Félagi í eigu Samherja gert að greiða namibískum sjómönnum bætur Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. júlí 2021 17:02 Félagið ArcticNam, sem er í helmingseigu Samherja, hefur verið dæmt í félagsdómi til að greiða 23 namibískum sjómönnum togarans Heinaste samtals 15,7 milljónir íslenskra króna í sáttabætur. Sjómönnunum var sagt upp fyrirvaralaust árið 2019 og skipt út fyrir ódýrara vinnuafl. Félagsdómurinn reiknaði út árslaun mannanna og samsvarar greiðslan þeim. Þeir fengu engan uppsagnarfrest eða starfslokagreiðslur þegar þeim var sagt upp fyrir tveimur árum. Togarinn Heinaste var kyrrsettur í lok árs 2019 og var skipstjóri þess handtekinn vegna meintra ólöglegra veiða á hrygningarsvæði undan stöndum Namibíu. Fyrr í ár var kyrrsetningunni aflétt og hefur togarinn nú verið seldur. Sjómennirnir sóttust einnig eftir að fá greiddar bætur fyrir tapaðan aflahlut og húsnæðisstyrk en félagsdómarinn varð ekki við því. Namibíski fjölmiðillinn New Era greinir frá. Dómurinn var kveðinn upp þann 24. júní síðastliðinn og verður ArcticNam að vera búið að greiða út bæturnar fyrir 30. júlí. Virgilio De Sousa, stjórnarformaður í ArcticNam, segir í samtali við New Era að félagið sé meðvitað um dóminn og styðji hann fullkomlega. Hann sagði þá að félagið væri í smá klemmu eins og er þar sem það væri að reyna að gera Samherjamenn ábyrga fyrir því hvernig haldið var á starfsemi félagsins. Hann segir ekki mikið fara fyrir Samherja í dag og að fyrirtækið hafi á sínum tíma „blóðmjólkað“ félagið. „Svo kom í ljós að þeir voru tengdir Fishrot-skandalnum,“ sagði De Sousa. Stjórn félagsins kemur saman í vikunni til að ræða dóminn og vandamál sem hafa komið upp síðustu ár. Fulltrúar Samherja munu sitja þann fund, að sögn De Sousa. Samherjaskjölin Namibía Sjávarútvegur Tengdar fréttir Handtökuskipanir gagnvart tveimur Samherjamönnum sagðar gefnar út í Namibíu Búið er að gefa út handtökuskipun gagnvart tveimur starfsmönnum Samherja í Namibíu, samkvæmt skjölum frá Ríkissaksóknara Namibíu, sem Namibian Sun vitnar í. 8. desember 2020 09:09 Kyrrsetningu Heinaste aflétt og skipið selt Namibísk yfirvöld hafa aflétt kyrrsetningu á togaranum Heinaste, sem kyrrsettur var þar í landi í nóvember 2019. Bréf um afléttingu kyrrsetningarinnar var undirritað í gær samhliða sölu á togaranum. 2. desember 2020 13:48 Segja af og frá að lögregla leiti Samherjamanna Í yfirlýsingu frá Samherja segir að ekkert sé hæft í fréttaflutningi um að namibíska lögreglan leiti starfsmanna fyrirtækisins. 3. desember 2020 16:05 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Félagsdómurinn reiknaði út árslaun mannanna og samsvarar greiðslan þeim. Þeir fengu engan uppsagnarfrest eða starfslokagreiðslur þegar þeim var sagt upp fyrir tveimur árum. Togarinn Heinaste var kyrrsettur í lok árs 2019 og var skipstjóri þess handtekinn vegna meintra ólöglegra veiða á hrygningarsvæði undan stöndum Namibíu. Fyrr í ár var kyrrsetningunni aflétt og hefur togarinn nú verið seldur. Sjómennirnir sóttust einnig eftir að fá greiddar bætur fyrir tapaðan aflahlut og húsnæðisstyrk en félagsdómarinn varð ekki við því. Namibíski fjölmiðillinn New Era greinir frá. Dómurinn var kveðinn upp þann 24. júní síðastliðinn og verður ArcticNam að vera búið að greiða út bæturnar fyrir 30. júlí. Virgilio De Sousa, stjórnarformaður í ArcticNam, segir í samtali við New Era að félagið sé meðvitað um dóminn og styðji hann fullkomlega. Hann sagði þá að félagið væri í smá klemmu eins og er þar sem það væri að reyna að gera Samherjamenn ábyrga fyrir því hvernig haldið var á starfsemi félagsins. Hann segir ekki mikið fara fyrir Samherja í dag og að fyrirtækið hafi á sínum tíma „blóðmjólkað“ félagið. „Svo kom í ljós að þeir voru tengdir Fishrot-skandalnum,“ sagði De Sousa. Stjórn félagsins kemur saman í vikunni til að ræða dóminn og vandamál sem hafa komið upp síðustu ár. Fulltrúar Samherja munu sitja þann fund, að sögn De Sousa.
Samherjaskjölin Namibía Sjávarútvegur Tengdar fréttir Handtökuskipanir gagnvart tveimur Samherjamönnum sagðar gefnar út í Namibíu Búið er að gefa út handtökuskipun gagnvart tveimur starfsmönnum Samherja í Namibíu, samkvæmt skjölum frá Ríkissaksóknara Namibíu, sem Namibian Sun vitnar í. 8. desember 2020 09:09 Kyrrsetningu Heinaste aflétt og skipið selt Namibísk yfirvöld hafa aflétt kyrrsetningu á togaranum Heinaste, sem kyrrsettur var þar í landi í nóvember 2019. Bréf um afléttingu kyrrsetningarinnar var undirritað í gær samhliða sölu á togaranum. 2. desember 2020 13:48 Segja af og frá að lögregla leiti Samherjamanna Í yfirlýsingu frá Samherja segir að ekkert sé hæft í fréttaflutningi um að namibíska lögreglan leiti starfsmanna fyrirtækisins. 3. desember 2020 16:05 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Handtökuskipanir gagnvart tveimur Samherjamönnum sagðar gefnar út í Namibíu Búið er að gefa út handtökuskipun gagnvart tveimur starfsmönnum Samherja í Namibíu, samkvæmt skjölum frá Ríkissaksóknara Namibíu, sem Namibian Sun vitnar í. 8. desember 2020 09:09
Kyrrsetningu Heinaste aflétt og skipið selt Namibísk yfirvöld hafa aflétt kyrrsetningu á togaranum Heinaste, sem kyrrsettur var þar í landi í nóvember 2019. Bréf um afléttingu kyrrsetningarinnar var undirritað í gær samhliða sölu á togaranum. 2. desember 2020 13:48
Segja af og frá að lögregla leiti Samherjamanna Í yfirlýsingu frá Samherja segir að ekkert sé hæft í fréttaflutningi um að namibíska lögreglan leiti starfsmanna fyrirtækisins. 3. desember 2020 16:05