Kalla eftir viðamikilli endurskoðun á fjölda Covid-tilfella á Indlandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. júní 2021 09:14 Talið er að mun fleiri hafi smitast og dáið vegna Covid-19 á Indlandi en tölur benda til um. Getty/Bhushan Koyande Hérað á Indlandi hefur hækkað tölu látinna vegna Covid-19 um nokkur þúsund manns eftir að í ljós kom að mörg þúsund tilfelli höfðu ekki verið skráð í gagnagrunni héraðsins. Breytingin er talin varpa skýru ljósi á það að fjöldi dáinna vegna plágunnar sé mun meiri en opinberar tölur sýna. Ástandið á Indlandi vegna veirunnar undanfarna mánuði hefur verið mjög slæmt. Heilbrigðiskerfið bugaðist undan farsóttinni, sjúkrapláss fylltust fljótt og súrefnisskortur hefur valdið alvarlegum afleiðingum í seinni bylgju faraldursins þar í landi. Apríl og maí voru sérstaklega slæmir mánuðir og var ástandið þannig að lík hrönnuðust upp á götum úti. Margir telja að þeir sem dóu ekki á sjúkrahúsum hafi ekki verið taldir með af yfirvöldum, sem hafi valdið því að opinberar tölur hafi ekki lýst ástandinu eins og það var. Bara í Bandaríkjunum hafa fleiri greinst smitaðir af veirunni en á Indlandi. Á Indlandi hafa um 29,2 milljónir manna greinst smitaðir af Covid og 359.676 dauðsföll verið skráð. Nýjustu vendingar virðast þó benda til þess að töluvert fleiri hafi smitast og dáið vegna veirunnar. Yfirvöld í Bihar uppfærðu Covid-tölur sínar í gær. Í því fólst meðal annars að skráðum dauðsföllum fjölgaði úr 5.424 upp í 9.429 samkvæmt frétt Reuters. Öll nýskráð dauðsföll gerðust í síðasta mánuði og rannsaka heilbrigðisyfirvöld í Bihar þessi mistök og hafa kennt einkareknum sjúkrahúsum um mistökin. Kallað hefur verið eftir því að ráðist verði í viðamikla rannsókn á raunverulegum fjölda smitaðra og dáinna vegna veirunnar. Talið er að ógreind Covid-tilfelli séu mun algengari en áður var talið, þá sérstaklega í dreifbýli, en tveir þriðjungar Indverja búa utan borga. Þar er lítið um skimunarmiðstöðvar, sjúkrahús eru fá og langt á milli þeirra. Margir hafa veikst á heimilum sínum og dáið þar án þess að hafa nokkurn tíma verið skimaðir fyrir veirunni. Mörg líkbrennsluhús hafa barist í bökkum við að anna eftirspurn og hafa margar fjölskyldur gripið til þess ráðs að brenna lík dáinna ættingja sinna við bakka Ganges árinnar eða grafa þau í grunnum gröfum á árbökkunum. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Panta 300 milljónir skammta af ósamþykktu bóluefni Indversk stjórnvöld hafa pantað 300 milljónir skammta af bóluefni við kórónuveirunni sem ekki hefur verið samþykkt af lyfjaeftirliti landsins. Önnur bylgja faraldursins ríður nú yfir landið og á annað hundrað þúsund greinast með veiruna á hverjum degi. 4. júní 2021 08:48 Alvarlegur súrefnisskortur yfirvofandi víða Skortur á súrefni fyrir kórónuveirusjúklinga er yfirvofandi í tugum ríkja. Þúsundir hafa dáið vegna súrefnisskorts á Indlandi. 26. maí 2021 20:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Sjá meira
Ástandið á Indlandi vegna veirunnar undanfarna mánuði hefur verið mjög slæmt. Heilbrigðiskerfið bugaðist undan farsóttinni, sjúkrapláss fylltust fljótt og súrefnisskortur hefur valdið alvarlegum afleiðingum í seinni bylgju faraldursins þar í landi. Apríl og maí voru sérstaklega slæmir mánuðir og var ástandið þannig að lík hrönnuðust upp á götum úti. Margir telja að þeir sem dóu ekki á sjúkrahúsum hafi ekki verið taldir með af yfirvöldum, sem hafi valdið því að opinberar tölur hafi ekki lýst ástandinu eins og það var. Bara í Bandaríkjunum hafa fleiri greinst smitaðir af veirunni en á Indlandi. Á Indlandi hafa um 29,2 milljónir manna greinst smitaðir af Covid og 359.676 dauðsföll verið skráð. Nýjustu vendingar virðast þó benda til þess að töluvert fleiri hafi smitast og dáið vegna veirunnar. Yfirvöld í Bihar uppfærðu Covid-tölur sínar í gær. Í því fólst meðal annars að skráðum dauðsföllum fjölgaði úr 5.424 upp í 9.429 samkvæmt frétt Reuters. Öll nýskráð dauðsföll gerðust í síðasta mánuði og rannsaka heilbrigðisyfirvöld í Bihar þessi mistök og hafa kennt einkareknum sjúkrahúsum um mistökin. Kallað hefur verið eftir því að ráðist verði í viðamikla rannsókn á raunverulegum fjölda smitaðra og dáinna vegna veirunnar. Talið er að ógreind Covid-tilfelli séu mun algengari en áður var talið, þá sérstaklega í dreifbýli, en tveir þriðjungar Indverja búa utan borga. Þar er lítið um skimunarmiðstöðvar, sjúkrahús eru fá og langt á milli þeirra. Margir hafa veikst á heimilum sínum og dáið þar án þess að hafa nokkurn tíma verið skimaðir fyrir veirunni. Mörg líkbrennsluhús hafa barist í bökkum við að anna eftirspurn og hafa margar fjölskyldur gripið til þess ráðs að brenna lík dáinna ættingja sinna við bakka Ganges árinnar eða grafa þau í grunnum gröfum á árbökkunum.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Panta 300 milljónir skammta af ósamþykktu bóluefni Indversk stjórnvöld hafa pantað 300 milljónir skammta af bóluefni við kórónuveirunni sem ekki hefur verið samþykkt af lyfjaeftirliti landsins. Önnur bylgja faraldursins ríður nú yfir landið og á annað hundrað þúsund greinast með veiruna á hverjum degi. 4. júní 2021 08:48 Alvarlegur súrefnisskortur yfirvofandi víða Skortur á súrefni fyrir kórónuveirusjúklinga er yfirvofandi í tugum ríkja. Þúsundir hafa dáið vegna súrefnisskorts á Indlandi. 26. maí 2021 20:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Sjá meira
Panta 300 milljónir skammta af ósamþykktu bóluefni Indversk stjórnvöld hafa pantað 300 milljónir skammta af bóluefni við kórónuveirunni sem ekki hefur verið samþykkt af lyfjaeftirliti landsins. Önnur bylgja faraldursins ríður nú yfir landið og á annað hundrað þúsund greinast með veiruna á hverjum degi. 4. júní 2021 08:48
Alvarlegur súrefnisskortur yfirvofandi víða Skortur á súrefni fyrir kórónuveirusjúklinga er yfirvofandi í tugum ríkja. Þúsundir hafa dáið vegna súrefnisskorts á Indlandi. 26. maí 2021 20:00