Langsóttur sigur Vals tryggir liðinu fjögur Evrópueinvígi Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2021 10:03 Valsmenn eru Íslandsmeistarar og því fulltrúar Íslands í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. vísir/bára dröfn Takist Íslandsmeisturum Vals að skapa einn af stærstu sigrum íslensks fótbolta, með því að slá út Króatíumeistara Dinamo Zagreb, munu þeir að lágmarki spila átta Evrópuleiki í sumar. Nýtt fyrirkomulag í Evrópukeppnum félagsliða karla í fótbolta verður tekið í notkun nú í vikunni þegar undankeppni Meistaradeildarinnar og hinnar nýju Sambandsdeildar hefst (Á milli þeirra er Evrópudeildin sem hefur verið minnkuð en undankeppni hennar er í ágúst). Í hverri af þessum þremur Evrópukeppnum munu 32 lið leika í riðlakeppni frá september og fram í desember. Það er auðvitað draumur íslenskra félagsliða að ná þangað en engu hefur tekist það hingað til. Komist Valur til að mynda í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar fær liðið að lágmarki 700 milljónir króna í verðlaunafé, en að lágmarki 2,4 milljarðar króna eru í boði fyrir liðið fyrir að komast í sjálfa riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Tapi Valur fer liðið í aðra keppni Ef að Valur tapar gegn Dinamo Zagreb fer liðið í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar, vonandi með FH, Breiðabliki og Stjörnunni sem öll hefja keppni í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar á fimmtudag. Sigur skilar Valsmönnum þremur einvígum til viðbótar Ef að hins vegar Valsmenn framkalla lítið kraftaverk og slá út Dinamo Zagreb komast þeir í 2. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Þar mæta til leiks lið á móti PSV Eindhoven, Celtic, Olympiacos og fleiri. Ef að Valur félli úr leik í 2. umferð ætti liðið engu að síður eftir tvö Evrópueinvígi. Taplið í 2. umferð Meistaradeildar fara nefnilega í 3. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar. Taplið í 3. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar fara svo í umspil um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Með sigri á Dinamo væru Valsmenn sem sagt öruggir um að fá að minnsta kosti fjögur Evrópueinvígi, og að minnsta kosti umspilseinvígi í lökustu Evrópukeppninni. Sigur í umspili skilar liðum í riðlakeppni, og þar með sex leikjum í haust og auknu verðlaunafé. Fyrirkomulagið í Evrópukeppnunum Meistaradeildin: Valur er eina íslenska liðið í undankeppni Meistaradeildarinnar. Fara þarf í gegnum þrjár umferðir af undankeppni, auk umspils, til að komast í riðlakeppnina sem fram fer í haust: Lið sem falla út í 1. umferð fara í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar. Lið sem falla út í 2. umferð fara í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar. Lið sem falla út í 3. umferð fara í umspil í Evrópudeild. Lið sem falla út í umspili fara í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Evrópudeildin: Ekkert íslenskt lið með en Val gæti skolað hingað niður falli liðið ekki úr keppni í 1. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Fara þarf í gegnum eina umferð af undankeppni (kölluð 3. umferð), auk umspils, til að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Lið sem falla út í 3. umferð fara í umspil í Sambandsdeildinni. Lið sem falla út í umspili fara í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Sambandsdeildin: Stjarnan, Breiðablik og FH taka þátt í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Fara þarf í gegnum þrjár umferðir af undankeppni, auk umspils, til að komast í riðlakeppnina í þessari nýju keppni. Falli lið úr keppni á einhverju þessara stiga er Evrópuævintýri þeirra lokið þetta sumarið. Meistaradeild Evrópu Valur Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira
