Lýðræði fyrir alla! Stefnum að aukinni kosningaþátttöku meðal nýrra íslenska ríkisborgara Tatjana Latinovic og Nichole Leigh Mosty skrifa 31. ágúst 2021 07:31 Nú er aðeins um mánuður til kjördags og er því er mjög mikilvægt að upplýsingar um kosningar til Alþingis séu vel aðgengilegar fyrir fólk af erlendum uppruna. Um 13,5% íbúa landsins eru af erlendum uppruna og vissulega hefur fjöldi þeirra ekki öðlast kosningarétt þó sumir hafi búið hér á landi lengi. Þó er vert að taka fram að frá síðustu kosningum til Alþingis árið 2017 hafa um þúsund manns á kosningaaldri fengið íslenskan ríkisborgararétt og fá nú í fyrsta skipti tækifæri til að nýta lýðræðislegan rétt sinn til að kjósa. Þátttaka í stjórnmálastarfi og í kosningum er einn af hornsteinum lýðræðis og hvers samfélags. Mikilvægter að tryggja að allir íbúar landsins séu upplýstir um hvað þeim standi til boða. Ísland er þekkt fyrir mjög góða þátttöku borgara í kosningum, en þó er kjörsókn innflytjenda mun lægri miðað við heildar kjósendur. Rannsókn um kosningaþátttöku innflytjenda á Íslandi í kosningum til Alþingis árið 2017 og í sveitarstjórnarkosningum árið 2018 sýnir að hún var nærri tvöfalt minni í sveitarstjórnarkosningunum en í alþingiskosningunum og er munurinn því ríflega fjórfaldur. Ekki er gott að segja til um af hverju svo sé. Er það vegna þess að fólk af erlendum uppruna hér á landi hefur ekki áhuga á stjórnmálum nýja landsins eða telja sig ekki geta haft áhrif? Eða er það ekki nægilega vel upplýst um kosningaferlið og sinn rétt til að kjósa? Gæti hugsanlega verið að kjósendur af erlendum uppruna upplifa ekki að þeir séu hafðir með í umræðunni á meðan kosningabaráttan er í gangi? Hvað sem því liður, staðan er óásættanleg, þar sem borgarar af erlendum uppruna eru mjög mikilvægur hluti af samfélagi sem telur sig vera byggt á grundvallargildum um jafnrétti, jafnræði og mannréttindi. Það þarf ekki að leita lengra en til reynslu okkar á tímum COVID heimsfaraldurs til að átta okkar á mikilvægi framlags innflytjenda til samfélagsins og nauðsyn þess að halda þeim vel upplýstum. Í viðleitni okkar um að standa saman í baráttunni gegn COVID 19 hafa almannavarnir og stofnanir eins og lögregla, Fjölmenningarsetur, Vinnumálastofnun, mennta og heilbrigðiskerfið víða um land lagt sérstaka áherslu á aðferðir til að miðla upplýsingum og ná til erlendra ríkisborgara, enda var mjög fljótlega ljóst að varnir gegn veirunni myndu fljótt bresta ef ekki væri hugsað til alls samfélagsins. Þessi miðlun markvissra upplýsinga gerði öllum borgurum kleift að taka virkan þátt í sameiginlegri baráttu gegn veirunni. Þessar „ínklúsívar" aðferðir þarf ekki að nota aðeins þegar faraldur stendur yfir eða í neyðartilvikum. Þetta eru vinnubrögð sem við verðum að geta gert að grundvallaratriði í þjóðfélagi okkar. Fjölmenningarsetur hefur sett upp sérstaka kosningasíðu á vefsíðunni sem inniheldur upplýsingar og gagnlega hlekki um kosningarétt sem og framkvæmd kosninga. Þar er líka að finna tengla á helstu fjölmiðla landsins og heimasíðu flokkana sem bjóða fram. Ætlun okkar er að auðvelda kjósendum af erlendum uppruna og sérstaklega nýjum ríkisborgurum aðgang að upplýsingum og styðja þá til að taka vel upplýsta ákvörðun um hverjum þeir treysta fyrir atkvæði sínu á kjördag. Við höfum boðið öllum stjórnmálaflokkunum og helstu fjölmiðlum að nýta sér þennan vettvang. Einnig viljum við vekja athygli stjórnmálamanna á mikilvægi þessara þjóðfélagsþegna okkar og hvetja þá til að bjóða þeim í samtal um stefnur flokkanna og framtíðarsýn þeirra. Einn grundvallarréttur borgarans er kosningaréttur. Tatjana Latinovic er formaður Innflytjendaráðs og ég Nichole Leigh Mosty er forstöðumaður Fjölmenninguseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Innflytjendamál Tatjana Latinovic Nichole Leigh Mosty Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú er aðeins um mánuður til kjördags og er því er mjög mikilvægt að upplýsingar um kosningar til Alþingis séu vel aðgengilegar fyrir fólk af erlendum uppruna. Um 13,5% íbúa landsins eru af erlendum uppruna og vissulega hefur fjöldi þeirra ekki öðlast kosningarétt þó sumir hafi búið hér á landi lengi. Þó er vert að taka fram að frá síðustu kosningum til Alþingis árið 2017 hafa um þúsund manns á kosningaaldri fengið íslenskan ríkisborgararétt og fá nú í fyrsta skipti tækifæri til að nýta lýðræðislegan rétt sinn til að kjósa. Þátttaka í stjórnmálastarfi og í kosningum er einn af hornsteinum lýðræðis og hvers samfélags. Mikilvægter að tryggja að allir íbúar landsins séu upplýstir um hvað þeim standi til boða. Ísland er þekkt fyrir mjög góða þátttöku borgara í kosningum, en þó er kjörsókn innflytjenda mun lægri miðað við heildar kjósendur. Rannsókn um kosningaþátttöku innflytjenda á Íslandi í kosningum til Alþingis árið 2017 og í sveitarstjórnarkosningum árið 2018 sýnir að hún var nærri tvöfalt minni í sveitarstjórnarkosningunum en í alþingiskosningunum og er munurinn því ríflega fjórfaldur. Ekki er gott að segja til um af hverju svo sé. Er það vegna þess að fólk af erlendum uppruna hér á landi hefur ekki áhuga á stjórnmálum nýja landsins eða telja sig ekki geta haft áhrif? Eða er það ekki nægilega vel upplýst um kosningaferlið og sinn rétt til að kjósa? Gæti hugsanlega verið að kjósendur af erlendum uppruna upplifa ekki að þeir séu hafðir með í umræðunni á meðan kosningabaráttan er í gangi? Hvað sem því liður, staðan er óásættanleg, þar sem borgarar af erlendum uppruna eru mjög mikilvægur hluti af samfélagi sem telur sig vera byggt á grundvallargildum um jafnrétti, jafnræði og mannréttindi. Það þarf ekki að leita lengra en til reynslu okkar á tímum COVID heimsfaraldurs til að átta okkar á mikilvægi framlags innflytjenda til samfélagsins og nauðsyn þess að halda þeim vel upplýstum. Í viðleitni okkar um að standa saman í baráttunni gegn COVID 19 hafa almannavarnir og stofnanir eins og lögregla, Fjölmenningarsetur, Vinnumálastofnun, mennta og heilbrigðiskerfið víða um land lagt sérstaka áherslu á aðferðir til að miðla upplýsingum og ná til erlendra ríkisborgara, enda var mjög fljótlega ljóst að varnir gegn veirunni myndu fljótt bresta ef ekki væri hugsað til alls samfélagsins. Þessi miðlun markvissra upplýsinga gerði öllum borgurum kleift að taka virkan þátt í sameiginlegri baráttu gegn veirunni. Þessar „ínklúsívar" aðferðir þarf ekki að nota aðeins þegar faraldur stendur yfir eða í neyðartilvikum. Þetta eru vinnubrögð sem við verðum að geta gert að grundvallaratriði í þjóðfélagi okkar. Fjölmenningarsetur hefur sett upp sérstaka kosningasíðu á vefsíðunni sem inniheldur upplýsingar og gagnlega hlekki um kosningarétt sem og framkvæmd kosninga. Þar er líka að finna tengla á helstu fjölmiðla landsins og heimasíðu flokkana sem bjóða fram. Ætlun okkar er að auðvelda kjósendum af erlendum uppruna og sérstaklega nýjum ríkisborgurum aðgang að upplýsingum og styðja þá til að taka vel upplýsta ákvörðun um hverjum þeir treysta fyrir atkvæði sínu á kjördag. Við höfum boðið öllum stjórnmálaflokkunum og helstu fjölmiðlum að nýta sér þennan vettvang. Einnig viljum við vekja athygli stjórnmálamanna á mikilvægi þessara þjóðfélagsþegna okkar og hvetja þá til að bjóða þeim í samtal um stefnur flokkanna og framtíðarsýn þeirra. Einn grundvallarréttur borgarans er kosningaréttur. Tatjana Latinovic er formaður Innflytjendaráðs og ég Nichole Leigh Mosty er forstöðumaður Fjölmenninguseturs.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun