„Ekki oft sem það gerist hjá íslenskum liðum og sérstaklega ekki Breiðabliki“ Anton Ingi Leifsson skrifar 16. júlí 2021 19:01 Óskar Hrafn Þorvaldsson fylgist einbeittur með í leik Blika fyrr á tímabilinu. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, er ánægður með framgöngu lærisveina hans í fyrstu umferð Sambandsdeildar Evrópu en þeir unnu 2-0 sigur á síðari leiknum gegn Racing Union á Kópavogsvelli í gær. Blikarnir lentu 2-0 undir gegn Racing á útivelli í Lúxemborg í síðustu viku en snéru við taflinu og unnu 3-2. Sigurinn var svo nokkuð þægilegur í gær þar sem Blikarnir stýrðu ferðinni. „Í fyrri leiknum þá pressuðu þeir okkur. Pressuðu hátt og fóru hátt með allt liðið en í gær voru þeir neðar. Þeir voru að bíða eftir okkar mistökum og ætluðu að refsa okkur. Við bjuggum okkur undir báðar sviðsmyndirnar,“ sagði Óskar í Sportpakkanum í kvöld. „Mér fannst við gera það ágætlega og gáfum þeim ekki fóður til að særa okkur. Þegar við misstum boltann, þá vorum við fljótir að loka á þá og gerðum það vel en það er rétt; þeir voru töluvert varkárari.“ Óskar er ánægður með að vera kominn áfram í næstu umferð og segir að það hafi tekið tíð og tíma að brjóta varnarmúr Racing niður. „Ef þú horfir á þetta í 180 mínútur þá fannst mér við sterkari aðilinn. Við stjórnuðum leiknum í gær. Við vorum þolinmóðir og það er ekki alltaf auðvelt að brjóta þétta miðjublokk á bak aftur.“ Hann segir að það sé einnig gott að hafa unnið báða leikina og bætir við að það hafi ekki oft gerst hjá íslenskum liðum, hvað þá Kópavogsliðinu. „Þetta lið er vel skipulagt og með fína einstaklinga og ég held að við getum ekki annað en verið sáttir að hafa unnið báða leikina. Það er ekki oft sem það gerist hjá íslenskum liðum og sérstaklega ekki hjá Breiðabliki. Ég held að við getum verið mjög sáttir.“ Allt viðtalið má sjá hér að neðan þar sem hann ræðir meðal annars um leikina gegn Austria Vín í næstu umferð. Klippa: Sportpakkinn - Óskar Hrafn Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
Blikarnir lentu 2-0 undir gegn Racing á útivelli í Lúxemborg í síðustu viku en snéru við taflinu og unnu 3-2. Sigurinn var svo nokkuð þægilegur í gær þar sem Blikarnir stýrðu ferðinni. „Í fyrri leiknum þá pressuðu þeir okkur. Pressuðu hátt og fóru hátt með allt liðið en í gær voru þeir neðar. Þeir voru að bíða eftir okkar mistökum og ætluðu að refsa okkur. Við bjuggum okkur undir báðar sviðsmyndirnar,“ sagði Óskar í Sportpakkanum í kvöld. „Mér fannst við gera það ágætlega og gáfum þeim ekki fóður til að særa okkur. Þegar við misstum boltann, þá vorum við fljótir að loka á þá og gerðum það vel en það er rétt; þeir voru töluvert varkárari.“ Óskar er ánægður með að vera kominn áfram í næstu umferð og segir að það hafi tekið tíð og tíma að brjóta varnarmúr Racing niður. „Ef þú horfir á þetta í 180 mínútur þá fannst mér við sterkari aðilinn. Við stjórnuðum leiknum í gær. Við vorum þolinmóðir og það er ekki alltaf auðvelt að brjóta þétta miðjublokk á bak aftur.“ Hann segir að það sé einnig gott að hafa unnið báða leikina og bætir við að það hafi ekki oft gerst hjá íslenskum liðum, hvað þá Kópavogsliðinu. „Þetta lið er vel skipulagt og með fína einstaklinga og ég held að við getum ekki annað en verið sáttir að hafa unnið báða leikina. Það er ekki oft sem það gerist hjá íslenskum liðum og sérstaklega ekki hjá Breiðabliki. Ég held að við getum verið mjög sáttir.“ Allt viðtalið má sjá hér að neðan þar sem hann ræðir meðal annars um leikina gegn Austria Vín í næstu umferð. Klippa: Sportpakkinn - Óskar Hrafn
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira