10 þúsund milljónir á 3 árum Vigdís Hauksdóttir skrifar 2. júní 2021 17:46 Reykjavíkurborg er ekki hugbúnaðarfyrirtæki. Reykjavíkurborg er sveitarfélag sem samkvæmt lögum ber að halda uppi lögbundinni þjónustu og grunnþjónustu. Sú þjónusta er í molum og borgarsjóður er yfirskuldsettur. Áætlað er að taka 34 milljarða króna rekstrarlán á árinu 2021. Þá er farið í „stafræna umbreytingu“ Reykjavíkur og er áætlað að 10 milljarðar fari í verkefnið á næstu 3 árum. Hér er skýrt dæmi um gæluverkefnavæðingu borgarstjóra og meirihlutans á kostnað skylduþjónustu við borgarbúa. Kerfið leikur lausum hala og leikur sér. Hér er listi yfir þau verkefni sem búið er að kynna fyrir borgarráðsmönnum og eins og sjá má eru flest verkefnin óskiljanleg peningasóun. Verkefni Upphæð Nýtt síma og samskiptakerfi 180 milljónir Endurnýjun á netskápum og netskiptum 350 milljónir Allsherjar innleiðing á fjarfundarbúnaði 160 milljónir Innleiðing Microsoft Office 365 á alla starfstaði borgarinnar 605 milljónir Innleiðing á kerfi til að halda utan um hugbúnaðarleyfi og búnað 40 milljónir Upphaf innleiðingu á alþjónustu á prentumhverfi 50 milljónir Rafrænt fræðslukerfi 50 milljónir Úthýsing tölvuvélasala í gagnaver og öryggis- og aðgangskerfi í stjórnsýsluhús 205 milljónir Innkaup og innleiðing á öryggis- og aðgangskerfi stjórnsýsluhúsa 50 milljónir Gangsetning stafrænna þróunarteyma og heimild til að hefja verkefnin 2,4 milljarðar - 57 ný stöðugildi Rafrænt starfsumsóknarkerfi 50 milljónir Innleiðing og þroún á gagnavinnslustöð 90 milljónir Umbætur á veflægu viðburðardagatali 10 milljónir Innkaup á kerfi og uppsetningu á veflægu skipuriti fyrir vef Reykjavíkurborgar 10 milljónir Innkaup á gæða- og öryggiskerfi til að halda utan um og hafa eftirlit með heilsu vefsvæða borgarinnar 15 milljónir Kaup á og uppsetning á kerfiseiningum fyrir vélþýðingar og kaup á vinnu við yfirlestur 10 milljónir Innkaup og innleiðing á innanhúsleiðsögukorti fyrir stjórnsýsluhús 11 milljónir Samtals 4.286 milljónir Enn á eftir að kynna verkefni fyrir tæpa 6 milljarða!!! Alvarlegasti hluturinn í þessu fyrir utan 10 milljarða fjárútlát er að hvert einasta verkefni/verkefnalýsing er lagt fram fyrir kjörna fulltrúa trúnaðarmerkt. Hvað á það að tilstilla? Hvað þolir ekki dagsljósið? Hvers vegna mega borgarbúar ekki sjá í hvaða vitleysu peningarnir eru að fara? Allt gerist þetta á vakt Pírata í borgarstjórn sem eru með allt aðra skoðun en Píratar á þingi sem heimta gagnsæi á hverjum degi. Það sem slær mig mest er verkefnið gangsetning stafrænna þróunarteyma og heimild til að hefja verkefnin. Sá kostnaðarliður er áætlaður 2,4 milljarðar með 57 nýjum stöðugildum. Ég segi enn og aftur að Reykjavíkurborg er ekki hugbúnaðarfyrirtæki heldur sveitarfélag. Ætlar einhver að halda því fram að það myndi ekki borga sig að bjóða út þessi verkefni? Það er illa vegið að hugbúnaðarfyrirtækjum þessa lands að sækja ekki þjónustu til þeirra. Og þá er spurt – hvers vegna í ósköpunum er Reykjavíkurborg að hefja samkveppni við einkageirann um hæfasta starfsfólkið í þessum geira? Ég er algjörlega orðlaus. En þá skulum við setja 10 milljarðana í samhengi. Borgarstjóri er blindur af sjálfum sér og fullur hégóma því fyrir liggur að Reykjavíkurborg áætlar að gerast aðili að bandalaginu Cities Coalition for Digital Rights og að hann sjálfur verði fulltrúi Reykjavíkur í bandalaginu og sviðstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs staðgengill hans. Þetta verkefni er sett af stað til að uppfylla skilyrði stórborga til inngöngu í bandalagið. Hann vill dansa með borgarstjórum stórborga í heiminum. Í greinargerð með umsókninni að bandalaginu kemur fram að Reykjavík hefur lagt upp í metnaðarfulla stafræna vegferð sem miðar að því að umbylta allri þjónustu borgarinnar á næstu 3-5 árum. Gerist Reykjavíkurborg aðili að bandalagi borga innan Cities Coalition for Digital Rights mun hún „sameinast öðrum borgum í gagnrýnni umræðu á alþjóðavettvangi og skuldbinda sig til að tala fyrir og verja með markvissum aðgerðum stafræn réttindi borgara sinna og leysa stafrænar áskoranir á lagalegum og siðferðislegum grunni sem undirbyggja grundvallar mannréttindi þeirra í hinum stafræna heimi.“ Það er einmitt það. Reykvíkingar eru ekki einu sinni spurðir. Við stöndum öll frammi fyrir orðnum hlut. Gjaldið: 10 milljarðar. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Reykjavík Vigdís Hauksdóttir Borgarstjórn Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg er ekki hugbúnaðarfyrirtæki. Reykjavíkurborg er sveitarfélag sem samkvæmt lögum ber að halda uppi lögbundinni þjónustu og grunnþjónustu. Sú þjónusta er í molum og borgarsjóður er yfirskuldsettur. Áætlað er að taka 34 milljarða króna rekstrarlán á árinu 2021. Þá er farið í „stafræna umbreytingu“ Reykjavíkur og er áætlað að 10 milljarðar fari í verkefnið á næstu 3 árum. Hér er skýrt dæmi um gæluverkefnavæðingu borgarstjóra og meirihlutans á kostnað skylduþjónustu við borgarbúa. Kerfið leikur lausum hala og leikur sér. Hér er listi yfir þau verkefni sem búið er að kynna fyrir borgarráðsmönnum og eins og sjá má eru flest verkefnin óskiljanleg peningasóun. Verkefni Upphæð Nýtt síma og samskiptakerfi 180 milljónir Endurnýjun á netskápum og netskiptum 350 milljónir Allsherjar innleiðing á fjarfundarbúnaði 160 milljónir Innleiðing Microsoft Office 365 á alla starfstaði borgarinnar 605 milljónir Innleiðing á kerfi til að halda utan um hugbúnaðarleyfi og búnað 40 milljónir Upphaf innleiðingu á alþjónustu á prentumhverfi 50 milljónir Rafrænt fræðslukerfi 50 milljónir Úthýsing tölvuvélasala í gagnaver og öryggis- og aðgangskerfi í stjórnsýsluhús 205 milljónir Innkaup og innleiðing á öryggis- og aðgangskerfi stjórnsýsluhúsa 50 milljónir Gangsetning stafrænna þróunarteyma og heimild til að hefja verkefnin 2,4 milljarðar - 57 ný stöðugildi Rafrænt starfsumsóknarkerfi 50 milljónir Innleiðing og þroún á gagnavinnslustöð 90 milljónir Umbætur á veflægu viðburðardagatali 10 milljónir Innkaup á kerfi og uppsetningu á veflægu skipuriti fyrir vef Reykjavíkurborgar 10 milljónir Innkaup á gæða- og öryggiskerfi til að halda utan um og hafa eftirlit með heilsu vefsvæða borgarinnar 15 milljónir Kaup á og uppsetning á kerfiseiningum fyrir vélþýðingar og kaup á vinnu við yfirlestur 10 milljónir Innkaup og innleiðing á innanhúsleiðsögukorti fyrir stjórnsýsluhús 11 milljónir Samtals 4.286 milljónir Enn á eftir að kynna verkefni fyrir tæpa 6 milljarða!!! Alvarlegasti hluturinn í þessu fyrir utan 10 milljarða fjárútlát er að hvert einasta verkefni/verkefnalýsing er lagt fram fyrir kjörna fulltrúa trúnaðarmerkt. Hvað á það að tilstilla? Hvað þolir ekki dagsljósið? Hvers vegna mega borgarbúar ekki sjá í hvaða vitleysu peningarnir eru að fara? Allt gerist þetta á vakt Pírata í borgarstjórn sem eru með allt aðra skoðun en Píratar á þingi sem heimta gagnsæi á hverjum degi. Það sem slær mig mest er verkefnið gangsetning stafrænna þróunarteyma og heimild til að hefja verkefnin. Sá kostnaðarliður er áætlaður 2,4 milljarðar með 57 nýjum stöðugildum. Ég segi enn og aftur að Reykjavíkurborg er ekki hugbúnaðarfyrirtæki heldur sveitarfélag. Ætlar einhver að halda því fram að það myndi ekki borga sig að bjóða út þessi verkefni? Það er illa vegið að hugbúnaðarfyrirtækjum þessa lands að sækja ekki þjónustu til þeirra. Og þá er spurt – hvers vegna í ósköpunum er Reykjavíkurborg að hefja samkveppni við einkageirann um hæfasta starfsfólkið í þessum geira? Ég er algjörlega orðlaus. En þá skulum við setja 10 milljarðana í samhengi. Borgarstjóri er blindur af sjálfum sér og fullur hégóma því fyrir liggur að Reykjavíkurborg áætlar að gerast aðili að bandalaginu Cities Coalition for Digital Rights og að hann sjálfur verði fulltrúi Reykjavíkur í bandalaginu og sviðstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs staðgengill hans. Þetta verkefni er sett af stað til að uppfylla skilyrði stórborga til inngöngu í bandalagið. Hann vill dansa með borgarstjórum stórborga í heiminum. Í greinargerð með umsókninni að bandalaginu kemur fram að Reykjavík hefur lagt upp í metnaðarfulla stafræna vegferð sem miðar að því að umbylta allri þjónustu borgarinnar á næstu 3-5 árum. Gerist Reykjavíkurborg aðili að bandalagi borga innan Cities Coalition for Digital Rights mun hún „sameinast öðrum borgum í gagnrýnni umræðu á alþjóðavettvangi og skuldbinda sig til að tala fyrir og verja með markvissum aðgerðum stafræn réttindi borgara sinna og leysa stafrænar áskoranir á lagalegum og siðferðislegum grunni sem undirbyggja grundvallar mannréttindi þeirra í hinum stafræna heimi.“ Það er einmitt það. Reykvíkingar eru ekki einu sinni spurðir. Við stöndum öll frammi fyrir orðnum hlut. Gjaldið: 10 milljarðar. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins.
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar