Herða tökin á sjónvarpsstöðvum og banna „kvenlega“ leikara Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2021 15:39 Nýjum reglum um sjónvarpsframleiðslu í Kína er meðal annars ætlað að auka karlmennsku kínverskra karlmanna. AP/Ng Han Guan Yfirvöld í Kína hafa skipað sjónvarpsstöðvum þar í landi að ráða ekki listamenn sem þykja of kvenlegir og hafi rangar pólitískar skoðanir. Þau beri forsvarsmönnum sjónvarpsstöðvanna að byggja upp andrúmsloft sem ýti undir ættjarðarást. Forsvarsmenn Kommúnistaflokks Kína vilja koma böndum á skemmtanageirann í Kína, sem þeir segja vera að leiða ungt fólk af réttri leið. Í frétt Reuters um þessar skipanir segir að skemmtanageirinn í Kína hafi vaxið hratt á undanförnum árum. Ráðamenn hafi unnið að því að koma á hann böndum. Kommúnistaflokkur Kína getur ritskoðað allt sem talið er fara gegn grunngildum gilda flokksins og þegar eru miklar reglur í Kína varðandi framleiðslu sjónvarpsefnis, tölvuleikja og tónlistar. Um síðustu helgi var tilkynnt að börn í Kína mættu ekki spila tölvuleiki í meira en þrjá tíma á viku, samhliða því að aukið eftirlit með leikjafyrirtækjum var tilkynnt. Miklu púðri hefur verið varið í að koma böndum á stór tæknifyrirtæki Kína að undanförnu. Sjá einnig: Börnum bannað að spila meira en þrjá tíma í viku í Kína Í nýju reglunum segir að sjónvarpsstöðvar eigi að velja leikara og gesti sjónvarpsþátta með tilliti til pólitískrar virkni þeirra og siðferðis þeirra. Þá eigi að hætta að sýna þætti sem sýni of kvenlega hegðun eða séu brenglaðir á einhvern hátt. Það sama eigi við þætti sem byggi á hneykslismálum og groddalegum áhrifavöldum. Í frétt Guardian segir að reglurnar eigi að leiðrétta meint vandamál varðandi brot listamanna á reglum og siðferðis, og þeirri óreiðu sem ríki varðandi dýrkun á frægu fólki. Þess í stað eigi að byggja upp andrúmsloft ástar í garð Kommúnistaflokksins og Kína og virðingu fyrir siðferði og list. Reglurnar voru opinberaðar af hinu opinbera í Kína í dag. Í annarri tilkynningu frá menningarráðuneyti Kína segir að frægt fólk eins og áhrifavalda eigi reglulega að fara í siðferðisþjálfun og umboðsskrifstofur eigi að reka áhrifavalda sem sýni ekki nægilega góða siðferðiskennd. Kína Bíó og sjónvarp Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Sjá meira
Forsvarsmenn Kommúnistaflokks Kína vilja koma böndum á skemmtanageirann í Kína, sem þeir segja vera að leiða ungt fólk af réttri leið. Í frétt Reuters um þessar skipanir segir að skemmtanageirinn í Kína hafi vaxið hratt á undanförnum árum. Ráðamenn hafi unnið að því að koma á hann böndum. Kommúnistaflokkur Kína getur ritskoðað allt sem talið er fara gegn grunngildum gilda flokksins og þegar eru miklar reglur í Kína varðandi framleiðslu sjónvarpsefnis, tölvuleikja og tónlistar. Um síðustu helgi var tilkynnt að börn í Kína mættu ekki spila tölvuleiki í meira en þrjá tíma á viku, samhliða því að aukið eftirlit með leikjafyrirtækjum var tilkynnt. Miklu púðri hefur verið varið í að koma böndum á stór tæknifyrirtæki Kína að undanförnu. Sjá einnig: Börnum bannað að spila meira en þrjá tíma í viku í Kína Í nýju reglunum segir að sjónvarpsstöðvar eigi að velja leikara og gesti sjónvarpsþátta með tilliti til pólitískrar virkni þeirra og siðferðis þeirra. Þá eigi að hætta að sýna þætti sem sýni of kvenlega hegðun eða séu brenglaðir á einhvern hátt. Það sama eigi við þætti sem byggi á hneykslismálum og groddalegum áhrifavöldum. Í frétt Guardian segir að reglurnar eigi að leiðrétta meint vandamál varðandi brot listamanna á reglum og siðferðis, og þeirri óreiðu sem ríki varðandi dýrkun á frægu fólki. Þess í stað eigi að byggja upp andrúmsloft ástar í garð Kommúnistaflokksins og Kína og virðingu fyrir siðferði og list. Reglurnar voru opinberaðar af hinu opinbera í Kína í dag. Í annarri tilkynningu frá menningarráðuneyti Kína segir að frægt fólk eins og áhrifavalda eigi reglulega að fara í siðferðisþjálfun og umboðsskrifstofur eigi að reka áhrifavalda sem sýni ekki nægilega góða siðferðiskennd.
Kína Bíó og sjónvarp Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent