Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. nóvember 2025 06:47 Lögreglan segir aukið alþjóðasamstarf sterkasta vopnið gegn skipulögðum glæpahópum. Vísir/Vilhelm Tilfellum þar sem skipulagðir glæpahópar beita öðrum fyrir sig til ofbeldisverka gegn greiðslu fer fjölgandi hér á landi. Sérfræðingur segir þetta í takti við þróunina á Norðurlöndum. Fjórum var vísað frá á landamærunum í sumar vegna þessa. Ljóst sé að efla þurfi alþjóðasamstarf þar sem ljóst sé að brotahópar virði ekki landamæri. Fjallað er um verknaðinn, ofbeldi til kaups (e. violence as a service) í nýrri skýrslu sem embætti ríkislögreglustjóra birti á dögunum. Þar kemur fram að innan skipulagðrar brotastarfsemi séu hópar sem leita til einstaklinga til að framkvæma ofbeldis verk gegn greiðslu. Þetta geti verið í gegnum persónuleg tengsl eða samfélagsmiðla. Þá hafi aðferðafræðin einkum tengst handrukkunum. Kemur fram í skýrslunni að fjórum hafi í sumar verið vísað frá á landamærunum, þar sem þeir tilheyrðu erlendum brotahópi sem sérhæfir sig í ofbeldi til kaups. Hópurinn býður fram þjónustu í að framkvæma alvarlegan ofbeldisverknað gegn greiðslu. Vísað er til tvennskonar dæma af ofbeldi til kaups hér á landi, þegar kveikt var í bíl lögreglumanns árið 2023 og þegar öðrum lögreglumanni var hótað á heimili sínu af fjórum ungum einstaklingum sem voru vopnaðir hnífum. Auðveldar brotahópum að fela sig Katrín Sif Oddgeirsdóttir sérfræðingur hjá ríkislögreglustjóra segir í samtali við Vísi að aðferðafræðin auðveldi brotahópum að koma í veg fyrir að hægt sé að sækja einstaklinga í efstu lögum þeirra til saka. „Þetta er veruleiki sem blasir ekki bara við okkur hér á Íslandi heldur líka á Norðurlöndum og það er í kjölfar öflugs alþjóðasamstarfs sem lögreglan á Íslandi er að bregðast við svona hópum,“ segir Katrín. Hún segir að þó dæmi séu tekin í skýrslunni um slík brot gegn lögreglufólki einskorðist þau ekki við það. „En það er mjög alvarlegt þegar þetta beinist gegn opinberum starfsmönnum. Það sem er áhugavert eins og í íkveikjumálinu, það kemur fram í ákæru að hver og einn hefur ákveðið hlutverk í ferlinu. Það er algengast við þessa aðferðafræði. Það eru einhverjir milliliðir, svo eru gerendur en svo eru upphafsmenn ofbeldisverksins sem sjást hvergi.“ Hærra settir í keðjunni Upphafsmenn ofbeldisins til kaups séu miklu hærra settir í keðjunni. „Þannig það er ekki alltaf sjáanlegt hverjir raunverulegir gerendur eru og hverjir það eru sem eru að panta þessa þjónustu. Þarna er komin aðferðafræði sem gerir brotahópum kleyft að fela slóð sína.“ Katrín segir lögregluna á Íslandi búa yfir öflugri greiningargetu og rannsóknargetu. Þó sé þörf á því að efla alþjóðasamstarf þar sem brotahóparnir virði ekki landamæri. Þó Ísland sé eyja sé það sama að gerast hér og í nágrannalöndum okkar. Þá hafi ríkislögreglustjóri einnig merkt fjölgun afbrota til kaups. „Sem er svipuð aðferðafræði, þar sem raunverulegur gerandi pantar afbrot til að fela slóð sína. Það eru samnefnarar þarna á milli og þessi útvistun á afbrotum er ný aðferðafræði sem við höfum bent á hér á landi.“ Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Skipulögð brotastarfsemi er orðin ein helsta áskorun lögreglunnar hér á landi, eins og víða annarsstaðar í heiminum. Á síðustu tíu árum hefur fjöldi hópa sem stunda skipulagða glæpastarfsemi hér á landi tvöfaldast. 14. nóvember 2025 10:14 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Fjallað er um verknaðinn, ofbeldi til kaups (e. violence as a service) í nýrri skýrslu sem embætti ríkislögreglustjóra birti á dögunum. Þar kemur fram að innan skipulagðrar brotastarfsemi séu hópar sem leita til einstaklinga til að framkvæma ofbeldis verk gegn greiðslu. Þetta geti verið í gegnum persónuleg tengsl eða samfélagsmiðla. Þá hafi aðferðafræðin einkum tengst handrukkunum. Kemur fram í skýrslunni að fjórum hafi í sumar verið vísað frá á landamærunum, þar sem þeir tilheyrðu erlendum brotahópi sem sérhæfir sig í ofbeldi til kaups. Hópurinn býður fram þjónustu í að framkvæma alvarlegan ofbeldisverknað gegn greiðslu. Vísað er til tvennskonar dæma af ofbeldi til kaups hér á landi, þegar kveikt var í bíl lögreglumanns árið 2023 og þegar öðrum lögreglumanni var hótað á heimili sínu af fjórum ungum einstaklingum sem voru vopnaðir hnífum. Auðveldar brotahópum að fela sig Katrín Sif Oddgeirsdóttir sérfræðingur hjá ríkislögreglustjóra segir í samtali við Vísi að aðferðafræðin auðveldi brotahópum að koma í veg fyrir að hægt sé að sækja einstaklinga í efstu lögum þeirra til saka. „Þetta er veruleiki sem blasir ekki bara við okkur hér á Íslandi heldur líka á Norðurlöndum og það er í kjölfar öflugs alþjóðasamstarfs sem lögreglan á Íslandi er að bregðast við svona hópum,“ segir Katrín. Hún segir að þó dæmi séu tekin í skýrslunni um slík brot gegn lögreglufólki einskorðist þau ekki við það. „En það er mjög alvarlegt þegar þetta beinist gegn opinberum starfsmönnum. Það sem er áhugavert eins og í íkveikjumálinu, það kemur fram í ákæru að hver og einn hefur ákveðið hlutverk í ferlinu. Það er algengast við þessa aðferðafræði. Það eru einhverjir milliliðir, svo eru gerendur en svo eru upphafsmenn ofbeldisverksins sem sjást hvergi.“ Hærra settir í keðjunni Upphafsmenn ofbeldisins til kaups séu miklu hærra settir í keðjunni. „Þannig það er ekki alltaf sjáanlegt hverjir raunverulegir gerendur eru og hverjir það eru sem eru að panta þessa þjónustu. Þarna er komin aðferðafræði sem gerir brotahópum kleyft að fela slóð sína.“ Katrín segir lögregluna á Íslandi búa yfir öflugri greiningargetu og rannsóknargetu. Þó sé þörf á því að efla alþjóðasamstarf þar sem brotahóparnir virði ekki landamæri. Þó Ísland sé eyja sé það sama að gerast hér og í nágrannalöndum okkar. Þá hafi ríkislögreglustjóri einnig merkt fjölgun afbrota til kaups. „Sem er svipuð aðferðafræði, þar sem raunverulegur gerandi pantar afbrot til að fela slóð sína. Það eru samnefnarar þarna á milli og þessi útvistun á afbrotum er ný aðferðafræði sem við höfum bent á hér á landi.“
Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Skipulögð brotastarfsemi er orðin ein helsta áskorun lögreglunnar hér á landi, eins og víða annarsstaðar í heiminum. Á síðustu tíu árum hefur fjöldi hópa sem stunda skipulagða glæpastarfsemi hér á landi tvöfaldast. 14. nóvember 2025 10:14 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Skipulögð brotastarfsemi er orðin ein helsta áskorun lögreglunnar hér á landi, eins og víða annarsstaðar í heiminum. Á síðustu tíu árum hefur fjöldi hópa sem stunda skipulagða glæpastarfsemi hér á landi tvöfaldast. 14. nóvember 2025 10:14