Krefjast að kynferðisafbrotamálum verði ekki pakkað ofan í skúffu Birgir Olgeirsson og Eiður Þór Árnason skrifa 2. september 2021 18:29 Meðlimir Bleika fílsins söfnuðust saman í Laugardalnum. Vísir/Vilhelm Forvarnahópurinn Bleiki fíllinn og samtökin Öfgar efndu til samstöðufundar við Laugardalsvöll til stuðnings þolendum kynferðisofbeldis í dag. Forsvarsmenn hópanna sendu skýr skilaboð í aðdraganda landsleiks Íslands gegn því rúmenska um að nú yrði KSÍ að setja skýra stefnu í viðbrögðum við kynbundnu ofbeldi. Ekki væri nóg að stofna nefndir eða skapa ferla heldur væri aðgerða þörf. „Við viljum sýna samstöðu með þolendum og minna á að við ætlum að fylgjast með hvað gerist næst,“ segir Jóhanna Ýr Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Bleika fílsins. Jóhanna Ýr Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Bleika fílsins.Vísir/Egill Nú er formaður og stjórn stigin til hliðar og framkvæmdastjóri farinn í leyfi. Er þetta nóg? „Þetta er náttúrulega ekkert nóg. Það hlakkar ekkert í okkur, alls ekki, en það þarf að breyta til og það er skref í rétta átt að byrja með alveg hreinan skjöld. Mér fannst rosalega sterkt að sjá frétt um rafíþróttir og Overwatch-leikinn, það var ekkert flókið að honum var bara vísað út.“ Þar vísar Jóhanna til þess að íslenskur keppandi var nýverið settur í ævilangt bann af Rafíþróttasamtökum Íslands. Keppandinn hafði dreift nektarmyndum af öðrum keppanda sem voru teknar áður en sá varð lögráða. „Þetta þarf ekki að vera flókið. Það þarf bara að senda skýr skilaboð,“ bætir hún við. Hópurinn kallaði eftir breytingum.Vísir/Vilhelm „Við viljum bara skýra stefnu gegn kynferðisofbeldi innan KSÍ og hvernig þau ætla að framfylgja henni,“ segir Helga Benediktsdóttir, meðlimur í hópnum Öfgar. Klara Rakel Gretarsdóttir í Öfgum kallar sömuleiðis eftir skýru ferli varðandi það hvernig tekið er á slíkum tilkynningum. „Að því sé ekki pakkað niður í skúffu. Ef það koma upp brot að þau verði líka tilkynnt til lögreglu og það sé ekki bara lokað mál innan KSÍ. Þetta eru alvarleg mál og þeim ber að tilkynna þetta til lögreglu,“ segir Hulda Hrund Sigmundsdóttir, liðsmaður Öfga. Farið er fram á afsögn Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ.Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Laugardalsvöllur Kynferðisofbeldi Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Forsvarsmenn hópanna sendu skýr skilaboð í aðdraganda landsleiks Íslands gegn því rúmenska um að nú yrði KSÍ að setja skýra stefnu í viðbrögðum við kynbundnu ofbeldi. Ekki væri nóg að stofna nefndir eða skapa ferla heldur væri aðgerða þörf. „Við viljum sýna samstöðu með þolendum og minna á að við ætlum að fylgjast með hvað gerist næst,“ segir Jóhanna Ýr Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Bleika fílsins. Jóhanna Ýr Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Bleika fílsins.Vísir/Egill Nú er formaður og stjórn stigin til hliðar og framkvæmdastjóri farinn í leyfi. Er þetta nóg? „Þetta er náttúrulega ekkert nóg. Það hlakkar ekkert í okkur, alls ekki, en það þarf að breyta til og það er skref í rétta átt að byrja með alveg hreinan skjöld. Mér fannst rosalega sterkt að sjá frétt um rafíþróttir og Overwatch-leikinn, það var ekkert flókið að honum var bara vísað út.“ Þar vísar Jóhanna til þess að íslenskur keppandi var nýverið settur í ævilangt bann af Rafíþróttasamtökum Íslands. Keppandinn hafði dreift nektarmyndum af öðrum keppanda sem voru teknar áður en sá varð lögráða. „Þetta þarf ekki að vera flókið. Það þarf bara að senda skýr skilaboð,“ bætir hún við. Hópurinn kallaði eftir breytingum.Vísir/Vilhelm „Við viljum bara skýra stefnu gegn kynferðisofbeldi innan KSÍ og hvernig þau ætla að framfylgja henni,“ segir Helga Benediktsdóttir, meðlimur í hópnum Öfgar. Klara Rakel Gretarsdóttir í Öfgum kallar sömuleiðis eftir skýru ferli varðandi það hvernig tekið er á slíkum tilkynningum. „Að því sé ekki pakkað niður í skúffu. Ef það koma upp brot að þau verði líka tilkynnt til lögreglu og það sé ekki bara lokað mál innan KSÍ. Þetta eru alvarleg mál og þeim ber að tilkynna þetta til lögreglu,“ segir Hulda Hrund Sigmundsdóttir, liðsmaður Öfga. Farið er fram á afsögn Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ.Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Laugardalsvöllur Kynferðisofbeldi Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira