Innlent

Bílvelta og á­rekstur í hálkunni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá vettvangi árekstursins í Garðabæ. Ekki urðu alvarleg slys á fólki.
Frá vettvangi árekstursins í Garðabæ. Ekki urðu alvarleg slys á fólki. Vísir/Lýður

Árekstur varð á gatnamótum Lyngáss og Hafnarfjarðarvegar á ellefta tímanum og þá valt bíll á Nesjalvallaleið við Eiturhól. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu varar við hálku í borginni.

Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir tvo bíla hafa skollið saman í Garðabæ. Verið var að flytja tvo til skoðunar á sjúkrahús en meiðsli þeirra hafi virst vera minniháttar við fyrstu sýn.

Bíllinn á Nesjavallaleið fór að minnsta kosti eina veltu í hálku fyrir utan Eiturhól. Að sögn varðstjórans er mjög hált á veginum og ástæða til að vara ökumenn við.

Þá hafa fréttastofu borist ábendingar frá ökumönnum á höfuðborgarsvæðinu sem hafa komist í hann krappann í morgun vegna hálku, jafnvel á negldum dekkjum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×