Öruggari með SafeTravel appinu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 8. september 2021 15:30 Nýtt app var kynnt á dögunum sem ætlað er að stuðla að auknu öryggi á ferðalögum hér á landi, SafeTravel appið. Það einfaldar ákvarðanatöku við akstur á Íslandi og veitir upplýsingar í rauntíma um ástand og færð á vegum landsins, á ensku og íslensku. Sambærilegt app hefur ekki verið til fram að þessu. Upplýsingar um ástand vega í rauntíma Lengi hefur verið þörf á að geta með auðveldum hætti fylgst með ástandi vega á Íslandi, sér í lagi yfir vetrartímann. Áhugi Íslendinga á veðrinu er ekki nýtilkominn og stafar ekki hvað síst af nauðsyn. Við sem hér búum þekkjum það vel að veður getur breyst skyndilega og haft áhrif á færð og ferðalög. En erlendir ferðamenn gera sér ekki endilega grein fyrir hversu hratt veður skipast í lofti. Ljóst er að hvort sem um er að ræða heimamenn eða gestkomandi þá kemur sér vel að hafa aðgengilegar upplýsingar um ástand vega í rauntíma. Hvernig virkar appið? SafeTravel appið birtir notendum kort af Íslandi og gerir þeim kleift að merkja inn væntanlega ferð á vegum landsins. Appið teiknar upp leiðina, sýnir ástand vega og varar við ferðalögum ef ófært er einhvers staðar á leiðinni. Þannig má auðveldlega fylgjast með færð á vegum og fá tilkynningar í símann ef aðstæður breytast. SafeTravel appið veitir þessar upplýsingar í rauntíma og notaðir eru litakóðar til að gefa til kynna ástand vega. Nánar er farið í þýðingu mismunandi litakóða í appinu. Viðvaranir og upplýsingar koma síðan fram eftir því sem við á. Í appinu er einnig að finna sniðugt bílpróf sem gott er að renna yfir til að skerpa á kunnáttunni og kynna sér aðstæður í umferðinni. Einnig er listi yfir íslensk vegaskilti og þýðingu þeirra. Appið er hugsað bæði fyrir Íslendinga og erlenda ferðamenn og er því bæði á ensku og íslensku. Íslenskt hugvit Tilgangurinn með gerð appsins er fyrst og fremst að stuðla að öryggi ferðalanga á Íslandi en í SafeTravel appinu sameinast forvarnir, ferðalög, nýsköpun og tækni. Appið er þróað af Stokki hugbúnaðarhúsi í samstarfi við SafeTravel og Sjóvá sem kostar gerð appsins. Vonir standa til að sem flestir nýti sér SafeTravel appið þegar ferðast er um landið en hægt er að sækja appið endurgjaldslaust í App Store eða Google Play. Markmiðið er að allir skili sér heilir heim. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Umferðaröryggi Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Nýtt app var kynnt á dögunum sem ætlað er að stuðla að auknu öryggi á ferðalögum hér á landi, SafeTravel appið. Það einfaldar ákvarðanatöku við akstur á Íslandi og veitir upplýsingar í rauntíma um ástand og færð á vegum landsins, á ensku og íslensku. Sambærilegt app hefur ekki verið til fram að þessu. Upplýsingar um ástand vega í rauntíma Lengi hefur verið þörf á að geta með auðveldum hætti fylgst með ástandi vega á Íslandi, sér í lagi yfir vetrartímann. Áhugi Íslendinga á veðrinu er ekki nýtilkominn og stafar ekki hvað síst af nauðsyn. Við sem hér búum þekkjum það vel að veður getur breyst skyndilega og haft áhrif á færð og ferðalög. En erlendir ferðamenn gera sér ekki endilega grein fyrir hversu hratt veður skipast í lofti. Ljóst er að hvort sem um er að ræða heimamenn eða gestkomandi þá kemur sér vel að hafa aðgengilegar upplýsingar um ástand vega í rauntíma. Hvernig virkar appið? SafeTravel appið birtir notendum kort af Íslandi og gerir þeim kleift að merkja inn væntanlega ferð á vegum landsins. Appið teiknar upp leiðina, sýnir ástand vega og varar við ferðalögum ef ófært er einhvers staðar á leiðinni. Þannig má auðveldlega fylgjast með færð á vegum og fá tilkynningar í símann ef aðstæður breytast. SafeTravel appið veitir þessar upplýsingar í rauntíma og notaðir eru litakóðar til að gefa til kynna ástand vega. Nánar er farið í þýðingu mismunandi litakóða í appinu. Viðvaranir og upplýsingar koma síðan fram eftir því sem við á. Í appinu er einnig að finna sniðugt bílpróf sem gott er að renna yfir til að skerpa á kunnáttunni og kynna sér aðstæður í umferðinni. Einnig er listi yfir íslensk vegaskilti og þýðingu þeirra. Appið er hugsað bæði fyrir Íslendinga og erlenda ferðamenn og er því bæði á ensku og íslensku. Íslenskt hugvit Tilgangurinn með gerð appsins er fyrst og fremst að stuðla að öryggi ferðalanga á Íslandi en í SafeTravel appinu sameinast forvarnir, ferðalög, nýsköpun og tækni. Appið er þróað af Stokki hugbúnaðarhúsi í samstarfi við SafeTravel og Sjóvá sem kostar gerð appsins. Vonir standa til að sem flestir nýti sér SafeTravel appið þegar ferðast er um landið en hægt er að sækja appið endurgjaldslaust í App Store eða Google Play. Markmiðið er að allir skili sér heilir heim. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun