Norðurkóreskt varnarlið marseraði í hlífðarbúningum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. september 2021 11:33 Rauða gæslan var íklædd appelsínugulum hlífðarbúningum við skrúðgönguna. EPA-EFE/KCNA Norður-Kórea fagnaði því að 73 ár eru liðin frá stofnun ríkisins í nótt með skrúðgöngu. Athygli hefur vakið að allir þeirra sem tóku þátt í skrúðgöngunni voru klæddir í appelsínugula hlífðarbúninga en engin flugskeyti voru til sýnis, sem gjarnan eru sýnd á slíkum viðburðum í Norður-Kóreu. Kim Jong Un, leiðtogi ríkisins, var viðstaddur viðburðinum þar sem meðlimir Rauðu gæslunnar, varnarliðs almennings í landinu, marséraði um Kim Il Sung torgið í höfuðborginni Pyongyang á miðnætti í nótt. Afmælinu var fagnað hátíðlega á Kim Il Sung torgi í Pyongyang í nótt.EPA-EFE/KCNA Rodong Sinmun, ríkisdagblað landsins, birti myndir af liðinu klætt í appelsínugula hlífðarbúninga með loftþéttar grímur fyrir vitum. Spekúlantar vilja meina að þetta sé tilraun landsins til að sýna að kórónuveirunni sé tekið alvarlega þar í landi. Einhver vopn voru til sýnis í skrúðgöngunni, til dæmis skammdrægar eldflaugar. Hvergi var þó hægt að sjá þær langdrægu, sem yfirvöld í Norður-Kóreu sýna gjarnan á slíkum viðburðum, til að sýna herafl sitt. Þá flutti Kim enga ræðu, annað en í fyrra þegar hann montaði sig af kjarnorkuáætlun landsins og sýndi ýmsar langdrægar eldflaugar á meðan á skrúðgöngunni stóð. Kim Jong Un var óhræddur við að taka í hendur félaga sinna uppi á stallinum.EPA-EFE/KCNA Þó svo að þeir sem tóku þátt í skrúðgöngunni væru klæddir í hlífðarbúningana var enginn þeirra þúsund gesta, sem voru viðstaddir skrúðgöngunni, bar grímu fyrir vitum. Þá sýndi myndefni frá skrúðgöngunni hvernig Kim tók í hendurnar á fólkinu í kring um sig án þess að hika. Norðurkóresk stjórnvöld hafa ekki gefið það út að nokkur hafi greinst smitaður af veirunni þar í landi en landamærum landsins hefur verið lokað og harðar sóttvarnaaðgerðir eru þar í gildi. Mannfjöldinn fagnar hér leiðtoganum.EPA-EFE/KCNA Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Kim Jong Un, leiðtogi ríkisins, var viðstaddur viðburðinum þar sem meðlimir Rauðu gæslunnar, varnarliðs almennings í landinu, marséraði um Kim Il Sung torgið í höfuðborginni Pyongyang á miðnætti í nótt. Afmælinu var fagnað hátíðlega á Kim Il Sung torgi í Pyongyang í nótt.EPA-EFE/KCNA Rodong Sinmun, ríkisdagblað landsins, birti myndir af liðinu klætt í appelsínugula hlífðarbúninga með loftþéttar grímur fyrir vitum. Spekúlantar vilja meina að þetta sé tilraun landsins til að sýna að kórónuveirunni sé tekið alvarlega þar í landi. Einhver vopn voru til sýnis í skrúðgöngunni, til dæmis skammdrægar eldflaugar. Hvergi var þó hægt að sjá þær langdrægu, sem yfirvöld í Norður-Kóreu sýna gjarnan á slíkum viðburðum, til að sýna herafl sitt. Þá flutti Kim enga ræðu, annað en í fyrra þegar hann montaði sig af kjarnorkuáætlun landsins og sýndi ýmsar langdrægar eldflaugar á meðan á skrúðgöngunni stóð. Kim Jong Un var óhræddur við að taka í hendur félaga sinna uppi á stallinum.EPA-EFE/KCNA Þó svo að þeir sem tóku þátt í skrúðgöngunni væru klæddir í hlífðarbúningana var enginn þeirra þúsund gesta, sem voru viðstaddir skrúðgöngunni, bar grímu fyrir vitum. Þá sýndi myndefni frá skrúðgöngunni hvernig Kim tók í hendurnar á fólkinu í kring um sig án þess að hika. Norðurkóresk stjórnvöld hafa ekki gefið það út að nokkur hafi greinst smitaður af veirunni þar í landi en landamærum landsins hefur verið lokað og harðar sóttvarnaaðgerðir eru þar í gildi. Mannfjöldinn fagnar hér leiðtoganum.EPA-EFE/KCNA
Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira