Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Árni Sæberg skrifar 21. nóvember 2025 11:27 Maðurinn framdi líkamsárásina á Hafnartorgi að sumri til árið 2021. Vísir/Vilhelm Dómur ungs karlmanns, sem játaði líkamsárás á Hafnartorgi í Reykjavík árið 2021, hefur verið ómerktur af Landsréttir og vísað aftur heim í hérað. Það var gert vegna tölvubréfs dómara til verjanda þar sem dómarinn lýsti því yfir að hann teldi hæpið að heimfæra brot mannsins undir ákvæði hegningarlaga um minni háttar líkamsárás. Í dómi Landsréttar þess efnis, sem kveðinn var upp í gær, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa veist að manni með ítrekuðum hnéspörkum í höfuð og búk. Fyrir héraðsdómi hafi hann gengist við þeirri háttsemi sem lýst var í ákæru en hafnað heimfærslu háttseminnar til ákvæðs hegningarlaga um sérstaklega hættulega líkamsárás. Taldi aðra heimfærslu hæpna Í aðdraganda aðalmeðferðar málsins hefði héraðsdómari sent tölvubréf til verjanda mannsins þar sem hann lýsti því meðal annars að hann teldi afar hæpið að heimfæra háttsemina undir ákvæði hegningarlaga um minni háttar líkamsárás. Tölvubréfið var svohljóðandi: „Eins og málið horfir við mér eftir að hafa skoðað upptökuna þá er afar hæpið að heimfæra undir 217. gr. almennra hegningarlaga. Brotaþoli nær að takmarka sitt eigið tjón en um slíkt hefur verið dæmt áður, þ.e. það breytir ekki hættueiginleika verknaðarins. Ákærði hefur viðurkennt þá háttsemi sem sést á upptökunni. Ég tel þetta því góða niðurstöðu fyrir ákærða ef af verður, ellegar hefði ég sennilega látið fara fram sönnunarfærslu um þetta fyrir dóminum. Eins og málið er vaxið kæmi ekki til greina að beita refsibrottfalli vegna fyrningar án þess að til þess kæmi.“ Réttmætur vafi um óhlutdrægni Í dóminum segir að Landsréttur hafi talið að með ummælum í tölvupóstinum hefði héraðsdómari lýst afstöðu sinni til þeirra efnisvarna sem maðurinn hafði teflt fram í málinu. Þar með hefði verið kominn upp réttmætur vafi um óhlutdrægni dómarans, en skylda dómara til að gæta að hæfi sínu sneri meðal annars að því að efnisleg afstaða hans til ágreinings kæmi ekki fram fyrr en í dómi. Hinn áfrýjaði dómur hafi því verið ómerktur og heimvísað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar á ný. Ekki fyrsta tölvubréfið sem vekur athygli Dómarinn sem um ræðir er Sigríður Hjaltested við Héraðsdóm Reykjavíkur. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem tölvubréf henni tengt vekur athygli en síðast þegar það gerðist var hún á hinum endanum. Hún var viðtakandi „harla óvenjulegs“ tölvubréfs lögmannsins Ómars R. Valdimarssonar í tengslum við dæmda málsvarnarþóknun hans í Bankastrætis club-málinu svokallaða. Dómsmál Dómstólar Reykjavík Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Í dómi Landsréttar þess efnis, sem kveðinn var upp í gær, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa veist að manni með ítrekuðum hnéspörkum í höfuð og búk. Fyrir héraðsdómi hafi hann gengist við þeirri háttsemi sem lýst var í ákæru en hafnað heimfærslu háttseminnar til ákvæðs hegningarlaga um sérstaklega hættulega líkamsárás. Taldi aðra heimfærslu hæpna Í aðdraganda aðalmeðferðar málsins hefði héraðsdómari sent tölvubréf til verjanda mannsins þar sem hann lýsti því meðal annars að hann teldi afar hæpið að heimfæra háttsemina undir ákvæði hegningarlaga um minni háttar líkamsárás. Tölvubréfið var svohljóðandi: „Eins og málið horfir við mér eftir að hafa skoðað upptökuna þá er afar hæpið að heimfæra undir 217. gr. almennra hegningarlaga. Brotaþoli nær að takmarka sitt eigið tjón en um slíkt hefur verið dæmt áður, þ.e. það breytir ekki hættueiginleika verknaðarins. Ákærði hefur viðurkennt þá háttsemi sem sést á upptökunni. Ég tel þetta því góða niðurstöðu fyrir ákærða ef af verður, ellegar hefði ég sennilega látið fara fram sönnunarfærslu um þetta fyrir dóminum. Eins og málið er vaxið kæmi ekki til greina að beita refsibrottfalli vegna fyrningar án þess að til þess kæmi.“ Réttmætur vafi um óhlutdrægni Í dóminum segir að Landsréttur hafi talið að með ummælum í tölvupóstinum hefði héraðsdómari lýst afstöðu sinni til þeirra efnisvarna sem maðurinn hafði teflt fram í málinu. Þar með hefði verið kominn upp réttmætur vafi um óhlutdrægni dómarans, en skylda dómara til að gæta að hæfi sínu sneri meðal annars að því að efnisleg afstaða hans til ágreinings kæmi ekki fram fyrr en í dómi. Hinn áfrýjaði dómur hafi því verið ómerktur og heimvísað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar á ný. Ekki fyrsta tölvubréfið sem vekur athygli Dómarinn sem um ræðir er Sigríður Hjaltested við Héraðsdóm Reykjavíkur. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem tölvubréf henni tengt vekur athygli en síðast þegar það gerðist var hún á hinum endanum. Hún var viðtakandi „harla óvenjulegs“ tölvubréfs lögmannsins Ómars R. Valdimarssonar í tengslum við dæmda málsvarnarþóknun hans í Bankastrætis club-málinu svokallaða.
Dómsmál Dómstólar Reykjavík Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira