Sjö dæmi um slæma dýravernd á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 20. apríl 2021 10:16 Íslenskt dýralíf er virkilega fábreytt. Það búa til dæmis fleiri tegundir landspendýra á Grænlandi en á Íslandi. Við þurfum því sérstaklega að hlúa að þeim dýrum sem hér lifa. Dýravernd er einnig mjög skammt á veg komin á Íslandi. Tökum sjö dæmi um slíkt: 1. Á Íslandi má veiða 15 fuglategundir sem eru á skilgreindum válista stjórnvalda því að þær eru í hættu samkvæmt fyrirspurn minni á Alþingi. Þar á meðal er hrafninn sem hefur fækkað mikið. Um 2-3.000 hrafnar hafa verið drepnir árlega undanfarin 10 ár. Þessi árlega veiði er talin vera vel yfir 20% af heildarstofni hrafnsins. Samkvæmt stjórnvöldum má þó skjóta hrafn allt árið þótt hann sé á válista þessara sömu stjórnvalda. Lundi er sömuleiðis talinn vera í „bráðri hættu“ en þrátt fyrir það voru tæplega 26.000 lundar veiddir 2018. Nú eru einmitt rúmlega 100 ár liðin síðan Alþingi þess tíma tók mikið framfaraskref og verndaði haförninn. Pelsar eru ekki nauðsynjavara 2. Á Íslandi eru nú starfrækt 9 minkabú með minna en 30 störfum samtals og skiptir minkarækt því nær engu máli efnahagslega. Markaðsverðið á skinni er meira að segja oft lægra en framleiðslukostnaðurinn. Ég fullyrði að ræktun minka vegna skins þeirra er algjör tímaskekkja og ekki í neinu samræmi við nútímann þegar kemur að dýravernd. Fjölmargir fataframleiðendur eru löngu hættir að nota skinn úr lifandi dýrum. Norðmenn hafa ákveðið að banna þessa ræktun frá og með 2025 og mörg önnur lönd í Evrópu hafa nú þegar bannað þessa ræktun. Pelsar eru alls ekki nauðsynjavara. Blóðmerar, selaveiðar og hvalveiðar 3. Ísland er eitt af fáum Evrópuríkjunum sem heimilar blóðmerahald hrossa, þar sem blóð úr fylfullum hryssum er tekið til að hægt sé að auka frjósemi svína. Um 5.000 íslensk hross eru nýtt í þessum tilgangi samkvæmt fyrirspurn minni á Alþingi og hefur framleiðslan þrefaldast síðan 2009. Mér finnst þetta vera ógeðfelldur iðnaður og vera mjög sérkennileg meðferð á íslenska hestinum. 4. Ísland er eitt af fáum ríkjum heims sem leyfir veiðar á næststærsta dýri jarðar, sem er langreyður en hún er er í útrýmingarhættu sé litið til heims-válista. 5. Íslensk stjórnvöld hafa veitt heimild til að veiða á selategundum, þar með talið á landsel sem er í „bráðri útrýmingarhættu“ hér á landi þar sem honum hefur fækkað um 80%. Til viðbótar hafa þúsundir sela drepist árlega sem meðafli í íslenskum netum og er magnið slíkt að það hefur meira að segja sett innflutning á fiski til Bandaríkjanna í uppnám. Veiðar á stórhvölum og selum í útrýmingarhættu eru fráleitar nú á tímum. Refir og kettir 6. Eini raunverulegi landnemi Íslands er íslenski refurinn en um 6-7.000 refir eru nú drepnir árlega. Á 12 ára tímabili voru um 70 þúsund refir voru drepnir á Íslandi. Ef æðarkollubóndi verður fyrir tjóni vegna refs þann takmarkaðan tíma sem fuglinn liggur á hreiðri, velti ég fyrir mér hvort ekki væri frekar hægt að bæta það tjón beint í stað þess að stráfella þetta eina upprunalega íslenska landsspendýr? 7. Á Íslandi lifa um 3.000 villikettir sem sjálfboðaliðar reyna að sinna eftir þörfum. Þrátt fyrir það hafa þessi sjálfboðasamtök ásamt mér inn á Alþingi, staðið í löngu stappi við stjórnvöld um hvernig hægt er að standa best að því að sinna þessum munaðarlausum köttum. Næsta umhverfisbylting verður dýraverndin Af þessum dæmum má sjá, að margt þarf að gera betur í málefnum dýraverndar á Íslandi. Fyrir nokkrum áratugum þótti sérkennilegt að berjast fyrir verndun fossa, fjalla og annarrar ósnortinnar náttúru. Ég spái því að næsta viðhorfsbreyting í umhverfismálum verði einmitt aukin vernd dýra. Ég hef ítrekað talað fyrir slíku á Alþingi. Í mínum huga á umhverfisvernd ekki einungis að snúast að vernda grjót og urð heldur einnig um að vernda hið fábreytilega dýralíf Íslands. Það á að koma fram við dýr af virðingu og væntumþykju og vernda þau þar sem verndunar er þörf. Höfundur er alþingismaður manna og dýra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Dýraheilbrigði Umhverfismál Ágúst Ólafur Ágústsson Blóðmerahald Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Sjá meira
Íslenskt dýralíf er virkilega fábreytt. Það búa til dæmis fleiri tegundir landspendýra á Grænlandi en á Íslandi. Við þurfum því sérstaklega að hlúa að þeim dýrum sem hér lifa. Dýravernd er einnig mjög skammt á veg komin á Íslandi. Tökum sjö dæmi um slíkt: 1. Á Íslandi má veiða 15 fuglategundir sem eru á skilgreindum válista stjórnvalda því að þær eru í hættu samkvæmt fyrirspurn minni á Alþingi. Þar á meðal er hrafninn sem hefur fækkað mikið. Um 2-3.000 hrafnar hafa verið drepnir árlega undanfarin 10 ár. Þessi árlega veiði er talin vera vel yfir 20% af heildarstofni hrafnsins. Samkvæmt stjórnvöldum má þó skjóta hrafn allt árið þótt hann sé á válista þessara sömu stjórnvalda. Lundi er sömuleiðis talinn vera í „bráðri hættu“ en þrátt fyrir það voru tæplega 26.000 lundar veiddir 2018. Nú eru einmitt rúmlega 100 ár liðin síðan Alþingi þess tíma tók mikið framfaraskref og verndaði haförninn. Pelsar eru ekki nauðsynjavara 2. Á Íslandi eru nú starfrækt 9 minkabú með minna en 30 störfum samtals og skiptir minkarækt því nær engu máli efnahagslega. Markaðsverðið á skinni er meira að segja oft lægra en framleiðslukostnaðurinn. Ég fullyrði að ræktun minka vegna skins þeirra er algjör tímaskekkja og ekki í neinu samræmi við nútímann þegar kemur að dýravernd. Fjölmargir fataframleiðendur eru löngu hættir að nota skinn úr lifandi dýrum. Norðmenn hafa ákveðið að banna þessa ræktun frá og með 2025 og mörg önnur lönd í Evrópu hafa nú þegar bannað þessa ræktun. Pelsar eru alls ekki nauðsynjavara. Blóðmerar, selaveiðar og hvalveiðar 3. Ísland er eitt af fáum Evrópuríkjunum sem heimilar blóðmerahald hrossa, þar sem blóð úr fylfullum hryssum er tekið til að hægt sé að auka frjósemi svína. Um 5.000 íslensk hross eru nýtt í þessum tilgangi samkvæmt fyrirspurn minni á Alþingi og hefur framleiðslan þrefaldast síðan 2009. Mér finnst þetta vera ógeðfelldur iðnaður og vera mjög sérkennileg meðferð á íslenska hestinum. 4. Ísland er eitt af fáum ríkjum heims sem leyfir veiðar á næststærsta dýri jarðar, sem er langreyður en hún er er í útrýmingarhættu sé litið til heims-válista. 5. Íslensk stjórnvöld hafa veitt heimild til að veiða á selategundum, þar með talið á landsel sem er í „bráðri útrýmingarhættu“ hér á landi þar sem honum hefur fækkað um 80%. Til viðbótar hafa þúsundir sela drepist árlega sem meðafli í íslenskum netum og er magnið slíkt að það hefur meira að segja sett innflutning á fiski til Bandaríkjanna í uppnám. Veiðar á stórhvölum og selum í útrýmingarhættu eru fráleitar nú á tímum. Refir og kettir 6. Eini raunverulegi landnemi Íslands er íslenski refurinn en um 6-7.000 refir eru nú drepnir árlega. Á 12 ára tímabili voru um 70 þúsund refir voru drepnir á Íslandi. Ef æðarkollubóndi verður fyrir tjóni vegna refs þann takmarkaðan tíma sem fuglinn liggur á hreiðri, velti ég fyrir mér hvort ekki væri frekar hægt að bæta það tjón beint í stað þess að stráfella þetta eina upprunalega íslenska landsspendýr? 7. Á Íslandi lifa um 3.000 villikettir sem sjálfboðaliðar reyna að sinna eftir þörfum. Þrátt fyrir það hafa þessi sjálfboðasamtök ásamt mér inn á Alþingi, staðið í löngu stappi við stjórnvöld um hvernig hægt er að standa best að því að sinna þessum munaðarlausum köttum. Næsta umhverfisbylting verður dýraverndin Af þessum dæmum má sjá, að margt þarf að gera betur í málefnum dýraverndar á Íslandi. Fyrir nokkrum áratugum þótti sérkennilegt að berjast fyrir verndun fossa, fjalla og annarrar ósnortinnar náttúru. Ég spái því að næsta viðhorfsbreyting í umhverfismálum verði einmitt aukin vernd dýra. Ég hef ítrekað talað fyrir slíku á Alþingi. Í mínum huga á umhverfisvernd ekki einungis að snúast að vernda grjót og urð heldur einnig um að vernda hið fábreytilega dýralíf Íslands. Það á að koma fram við dýr af virðingu og væntumþykju og vernda þau þar sem verndunar er þörf. Höfundur er alþingismaður manna og dýra.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun