Starfsmannaskortur í ferðaþjónustu geti hægt á endurreisn greinarinnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. júlí 2021 20:00 Ferðamenn í miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Fyrirtæki í ferðaþjónustu eiga í vandræðum með að fá fólk til vinnu. Hótelrekandi segir skort á starfskröftum valda því að opnun ferðaþjónustunnar gangi hægar en hún gæti annars gert. Formaður félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir að rekja megi aukna eftirspurn eftir starfsfólki í geiranum beint til þess hversu vel hefur gengið í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn hér á landi. Ferðamenn líti á Ísland sem góðan valkost, og því aukist álag á þær greinar sem þjónusti þá. „Við erum búin að ráða mjög mikið af fólki, en þetta eru nú svolítið óvenjulegar aðstæður. Við þurfum að manna alla atvinnugreinina einn, tveir og þrír. Það hefur ekki gengið nógu hratt, því miður,“ segir Kristófer Oliversson, formaður félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu. Hann segir bókanir ferðamanna nú í júlí og á næstu mánuðum vera að aukast umtalsvert, sé miðað við vorið og fyrri hluta sumars, og ýmsar leiðir hafa verið skoðaðar til þess að bregðast við skorti á starfskröftum, til að mynda erlendar starfsmannaleigur. „Það hefur slæm áhrif á tekjur í geiranum og hjá okkur öllum, því það skilar sér ekki í kassann hjá ríkinu ef okkur tekst ekki að opna. Þetta hefur þessi hefðbundnu keðjuverkandi áhrif, eins og þegar við þurftum að loka öllu fyrir rúmu ári síðan.“ Kristófer segir að hraðar mætti ganga að „opna“ ferðaþjónustuna.Vísir/Sigurjón Víðar en í hótel og gistiþjónustu hefur reynst erfitt að finna starfsfólk. Emil Helgi Lárusson, varaformaður samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segist finna fyrir því að orðið sé þyngra að manna stöður í greininni. Ýmislegt geti búið að baki, til að mynda aukin aðsókn í nám eða fólk hafi snúið sér að öðrum störfum, auk þess sem aðrar greinar á sviði ferðaþjónustu séu nú farnar að sækja í sig veðrið. „Eitthvað af fólki hefur ekki skilað sér aftur til okkar, af þessu erlenda starfsfólki. Það hafði líklega lítið að gera hérna á Íslandi á síðasta ári. Í staðinn fyrir að hanga yfir engu þá var bara alveg eins gott að fara heim. En við skulum nú vona að þau fari að koma til baka,“ segir Lárus Helgi. Emil Helgi Lárusson er varaformaður samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði.Vísir/Arnar Ferðamennska á Íslandi Veitingastaðir Vinnumarkaður Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Steinar Waage opnar á Akureyri Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Sjá meira
Formaður félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir að rekja megi aukna eftirspurn eftir starfsfólki í geiranum beint til þess hversu vel hefur gengið í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn hér á landi. Ferðamenn líti á Ísland sem góðan valkost, og því aukist álag á þær greinar sem þjónusti þá. „Við erum búin að ráða mjög mikið af fólki, en þetta eru nú svolítið óvenjulegar aðstæður. Við þurfum að manna alla atvinnugreinina einn, tveir og þrír. Það hefur ekki gengið nógu hratt, því miður,“ segir Kristófer Oliversson, formaður félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu. Hann segir bókanir ferðamanna nú í júlí og á næstu mánuðum vera að aukast umtalsvert, sé miðað við vorið og fyrri hluta sumars, og ýmsar leiðir hafa verið skoðaðar til þess að bregðast við skorti á starfskröftum, til að mynda erlendar starfsmannaleigur. „Það hefur slæm áhrif á tekjur í geiranum og hjá okkur öllum, því það skilar sér ekki í kassann hjá ríkinu ef okkur tekst ekki að opna. Þetta hefur þessi hefðbundnu keðjuverkandi áhrif, eins og þegar við þurftum að loka öllu fyrir rúmu ári síðan.“ Kristófer segir að hraðar mætti ganga að „opna“ ferðaþjónustuna.Vísir/Sigurjón Víðar en í hótel og gistiþjónustu hefur reynst erfitt að finna starfsfólk. Emil Helgi Lárusson, varaformaður samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segist finna fyrir því að orðið sé þyngra að manna stöður í greininni. Ýmislegt geti búið að baki, til að mynda aukin aðsókn í nám eða fólk hafi snúið sér að öðrum störfum, auk þess sem aðrar greinar á sviði ferðaþjónustu séu nú farnar að sækja í sig veðrið. „Eitthvað af fólki hefur ekki skilað sér aftur til okkar, af þessu erlenda starfsfólki. Það hafði líklega lítið að gera hérna á Íslandi á síðasta ári. Í staðinn fyrir að hanga yfir engu þá var bara alveg eins gott að fara heim. En við skulum nú vona að þau fari að koma til baka,“ segir Lárus Helgi. Emil Helgi Lárusson er varaformaður samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði.Vísir/Arnar
Ferðamennska á Íslandi Veitingastaðir Vinnumarkaður Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Steinar Waage opnar á Akureyri Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Sjá meira