina „Réttlæti fyrir J6“ (e. Justice for J6). Markmið fundarins er að sýna þeim stuðning sem voru handtekin eftir áhlaup stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, á þinghúsið þann 6. janúar á þessu ári. Fundurinn er á dagskrá 18. september næstkomandi og óttast yfirvöld að til ofbeldis geti komið, líkt og í aðdraganda árásarinnar á þinghúsið. Girðingar verða settar niður umhverfis þinghúsið í varúðarskyni. Hreyfingin að baki hins fyrirhugaða fundar heitir Look Ahead America og er stýrt af Matt Braynard, sem var einn af forvígismönnum kosningabaráttu Donald Trump fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Hann hefur hvatt þau sem ætla að mæta á fundinn til þess að haga sér vel og tilkynna allt mögulegt ofbeldi til yfirvalda. Lögreglan segir það ekki liggja ljóst fyrir hvort Craighead hafði ætlað sér að mæta á fundinn eða hvort hann hefði áður gerst sekur um ofbeldi í Washington D.C. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að maðurinn, hinn 44 ára gamli Donald Craighead frá Kaliforníuríki, hafi verið stöðvaður af lögreglu skammt frá þinghúsinu í Washington D.C. Hann hafi verið stoppaður þar sem lögreglan hefði tekið eftir fjölda öfgatákna utan á bíl hans. Þar á meðal voru hakakrossar. Hann hafi þá tjáð lögreglu að hann væri í „eftirlitsferð,“ auk þess sem hann ræddi við lögreglu um hugmyndafræði hvítra þjóðernissinna. Lögregla hafi þá tekið eftir því að í bíl Craigheads hafi verið að finna fjöldan allan af hnífum. Þeirra á meðal voru byssustingur og sveðja, sem teljast til ólöglegra vopna í Washington D.C. Þá var bíllinn ekki á númerum, heldur var búið að mála bandaríska fánann þar sem skráningarnúmer bílsins átti að vera. Craighead var þegar í stað ákærður fyrir ólöglegan vopnaburð, en samkvæmt BBC liggur ekki fyrir hvort hann sé kominn með lögmann eða hvort hann ætli að gangast við ákærunni. USCP Officers Arrest California Man with Bayonet & Machete: https://t.co/0mhsoOC8vX pic.twitter.com/9SR1NXsJV6— U.S. Capitol Police (@CapitolPolice) September 13, 2021 Búa sig undir samstöðufund vegna árásarinnar á þinghúsið Lögreglan í Washington-borg undirbýr sig nú undir fjöldafund sem ber yfirskriftina „Réttlæti fyrir J6“ (e. Justice for J6). Markmið fundarins er að sýna þeim stuðning sem voru handtekin eftir áhlaup stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, á þinghúsið þann 6. janúar á þessu ári. Fundurinn er á dagskrá 18. september næstkomandi og óttast yfirvöld að til ofbeldis geti komið, líkt og í aðdraganda árásarinnar á þinghúsið. Girðingar verða settar niður umhverfis þinghúsið í varúðarskyni. Hreyfingin að baki hins fyrirhugaða fundar heitir Look Ahead America og er stýrt af Matt Braynard, sem var einn af forvígismönnum kosningabaráttu Donald Trump fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Hann hefur hvatt þau sem ætla að mæta á fundinn til þess að haga sér vel og tilkynna allt mögulegt ofbeldi til yfirvalda. Lögreglan segir það ekki liggja ljóst fyrir hvort Craighead hafði ætlað sér að mæta á fundinn eða hvort hann hefði áður gerst sekur um ofbeldi í Washington D.C.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Sjá meira