Nýtt fyrirkomulag í Evrópukeppnum félagsliða karla í fótbolta verður tekið í notkun nú í vikunni þegar undankeppni Meistaradeildarinnar og hinnar nýju Sambandsdeildar hefst (Á milli þeirra er Evrópudeildin sem hefur verið minnkuð en undankeppni hennar er í ágúst). Í hverri af þessum þremur Evrópukeppnum munu 32 lið leika í riðlakeppni frá september og fram í desember. Það er auðvitað draumur íslenskra félagsliða að ná þangað en engu hefur tekist það hingað til. Komist Valur til að mynda í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar fær liðið að lágmarki 700 milljónir króna í verðlaunafé, en að lágmarki 2,4 milljarðar króna eru í boði fyrir liðið fyrir að komast í sjálfa riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Tapi Valur fer liðið í aðra keppni Ef að Valur tapar gegn Dinamo Zagreb fer liðið í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar, vonandi með FH, Breiðabliki og Stjörnunni sem öll hefja keppni í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar á fimmtudag. Sigur skilar Valsmönnum þremur einvígum til viðbótar Ef að hins vegar Valsmenn framkalla lítið kraftaverk og slá út Dinamo Zagreb komast þeir í 2. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Þar mæta til leiks lið á móti PSV Eindhoven, Celtic, Olympiacos og fleiri. Ef að Valur félli úr leik í 2. umferð ætti liðið engu að síður eftir tvö Evrópueinvígi. Taplið í 2. umferð Meistaradeildar fara nefnilega í 3. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar. Taplið í 3. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar fara svo í umspil um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Með sigri á Dinamo væru Valsmenn sem sagt öruggir um að fá að minnsta kosti fjögur Evrópueinvígi, og að minnsta kosti umspilseinvígi í lökustu Evrópukeppninni. Sigur í umspili skilar liðum í riðlakeppni, og þar með sex leikjum í haust og auknu verðlaunafé. Fyrirkomulagið í Evrópukeppnunum Meistaradeildin: Valur er eina íslenska liðið í undankeppni Meistaradeildarinnar. Fara þarf í gegnum þrjár umferðir af undankeppni, auk umspils, til að komast í riðlakeppnina sem fram fer í haust: Lið sem falla út í 1. umferð fara í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar. Lið sem falla út í 2. umferð fara í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar. Lið sem falla út í 3. umferð fara í umspil í Evrópudeild. Lið sem falla út í umspili fara í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Evrópudeildin: Ekkert íslenskt lið með en Val gæti skolað hingað niður falli liðið ekki úr keppni í 1. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Fara þarf í gegnum eina umferð af undankeppni (kölluð 3. umferð), auk umspils, til að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Lið sem falla út í 3. umferð fara í umspil í Sambandsdeildinni. Lið sem falla út í umspili fara í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Sambandsdeildin: Stjarnan, Breiðablik og FH taka þátt í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Fara þarf í gegnum þrjár umferðir af undankeppni, auk umspils, til að komast í riðlakeppnina í þessari nýju keppni. Falli lið úr keppni á einhverju þessara stiga er Evrópuævintýri þeirra lokið þetta sumarið.
Fyrirkomulagið í Evrópukeppnunum Meistaradeildin: Valur er eina íslenska liðið í undankeppni Meistaradeildarinnar. Fara þarf í gegnum þrjár umferðir af undankeppni, auk umspils, til að komast í riðlakeppnina sem fram fer í haust: Lið sem falla út í 1. umferð fara í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar. Lið sem falla út í 2. umferð fara í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar. Lið sem falla út í 3. umferð fara í umspil í Evrópudeild. Lið sem falla út í umspili fara í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Evrópudeildin: Ekkert íslenskt lið með en Val gæti skolað hingað niður falli liðið ekki úr keppni í 1. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Fara þarf í gegnum eina umferð af undankeppni (kölluð 3. umferð), auk umspils, til að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Lið sem falla út í 3. umferð fara í umspil í Sambandsdeildinni. Lið sem falla út í umspili fara í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Sambandsdeildin: Stjarnan, Breiðablik og FH taka þátt í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Fara þarf í gegnum þrjár umferðir af undankeppni, auk umspils, til að komast í riðlakeppnina í þessari nýju keppni. Falli lið úr keppni á einhverju þessara stiga er Evrópuævintýri þeirra lokið þetta sumarið.
Meistaradeild Evrópu Valur Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira