Malaríubóluefnið sem hraðaði þróun efnis AstraZeneca markar tímamót í baráttunni Eiður Þór Árnason skrifar 23. apríl 2021 13:09 Moskítónet eru ein helsta forvörnin gegn malaríusmiti. Talið er að 409 þúsund hafi látist úr sjúkdómnum árið 2019. Getty/Ann Johansson Talið er að nýtt bóluefni gegn malaríu geti markað tímamót í baráttunni við sjúkdóminn eftir að bóluefnið sýndi 77% virkni í fyrstu athugunum. Yfir 400.000 manns deyja af völdum malaríu á ári hverju, stærstur hluti þeirra börn í Afríku sunnan Sahara. Vísindamenn hafa lengi reynt að þróa áhrifaríkt bóluefni gegn sjúkdómnum en fram til þessa hafði ekkert þeirra náð viðmiði Alþjóðaheilbrigðisstofnunar um minnst 75% virkni. Áður hafði áhrifamesta bóluefnið sýnt 55% virkni í rannsókn á börnum. Merkir það að 55% færri tilfelli malaríu greindust hjá hópnum sem fékk bóluefnið en hjá þeim hópi sem fékk lyfleysu. 450 börn tóku þátt í frumrannsókn á nýja bóluefninu. Reyndist það vera öruggt og sýna mikla vernd á því tólf mánaða tímabili sem rannsóknin stóð. Næst stendur til að efna til rannsóknar í fjórum Afríkulöndum sem nær til um 5.000 barna frá fimm mánaða aldri upp í þriggja ára. Hjálpaði þeim að þróa bóluefni við Covid-19 Bóluefnið er þróað af teymi vísindamanna við Oxford-háskóla og voru niðurstöðurnar birtar í læknaritinu The Lancet. Telur teymið að niðurstöðurnar marki straumhvörf. Þróun bóluefnisins hófst árið 2019 og nýttust rannsóknir teymisins á malaríu við þróun bóluefnis Oxford-háskóla og AstraZeneca við Covid-19. Adrian Hill, prófessor í bóluefnafræðum við skólann og annar höfundur greinarinnar, sagði í samtali við breska ríkisútvarpið að lengri tíma hafi tekið að þróa áhrifaríkt bóluefni gegn malaríu þar sem hún samanstandi af þúsundum gena samanborið við um tólf í tilfelli kórónuveirunnar. Gæti fengið markaðsleyfi á næstu árum Malaría orsakast af frumdýrum sem fjölga sér í mannslíkamanum eftir að þau berast í blóðstreymið með biti moskítóflugu. Ekki er um veirusýkingu að ræða og berast smit ekki manna á milli. Malaría er ein helsta dánarorsök barna í Afríku en þrátt fyrir að hægt sé að fyrirbyggja sýkingu og veita meðferð við henni þá telur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin að 229 milljón tilfelli hafi komið upp árið 2019 og 409 þúsund hafi dáið úr sjúkdómnum. Bóluefnaframleiðandinn Serum Institute of India hefur gefið út að það geti framleitt yfir 200 milljónir skammta af bóluefninu um leið og það hlýtur samþykki eftirlitsstofnana. Charlemagne Ouédraogo, heilbrigðisráðherra Búrkína Fasó, sagði að nýju gögnin væru jákvæðar og sýndu að bóluefnið gæti hlotið markaðsleyfi á næstu árum. Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Fyrsta bóluefnið gegn malaríu Fyrstu stóru prófanirnar á bóluefni við malaríu hófust í Malaví í gær. BBC greindi frá prófununum í gær og sagði bóluefnið til þess hugsað að vernda börn að hluta gegn hinum skæða sjúkdómi. 24. apríl 2019 07:30 Grænt ljós gefið á fyrsta bóluefnið við malaríu Efnið Mosquirix gæti mögulega komið í veg fyrir milljónir malaríutilfella í þeim löndum sem kæmu til með að nota það. 24. júlí 2015 22:39 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Vísindamenn hafa lengi reynt að þróa áhrifaríkt bóluefni gegn sjúkdómnum en fram til þessa hafði ekkert þeirra náð viðmiði Alþjóðaheilbrigðisstofnunar um minnst 75% virkni. Áður hafði áhrifamesta bóluefnið sýnt 55% virkni í rannsókn á börnum. Merkir það að 55% færri tilfelli malaríu greindust hjá hópnum sem fékk bóluefnið en hjá þeim hópi sem fékk lyfleysu. 450 börn tóku þátt í frumrannsókn á nýja bóluefninu. Reyndist það vera öruggt og sýna mikla vernd á því tólf mánaða tímabili sem rannsóknin stóð. Næst stendur til að efna til rannsóknar í fjórum Afríkulöndum sem nær til um 5.000 barna frá fimm mánaða aldri upp í þriggja ára. Hjálpaði þeim að þróa bóluefni við Covid-19 Bóluefnið er þróað af teymi vísindamanna við Oxford-háskóla og voru niðurstöðurnar birtar í læknaritinu The Lancet. Telur teymið að niðurstöðurnar marki straumhvörf. Þróun bóluefnisins hófst árið 2019 og nýttust rannsóknir teymisins á malaríu við þróun bóluefnis Oxford-háskóla og AstraZeneca við Covid-19. Adrian Hill, prófessor í bóluefnafræðum við skólann og annar höfundur greinarinnar, sagði í samtali við breska ríkisútvarpið að lengri tíma hafi tekið að þróa áhrifaríkt bóluefni gegn malaríu þar sem hún samanstandi af þúsundum gena samanborið við um tólf í tilfelli kórónuveirunnar. Gæti fengið markaðsleyfi á næstu árum Malaría orsakast af frumdýrum sem fjölga sér í mannslíkamanum eftir að þau berast í blóðstreymið með biti moskítóflugu. Ekki er um veirusýkingu að ræða og berast smit ekki manna á milli. Malaría er ein helsta dánarorsök barna í Afríku en þrátt fyrir að hægt sé að fyrirbyggja sýkingu og veita meðferð við henni þá telur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin að 229 milljón tilfelli hafi komið upp árið 2019 og 409 þúsund hafi dáið úr sjúkdómnum. Bóluefnaframleiðandinn Serum Institute of India hefur gefið út að það geti framleitt yfir 200 milljónir skammta af bóluefninu um leið og það hlýtur samþykki eftirlitsstofnana. Charlemagne Ouédraogo, heilbrigðisráðherra Búrkína Fasó, sagði að nýju gögnin væru jákvæðar og sýndu að bóluefnið gæti hlotið markaðsleyfi á næstu árum.
Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Fyrsta bóluefnið gegn malaríu Fyrstu stóru prófanirnar á bóluefni við malaríu hófust í Malaví í gær. BBC greindi frá prófununum í gær og sagði bóluefnið til þess hugsað að vernda börn að hluta gegn hinum skæða sjúkdómi. 24. apríl 2019 07:30 Grænt ljós gefið á fyrsta bóluefnið við malaríu Efnið Mosquirix gæti mögulega komið í veg fyrir milljónir malaríutilfella í þeim löndum sem kæmu til með að nota það. 24. júlí 2015 22:39 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Fyrsta bóluefnið gegn malaríu Fyrstu stóru prófanirnar á bóluefni við malaríu hófust í Malaví í gær. BBC greindi frá prófununum í gær og sagði bóluefnið til þess hugsað að vernda börn að hluta gegn hinum skæða sjúkdómi. 24. apríl 2019 07:30
Grænt ljós gefið á fyrsta bóluefnið við malaríu Efnið Mosquirix gæti mögulega komið í veg fyrir milljónir malaríutilfella í þeim löndum sem kæmu til með að nota það. 24. júlí 2015 22:39