Verktökum Veitna umbunað fyrir námssamninga Árni Sæberg skrifar 4. júní 2021 11:10 Frá vinstri, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri Veitna og Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands. Í bakgrunni eru ánægðir iðnnemar. Veitur Veitur, Samtök iðnaðarins og Skólameistarafélag Íslands hafa tekið höndum saman um útfærslu á því hvernig umbuna megi verktökum í útboðum Veitna fyrir að vera með iðnnema á námssamningi. Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri Veitna og Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands undirrituðu í gær viljayfirlýsingu þess efnis að fundin verði útfærsla á því hvernig megi koma fleiri iðnnemum í læri hjá verktökum sem taka þátt í útboðum Veitna. Starfsnám er almennt skilyrði útskriftar úr iðnnámi og því er mikilvægt að fjölga í hópi atvinnurekenda sem taka að sér iðnnema á námssamning. „Veitur ætla að leggja sitt lóð á vogarskálarnar með því að gefa þeim verktökum forskot sem eru með iðnnema þegar kemur að útboðum," er haft eftir Gesti Péturssyni, framkvæmdastjóra Veitna. Iðnnám er í mikilli sókn Iðnnemum hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Grettistaki hefur verið lyft í kynningarstarfi og laga- og reglugerðarbreytingum stjórnvalda, í þeim tilgangi að efla iðnnám. Frá 2017 hefur iðnnemum fjölgað um 25% og skólaárið 2019/2020 voru 1.852 umsóknir í iðnnám samþykktar, sem er metfjöldi. Því miður hefur fjöldi þeirra sem bjóða nemum starfssamning ekki fylgt fjölgun iðnnema. Því hafa nemar lent í því að geta ekki útskrifast á tilsettum tíma og þar af leiðandi ekki komist inn á vinnumarkað af fullu afli. Samtök Iðnaðarins vilja nema inn á atvinnumarkað „Samtök iðnaðarins fagna þessu framtaki og telja það virka sem hvatningu til atvinnurekenda að gera fleiri námssamninga við iðnnema. Við vitum að auka þarf framboð á námssamningum til að tryggja að nemendum sé gert kleift að ljúka námi á réttum tíma og þetta er mikilvægt skref í þeirri vegferð,“ er haft eftir Jóhönnu Klöru Stefánsdóttur, sviðsstjóra mannvirkjasviðs SI. Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarfélags Íslands, segir brýnt að auka framboð starfsnáms svo nemendum sé unnt að útskrifast á réttum tíma. Hann telur framtak Veitna einstaklega mikilvægt og bindur vonir við að það verði öðrum fyrirtækjum til eftirbreytni. Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri Veitna og Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands undirrituðu í gær viljayfirlýsingu þess efnis að fundin verði útfærsla á því hvernig megi koma fleiri iðnnemum í læri hjá verktökum sem taka þátt í útboðum Veitna. Starfsnám er almennt skilyrði útskriftar úr iðnnámi og því er mikilvægt að fjölga í hópi atvinnurekenda sem taka að sér iðnnema á námssamning. „Veitur ætla að leggja sitt lóð á vogarskálarnar með því að gefa þeim verktökum forskot sem eru með iðnnema þegar kemur að útboðum," er haft eftir Gesti Péturssyni, framkvæmdastjóra Veitna. Iðnnám er í mikilli sókn Iðnnemum hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Grettistaki hefur verið lyft í kynningarstarfi og laga- og reglugerðarbreytingum stjórnvalda, í þeim tilgangi að efla iðnnám. Frá 2017 hefur iðnnemum fjölgað um 25% og skólaárið 2019/2020 voru 1.852 umsóknir í iðnnám samþykktar, sem er metfjöldi. Því miður hefur fjöldi þeirra sem bjóða nemum starfssamning ekki fylgt fjölgun iðnnema. Því hafa nemar lent í því að geta ekki útskrifast á tilsettum tíma og þar af leiðandi ekki komist inn á vinnumarkað af fullu afli. Samtök Iðnaðarins vilja nema inn á atvinnumarkað „Samtök iðnaðarins fagna þessu framtaki og telja það virka sem hvatningu til atvinnurekenda að gera fleiri námssamninga við iðnnema. Við vitum að auka þarf framboð á námssamningum til að tryggja að nemendum sé gert kleift að ljúka námi á réttum tíma og þetta er mikilvægt skref í þeirri vegferð,“ er haft eftir Jóhönnu Klöru Stefánsdóttur, sviðsstjóra mannvirkjasviðs SI. Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarfélags Íslands, segir brýnt að auka framboð starfsnáms svo nemendum sé unnt að útskrifast á réttum tíma. Hann telur framtak Veitna einstaklega mikilvægt og bindur vonir við að það verði öðrum fyrirtækjum til eftirbreytni.
Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira