Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi í faraldrinum Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2021 13:15 Hermenn færa tómar kistur til þess að geyma lík fólks sem hefur látust úr Covid-19 við sjúkrahús í borginni Jammu. AP/Channi Anand Nýtt met yfir fjölda dauðsfalla í einu landi á einum sólarhring frá því að kórónuveiruheimsfaraldurinn hófst var sett á Indlandi í gær þegar yfirvöld tilkynntu að 4.529 manns hefðu látist. Nær öruggt er þó talið að raunverulegur fjöldi látinna sé hærri. Ófremdarástand hefur ríkt á Indlandi vegna faraldursins undanfarnar vikur. Þrátt fyrir að færri greinist nú smitaðir en þegar bylgjan reis sem hæst var tilkynnt um 283.248 ný smit í gær. Það eru þó aðeins opinberar tölur og telja sérfærðingar að mun fleiri hafi smitast og látist í faraldrinum á Indlandi vegna þess hversu lítið hefur verið skimað þar hlutfallslega. Fjöldi dauðsfalla síðasta sólarhringinn sló met sem var sett í Bandaríkjunum 12. janúar þegar 4.475 manns létust á einum sólarhring samkvæmt tölum Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum. Síðasta mánuðinn hefur fjöldi dauðsfalla í faraldrinum sexfaldast á Indlandi. AP-fréttastofan segir að veiran breiðist nú út í dreifbýli þar sem heilbrigðisþjónusta og skimun er af skornum skammti. Sérstaklega er ástandið sagt slæmt í Uttar Pradesh, fjölmennsta ríki Indlands þar sem fleiri en 136.000 manns að minnsta kosti eru með virkt smit. Fjöldi fólks í ríkinu er sagður látast af völdum hita og mæði áður en hann kemst nokkru sinni í sýnatöku. Líkin hrannast nú upp við Gangesfljót þar sem ekki til nægilega mikill viður til að bálstofur anni eftirspurn. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Heilu fjölskyldurnar sagðar hafa þurrkast út Yfirvöld á Indlandi opinberuðu í morgun metfjölda látinna, þó nýsmituðum fari fækkandi. 4.329 ný dauðsföll voru tilkynnt og rúmlega 260 þúsund nýsmitaðir. Covid-19 herjar nú á dreifðari byggðir landsins þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu getur verið takmarkað. 18. maí 2021 09:37 Tilfellum fækkar á Indlandi en fjöldi látinna enn hár Yfirvöld á Indlandi skráðu rúmlega fjögur þúsund dauðsföll vegna Covid-19 í morgun og höfðu 311.170 greinst smitaðir á undanförnum degi. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem dauðsföllum fækkar samkvæmt opinberum tölum og fjöldi nýsmitaðra hefur ekki verið lægri í rúmar þrjár vikur. 16. maí 2021 08:38 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
Ófremdarástand hefur ríkt á Indlandi vegna faraldursins undanfarnar vikur. Þrátt fyrir að færri greinist nú smitaðir en þegar bylgjan reis sem hæst var tilkynnt um 283.248 ný smit í gær. Það eru þó aðeins opinberar tölur og telja sérfærðingar að mun fleiri hafi smitast og látist í faraldrinum á Indlandi vegna þess hversu lítið hefur verið skimað þar hlutfallslega. Fjöldi dauðsfalla síðasta sólarhringinn sló met sem var sett í Bandaríkjunum 12. janúar þegar 4.475 manns létust á einum sólarhring samkvæmt tölum Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum. Síðasta mánuðinn hefur fjöldi dauðsfalla í faraldrinum sexfaldast á Indlandi. AP-fréttastofan segir að veiran breiðist nú út í dreifbýli þar sem heilbrigðisþjónusta og skimun er af skornum skammti. Sérstaklega er ástandið sagt slæmt í Uttar Pradesh, fjölmennsta ríki Indlands þar sem fleiri en 136.000 manns að minnsta kosti eru með virkt smit. Fjöldi fólks í ríkinu er sagður látast af völdum hita og mæði áður en hann kemst nokkru sinni í sýnatöku. Líkin hrannast nú upp við Gangesfljót þar sem ekki til nægilega mikill viður til að bálstofur anni eftirspurn.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Heilu fjölskyldurnar sagðar hafa þurrkast út Yfirvöld á Indlandi opinberuðu í morgun metfjölda látinna, þó nýsmituðum fari fækkandi. 4.329 ný dauðsföll voru tilkynnt og rúmlega 260 þúsund nýsmitaðir. Covid-19 herjar nú á dreifðari byggðir landsins þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu getur verið takmarkað. 18. maí 2021 09:37 Tilfellum fækkar á Indlandi en fjöldi látinna enn hár Yfirvöld á Indlandi skráðu rúmlega fjögur þúsund dauðsföll vegna Covid-19 í morgun og höfðu 311.170 greinst smitaðir á undanförnum degi. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem dauðsföllum fækkar samkvæmt opinberum tölum og fjöldi nýsmitaðra hefur ekki verið lægri í rúmar þrjár vikur. 16. maí 2021 08:38 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
Heilu fjölskyldurnar sagðar hafa þurrkast út Yfirvöld á Indlandi opinberuðu í morgun metfjölda látinna, þó nýsmituðum fari fækkandi. 4.329 ný dauðsföll voru tilkynnt og rúmlega 260 þúsund nýsmitaðir. Covid-19 herjar nú á dreifðari byggðir landsins þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu getur verið takmarkað. 18. maí 2021 09:37
Tilfellum fækkar á Indlandi en fjöldi látinna enn hár Yfirvöld á Indlandi skráðu rúmlega fjögur þúsund dauðsföll vegna Covid-19 í morgun og höfðu 311.170 greinst smitaðir á undanförnum degi. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem dauðsföllum fækkar samkvæmt opinberum tölum og fjöldi nýsmitaðra hefur ekki verið lægri í rúmar þrjár vikur. 16. maí 2021 08:38